Gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 24. janúar 2010 18:30 Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, er grunaður um að hafa valdið félaginu tjóni með vanrækslu í starfi. Viðurlög við slíku broti geta varðað allt að sex ára fangelsi en sérstakur saksóknari rannsakar málið. Þá gæti Þór einnig hafa skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart Sjóvá með því að lesa ekki samninga áður en hann skrifaði undir þá. Þór segist aldrei hafa haft frumkvæði að neinum ákvörðunum um fjárfestingar félagsins. Hann kveðst þó þurfa að horfast í augu við að hafa skrifað undir samninga sem reyndust félaginu dýrkeyptir án þess að hafa vitneskju um innihald þeirra. DV birti úrdrátt úr yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Þór Sigfússyni í helgarblaði sínu. Þar kemur fram að Þór vissi oft og tíðum ekkert undir hvaða samninga hann var að skrifa hjá Sjóvá þar sem hann hefði yfirleitt ekki lesið þá yfir. Þór gat t.a.m. ekki útskýrt hver ástæðan var fyrir 10,5 milljarða króna láni frá Sjóvá til Vafnings í febrúar 2008. Hann vissi ekki hverjir forsavarsmenn þess félags voru né hvaða eignir það átti. Samt skrifaði hann undir samninginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Þór grunaður um að hafa með vanrækslu sinni í starfi gerst sekur um umboðssvik. Þetta mun vera einn angi rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og fyrrum móðurfélagi þess Milestone. Umboðssvik falla undir auðgunarbrot hegningarlaga og geta varðað allt að sex ára fangelsi. Þau felast í því að einstaklingur í krafti umboðs eða stöðu gerir eitthvað eða lætur það ógert til að auðga sjálfan sig eða aðra á kostnað þess sem veitir umboðið. Þar með er þó ekki allt talið því núverandi stjórn Sjóvár gæti einnig farið fram á skaðabætur frá Þór vegna vanrækslu í starfi. Í hlutafélagalögum segir að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar séu skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Þór sagði starfi sínu sem forstjóri Sjóvár lausu skömmu eftir bankahrunið en hann hafði um þrjár milljónir króna í laun á mánuði. Þá vék hann formlega úr sæti formanns Samtaka atvinnulífsins í september á síðasta ári. Þór segist ekki hafa hagnast á viðskiptunum og ekki hafa haft frumkvæði að þeim. Hann hafi talið sig vera með teymi í kringum sig sem hann gæti treyst. Hann segist kvíða niðurstöðum sérstaks saksóknara. Vafningsmálið Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, er grunaður um að hafa valdið félaginu tjóni með vanrækslu í starfi. Viðurlög við slíku broti geta varðað allt að sex ára fangelsi en sérstakur saksóknari rannsakar málið. Þá gæti Þór einnig hafa skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart Sjóvá með því að lesa ekki samninga áður en hann skrifaði undir þá. Þór segist aldrei hafa haft frumkvæði að neinum ákvörðunum um fjárfestingar félagsins. Hann kveðst þó þurfa að horfast í augu við að hafa skrifað undir samninga sem reyndust félaginu dýrkeyptir án þess að hafa vitneskju um innihald þeirra. DV birti úrdrátt úr yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Þór Sigfússyni í helgarblaði sínu. Þar kemur fram að Þór vissi oft og tíðum ekkert undir hvaða samninga hann var að skrifa hjá Sjóvá þar sem hann hefði yfirleitt ekki lesið þá yfir. Þór gat t.a.m. ekki útskýrt hver ástæðan var fyrir 10,5 milljarða króna láni frá Sjóvá til Vafnings í febrúar 2008. Hann vissi ekki hverjir forsavarsmenn þess félags voru né hvaða eignir það átti. Samt skrifaði hann undir samninginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Þór grunaður um að hafa með vanrækslu sinni í starfi gerst sekur um umboðssvik. Þetta mun vera einn angi rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Sjóvár og fyrrum móðurfélagi þess Milestone. Umboðssvik falla undir auðgunarbrot hegningarlaga og geta varðað allt að sex ára fangelsi. Þau felast í því að einstaklingur í krafti umboðs eða stöðu gerir eitthvað eða lætur það ógert til að auðga sjálfan sig eða aðra á kostnað þess sem veitir umboðið. Þar með er þó ekki allt talið því núverandi stjórn Sjóvár gæti einnig farið fram á skaðabætur frá Þór vegna vanrækslu í starfi. Í hlutafélagalögum segir að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar séu skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Þór sagði starfi sínu sem forstjóri Sjóvár lausu skömmu eftir bankahrunið en hann hafði um þrjár milljónir króna í laun á mánuði. Þá vék hann formlega úr sæti formanns Samtaka atvinnulífsins í september á síðasta ári. Þór segist ekki hafa hagnast á viðskiptunum og ekki hafa haft frumkvæði að þeim. Hann hafi talið sig vera með teymi í kringum sig sem hann gæti treyst. Hann segist kvíða niðurstöðum sérstaks saksóknara.
Vafningsmálið Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira