Íslenskur iPhone-leikur á markað 2. desember 2010 12:30 vilja fá krakkana í klassíkina Strákarnir hjá fyrirtækinu Fancy Pants Global hafa hannað íslenskan iPhone-leik sem kynnir klassíska tónlist fyrir ungu fólki. fréttablaðið/anton „Grunnpælingin er að færa heim klassískrar tónlistar nær börnum,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, en í dag kemur út íslenskur tölvuleikur fyrir iPhone sem byggður er á vinsælum barnabókum Hallfríðar Ólafsdóttur um forvitnu músina Maxímús. Viggó Ingimar stofnaði fyrirtækið Fancy Pants Global fyrir rúmu ári ásamt félögum sínum, en fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins kom upp sú hugmynd að gera tölvuleik fyrir Maxímús Músíkus ehf. „Við fengum úthlutað skrifstofurými í Kveikjunni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Hafnarfirði, en þar voru stelpurnar í Maxímús Músíkús einnig með skrifstofu. Í einhverjum kaffitímanum kom svo bara þessi klikkaða hugmynd um að gera iPhone-tölvuleik fyrir þær,“ segir Viggó. Hann segir marga unga krakka í dag ekki kynnast klassískri tónlist, þar sem foreldrarnir spili bara FM 957 og X-ið. „Við fórum að hugsa hvernig við gætum fært þennan klassíska heim nær krökkunum og gert hann áhugaverðan og skemmtilegan. Við hönnuðum því leik þar sem krakkarnir geta spilað á hljóðfærin sem eru áberandi í klassískri tónlist,“ segir Viggó. Hann segir leikinn einfaldlega vera þannig að hægt sé að velja sér nokkrar tegundir hljóðfæra, lítill lagstúfur sé spilaður og sá sem spili leikinn eigi að endurtaka nóturnar sem hann heyrir. Viggó segir þó að þeir sem eigi iPhone hér á landi gætu átt í erfiðleikum með að eignast leikinn. „Þeir sem nota iPhone hafa aðgang að miðlægri búð sem heitir App Store og þangað geta allir sótt leiki, þar á meðal leikinn okkar, og borgað um tvo dali fyrir. App Store er hins vegar ekki lögleg á Íslandi,“ segir Viggó, en bætir við í léttum dúr að einhverjar krókaleiðir séu þó mögulegar.- ka Lífið Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Grunnpælingin er að færa heim klassískrar tónlistar nær börnum,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, en í dag kemur út íslenskur tölvuleikur fyrir iPhone sem byggður er á vinsælum barnabókum Hallfríðar Ólafsdóttur um forvitnu músina Maxímús. Viggó Ingimar stofnaði fyrirtækið Fancy Pants Global fyrir rúmu ári ásamt félögum sínum, en fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins kom upp sú hugmynd að gera tölvuleik fyrir Maxímús Músíkus ehf. „Við fengum úthlutað skrifstofurými í Kveikjunni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Hafnarfirði, en þar voru stelpurnar í Maxímús Músíkús einnig með skrifstofu. Í einhverjum kaffitímanum kom svo bara þessi klikkaða hugmynd um að gera iPhone-tölvuleik fyrir þær,“ segir Viggó. Hann segir marga unga krakka í dag ekki kynnast klassískri tónlist, þar sem foreldrarnir spili bara FM 957 og X-ið. „Við fórum að hugsa hvernig við gætum fært þennan klassíska heim nær krökkunum og gert hann áhugaverðan og skemmtilegan. Við hönnuðum því leik þar sem krakkarnir geta spilað á hljóðfærin sem eru áberandi í klassískri tónlist,“ segir Viggó. Hann segir leikinn einfaldlega vera þannig að hægt sé að velja sér nokkrar tegundir hljóðfæra, lítill lagstúfur sé spilaður og sá sem spili leikinn eigi að endurtaka nóturnar sem hann heyrir. Viggó segir þó að þeir sem eigi iPhone hér á landi gætu átt í erfiðleikum með að eignast leikinn. „Þeir sem nota iPhone hafa aðgang að miðlægri búð sem heitir App Store og þangað geta allir sótt leiki, þar á meðal leikinn okkar, og borgað um tvo dali fyrir. App Store er hins vegar ekki lögleg á Íslandi,“ segir Viggó, en bætir við í léttum dúr að einhverjar krókaleiðir séu þó mögulegar.- ka
Lífið Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira