Sextándi meistaratitill Los Angeles Lakers Hjalti Þór Hreinsson skrifar 18. júní 2010 09:30 Meistari Kobe Bryant, einn besti leikmaður sögunnar. Hann var valinn verðmætasti leikmaður keppninnar. GettyImages Los Angeles Lakers vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 83-79, í úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Lakers er þar með meistari eftir 4-3 sigur í einvíginu. Leikurinn var í járnum allan tímann og gríðarlega spennandi. Sóknarleikur liðanna gekk illa, skotnýting beggja liða var langt frá því að vera til útflutnings. Líklega spilaði þar inn í mikil þreyta, og spennan við að spila hreinan úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum, sérstaklega á Kobe Bryant. Ron Artest jafnaði leikinn þegar rúmar sjö mínútur voru eftir í 61-61. Fram að því hafði Boston verið örstuttum skrefum á undan allan leikinn. Lakers tók svo forystuna og var 68-64 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Bryant skoraði frábæra körfu og virtist vera kominn í gang. Boston hafði á þeim tímapunkti ekki hitt úr 10 af síðustu 12 skotum sínum. Á meðan var flest að ganga upp hjá Lakers. Þegar þrjár mínútur voru eftir var aðeins þriggja stiga munur á liðunum. Lakers skoraði úr vítum, eins og svo oft undir lokin, en Boston svaraði og fjögurra stiga munur á liðunum. Þá tók Lamar Odom þriggja stiga skot fyrir Lakers og brenndi af. Pau Gasol varði aftur á móti frábærlega frá Paul Pierce og Lakers fékk boltann. Þegar 90 sekúndur voru eftir var sex stiga munur á liðunum. Þá sallaði Rasheed Wallace niður þriggja stiga körfu og kom muninum í þrjú stig. En Artest gerði það sama einni mínútu fyrir leikslok. Aftur sex stiga munur. Næsta sókn - Ray Allen með þrjú stig fyrir Boston. Þriggja stiga munur, 40 sekúndur eftir. Kobe fékk boltann og fór í erfitt þriggja stoga skot og hitti ekki. Gasol náði aftur á móti sterku sóknarfrákasti og Bryant fór á línuna. Hann kom muninum í fimm stig þegar 25 sekúndur voru eftir. Ray Allen fór í þriggja stiga skot en hitti ekki. Rondo náði frákastinu og skoraði þrist. Tveggja stiga munur, Lakers átti innkast og þrettán sekúndur eftir. Sasha Vujacic fékk boltann og tvö víti. Hann er góð skytta en hafði nánast ekkert spilað í leiknum. Hann setti bæði skotin niður og kláraði þar með leikinn. Lakers var fjórum stigum yfir og 11,7 sekúndur eftir. Boston þurfti tvær körfur. Það gekk ekki upp, Pierce sendi á Rondo sem hitti ekki og leikurinn rann út. Sigurinn tryggði Lakers sextánda meistaratitilinn í sögu félagsins. Pierce skoraði átján stig fyrir Boston og tók tíu fráköst, Kevin Garnett var með sautján. Hjá Lakers skoraði Bryant mest, 23 stig og tók fimmtán fráköst, en Gasol var frábær líkt og Artest sem skoraði tuttugu stig, Gasol 19 og átján fráköst. "Jæja, okkur tókst það," sagði brosmildur Phil Jackson um ellefta meistaratitil sinn sem þjálfari. "Þetta var ekki vel klárað, en við kláruðum þetta samt." "Okkur langaði svo ótrúlega mikið í titilinn," sagði Bryant sem vann sinn fimmta meistarahring. "Því meira sem ég lagði á mig, því fjær sýndist mér draumurinn fara frá mér. Ég er bara ánægður með að liðsfélagar mínir komu okkur aftur inn í leikinn," sagði Kobe. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Los Angeles Lakers vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 83-79, í úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í nótt. Lakers er þar með meistari eftir 4-3 sigur í einvíginu. Leikurinn var í járnum allan tímann og gríðarlega spennandi. Sóknarleikur liðanna gekk illa, skotnýting beggja liða var langt frá því að vera til útflutnings. Líklega spilaði þar inn í mikil þreyta, og spennan við að spila hreinan úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum, sérstaklega á Kobe Bryant. Ron Artest jafnaði leikinn þegar rúmar sjö mínútur voru eftir í 61-61. Fram að því hafði Boston verið örstuttum skrefum á undan allan leikinn. Lakers tók svo forystuna og var 68-64 yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Bryant skoraði frábæra körfu og virtist vera kominn í gang. Boston hafði á þeim tímapunkti ekki hitt úr 10 af síðustu 12 skotum sínum. Á meðan var flest að ganga upp hjá Lakers. Þegar þrjár mínútur voru eftir var aðeins þriggja stiga munur á liðunum. Lakers skoraði úr vítum, eins og svo oft undir lokin, en Boston svaraði og fjögurra stiga munur á liðunum. Þá tók Lamar Odom þriggja stiga skot fyrir Lakers og brenndi af. Pau Gasol varði aftur á móti frábærlega frá Paul Pierce og Lakers fékk boltann. Þegar 90 sekúndur voru eftir var sex stiga munur á liðunum. Þá sallaði Rasheed Wallace niður þriggja stiga körfu og kom muninum í þrjú stig. En Artest gerði það sama einni mínútu fyrir leikslok. Aftur sex stiga munur. Næsta sókn - Ray Allen með þrjú stig fyrir Boston. Þriggja stiga munur, 40 sekúndur eftir. Kobe fékk boltann og fór í erfitt þriggja stoga skot og hitti ekki. Gasol náði aftur á móti sterku sóknarfrákasti og Bryant fór á línuna. Hann kom muninum í fimm stig þegar 25 sekúndur voru eftir. Ray Allen fór í þriggja stiga skot en hitti ekki. Rondo náði frákastinu og skoraði þrist. Tveggja stiga munur, Lakers átti innkast og þrettán sekúndur eftir. Sasha Vujacic fékk boltann og tvö víti. Hann er góð skytta en hafði nánast ekkert spilað í leiknum. Hann setti bæði skotin niður og kláraði þar með leikinn. Lakers var fjórum stigum yfir og 11,7 sekúndur eftir. Boston þurfti tvær körfur. Það gekk ekki upp, Pierce sendi á Rondo sem hitti ekki og leikurinn rann út. Sigurinn tryggði Lakers sextánda meistaratitilinn í sögu félagsins. Pierce skoraði átján stig fyrir Boston og tók tíu fráköst, Kevin Garnett var með sautján. Hjá Lakers skoraði Bryant mest, 23 stig og tók fimmtán fráköst, en Gasol var frábær líkt og Artest sem skoraði tuttugu stig, Gasol 19 og átján fráköst. "Jæja, okkur tókst það," sagði brosmildur Phil Jackson um ellefta meistaratitil sinn sem þjálfari. "Þetta var ekki vel klárað, en við kláruðum þetta samt." "Okkur langaði svo ótrúlega mikið í titilinn," sagði Bryant sem vann sinn fimmta meistarahring. "Því meira sem ég lagði á mig, því fjær sýndist mér draumurinn fara frá mér. Ég er bara ánægður með að liðsfélagar mínir komu okkur aftur inn í leikinn," sagði Kobe.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira