Skila verkferlar gegn kynferðisofbeldi árangri? 20. ágúst 2010 06:00 Á síðustu árum hafa skotið upp kollinum gömul mál þar sem ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi Íslands um kynferðisofbeldi koma við sögu. Þegar ásakanirnar á hendur biskupi komu fram var ég í guðfræðinámi, sótti safnaðarstarf í Langholtskirkju og sinnti barnastarfi í afleysingum. Ég átti barn hjá dagmömmu í hverfinu. Við urðum góðir kunningjar og einn daginn trúði hún mér fyrir því að biskup Íslands, sem hefði m.a. gift þau hjónin hefði leitað á hana kynferðislega með nokkuð alvarlegum hætti. Hún sagði mér að þetta hefði legið á henni lengi og nú þegar hún ætti að ferma drenginn sinn í kirkjunni þar sem hann væri biskup liði henni enn þá verr með þetta mál. Nokkru síðar sagði hún mér að hún hefði ákveðið að reyna að gera eitthvað í málinu, stuttu seinna varð málið að blaðamáli. Þessi kona kom ekki fram í fjölmiðlum. Hún var ekki að leita að athygli heldur frekar að viðurkenningu á því að á henni hefði verið brotið. Konan leitaði til sóknarprests og varð þannig hluti af öðru deilumáli á þessum tíma, eftir það voru orð hennar enn frekar dregin í efa. Ég vildi eins og líklega aðrir innan kirkjunnar halda mér til hlés og ræddi þetta ekki mikið við hana. Í háskólanum og í kirkjunni hlustaði ég á umræður um málið. Ég heyrði mæta menn segja hluti eins og „þær mega nú bara vera upp með sér að biskupinn sýni þeim áhuga" og „ég hef sjálfur borðað með biskupinum og talað við konuna hans og þau eru bæði yndislegt fólk, þess vegna getur þetta ekki verið satt". Fyrst hélt ég að kirkja myndi standa með konunum. Eftir að hafa hlustað á samræður í nokkurn tíma grunaði mig að hún gæti ekki tekist á við málið. Eftir því sem ég hlustaði meira varð ég sannfærðari um að lítið yrði gert. Undir það síðasta þegar konan var orðin mjög þreytt á fjölmiðlaumfjöllun og grófu umtali stoppaði hún mig úti á götu. Hún sagði mér frá baráttu sinni og því álagi sem því hefði fylgt. Að síðustu sagðist hún vera í góðu sambandi við presta og taldi víst að kirkjan ætlaði að standa með henni og finna leið út úr málinu. „Vertu bara ekki of viss um það," sagði ég að lokum. Það var einkennileg stund þegar við kvöddumst. Kannski vissum við þá báðar að lítið yrði gert, það er erfitt að eiga við kunningjasamfélagið. Ég er ekki viss um að kirkjan geti bætt upp þann trúverðugleika sem hún hefur misst á síðustu árum. Til kirkjunnar leita margir í neyð og allur hálfsannleikur rýrir það traust sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður. Opin umræða, öflug barátta, afdráttarlausar yfirlýsingar og skýrar verklagsreglur verða að vera í forgangi. Ef kirkjan notar ekki alla sína krafta til að leita sannleikans í hverju máli er málið tapað. Þó ég sé guðfræðingur hef ég ekki starfað sem slík og ekki hef ég heldur kynnt mér verkferla innan kirkjunnar, en þegar málin horfa svona fyrir áhugasömum leikmanni, þá hlýtur eitthvað að vera að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa skotið upp kollinum gömul mál þar sem ásakanir á hendur fyrrverandi biskupi Íslands um kynferðisofbeldi koma við sögu. Þegar ásakanirnar á hendur biskupi komu fram var ég í guðfræðinámi, sótti safnaðarstarf í Langholtskirkju og sinnti barnastarfi í afleysingum. Ég átti barn hjá dagmömmu í hverfinu. Við urðum góðir kunningjar og einn daginn trúði hún mér fyrir því að biskup Íslands, sem hefði m.a. gift þau hjónin hefði leitað á hana kynferðislega með nokkuð alvarlegum hætti. Hún sagði mér að þetta hefði legið á henni lengi og nú þegar hún ætti að ferma drenginn sinn í kirkjunni þar sem hann væri biskup liði henni enn þá verr með þetta mál. Nokkru síðar sagði hún mér að hún hefði ákveðið að reyna að gera eitthvað í málinu, stuttu seinna varð málið að blaðamáli. Þessi kona kom ekki fram í fjölmiðlum. Hún var ekki að leita að athygli heldur frekar að viðurkenningu á því að á henni hefði verið brotið. Konan leitaði til sóknarprests og varð þannig hluti af öðru deilumáli á þessum tíma, eftir það voru orð hennar enn frekar dregin í efa. Ég vildi eins og líklega aðrir innan kirkjunnar halda mér til hlés og ræddi þetta ekki mikið við hana. Í háskólanum og í kirkjunni hlustaði ég á umræður um málið. Ég heyrði mæta menn segja hluti eins og „þær mega nú bara vera upp með sér að biskupinn sýni þeim áhuga" og „ég hef sjálfur borðað með biskupinum og talað við konuna hans og þau eru bæði yndislegt fólk, þess vegna getur þetta ekki verið satt". Fyrst hélt ég að kirkja myndi standa með konunum. Eftir að hafa hlustað á samræður í nokkurn tíma grunaði mig að hún gæti ekki tekist á við málið. Eftir því sem ég hlustaði meira varð ég sannfærðari um að lítið yrði gert. Undir það síðasta þegar konan var orðin mjög þreytt á fjölmiðlaumfjöllun og grófu umtali stoppaði hún mig úti á götu. Hún sagði mér frá baráttu sinni og því álagi sem því hefði fylgt. Að síðustu sagðist hún vera í góðu sambandi við presta og taldi víst að kirkjan ætlaði að standa með henni og finna leið út úr málinu. „Vertu bara ekki of viss um það," sagði ég að lokum. Það var einkennileg stund þegar við kvöddumst. Kannski vissum við þá báðar að lítið yrði gert, það er erfitt að eiga við kunningjasamfélagið. Ég er ekki viss um að kirkjan geti bætt upp þann trúverðugleika sem hún hefur misst á síðustu árum. Til kirkjunnar leita margir í neyð og allur hálfsannleikur rýrir það traust sem nauðsynlegt er við slíkar aðstæður. Opin umræða, öflug barátta, afdráttarlausar yfirlýsingar og skýrar verklagsreglur verða að vera í forgangi. Ef kirkjan notar ekki alla sína krafta til að leita sannleikans í hverju máli er málið tapað. Þó ég sé guðfræðingur hef ég ekki starfað sem slík og ekki hef ég heldur kynnt mér verkferla innan kirkjunnar, en þegar málin horfa svona fyrir áhugasömum leikmanni, þá hlýtur eitthvað að vera að.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun