Stjórnvöld misnota Framkvæmdasjóð aldraðra Björgvin Guðmundsson og skrifa 16. desember 2010 05:15 Það hefur lengi verið vandamál að fá nægilegt fjármagn í byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða svo og til byggingar annarra öldrunarstofnana. Þetta mál var eitt aðaldeilumálið í borgarstjórn Reykjavíkur þann tíma sem ég sat þar á tímabilinu 1970-1982. Alþýðuflokkurinn flutti margar tillögur í borgarstjórn um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og um byggingu langlegudeilda fyrir aldraða (B-álmu Borgarspítala). En fjárskortur hamlaði framkvæmdum þá eins og nú. Á meðan deilur um þetta mál stóðu sem hæst í borgarstjórn Reykjavíkur gerðist það, að Albert Guðmundsson, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,lagði til, að sérhver gjaldþegi í landinu greiddi ákveðið gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingar aldraðra, hjúkrunarheimili og aðrar öldrunarstofnanir. Þessi tillaga Alberts vakti þegar mikla athygli og þótti snjöll lausn á framkvæmdavanda aldraðra. Tillaga Alberts náði fram að ganga og varð til þess að Framkvæmasjóður aldraðra var stofnaður. Það hefur alla tíð verið skýrt tekið fram í lögum, að Framkvæmdasjóður aldraðra væri eins og nafn sjóðsins bendir til eingöngu ætlaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Og þannig var það lengi vel en síðan var sjóðurinn einnig opnaður til þess að kosta rekstur öldrunarstofnana í vissum tilvikum. Það var slæm breyting, þar eð eins og nafn sjóðsins bendir til átti sjóðurinn eingöngu að kosta framkvæmdir aldraðra en ekki rekstur. En nú keyrir um þverbak: Núverandi ríkisstjórn hefur gripið til þess ráðs að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta sjúkrahúsrekstur almennt vítt og breitt um landið. Þetta er algert lögbrot, þar eð ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimila að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkrahúsa almennt. Framlög til sjúkrahúsa voru skorin svo harkalega niður í frumvarpi til fjárlaga, að mikil mótmælaalda braust út. Ríkisstjórnin gaf þá eftir og dró úr niðurskurðinum. Fram kom, að af 1700 milljóna króna minni niðurskurði hjá sjúkrastofnunum yrði verulegur hluti kostaður með framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara tók þetta mál fyrir og gagnrýndi þá ráðstöfun heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra, þegar fjármuni vantaði í rekstur sjúkrastofnana almennt. Engin heimild væri fyrir því í lögum. Ungir stjórnmálamenn dagsins í dag vita ekki að Framkvæmasjóður aldraðra var einmitt stofnaður til þess að kosta framkvæmdir fyrir aldraða. Sjóðurinn var einmitt stofnaður, þar eð illa gekk að fá fjármuni frá fjárveitingavaldinu til þess að kosta hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Það er því fáheyrt að stjórnvöld skuli nú taka sjóðinn til þess að nota í rekstur almennt, þ.e. almennan rekstur sjúkrahúsa. Þessi ráðsmennska samrýmist ekki nýjum vinnubrögðum stjórnmála, sem boðuð hafa verið. Þessi vinnubrögð samrýmast ekki tillögum Samfylkingarinnar um umbætur og endurbætur í kjölfar hrunsins. Samkvæmt þeim vinnubrögðum á að ástunda heiðarleika og gegnsæi. Það eru ekki heiðarleg vinnubrögð að taka fjármuni, sem almenningur greiðir til framkvæmda í þágu aldraða og nota þá til annarra þarfa. Ég skora á stjórnvöld að leiðrétta þessi mistök og falla frá því að taka fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra í almennan sjúkrahúsrekstur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið vandamál að fá nægilegt fjármagn í byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða svo og til byggingar annarra öldrunarstofnana. Þetta mál var eitt aðaldeilumálið í borgarstjórn Reykjavíkur þann tíma sem ég sat þar á tímabilinu 1970-1982. Alþýðuflokkurinn flutti margar tillögur í borgarstjórn um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og um byggingu langlegudeilda fyrir aldraða (B-álmu Borgarspítala). En fjárskortur hamlaði framkvæmdum þá eins og nú. Á meðan deilur um þetta mál stóðu sem hæst í borgarstjórn Reykjavíkur gerðist það, að Albert Guðmundsson, þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,lagði til, að sérhver gjaldþegi í landinu greiddi ákveðið gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta byggingar aldraðra, hjúkrunarheimili og aðrar öldrunarstofnanir. Þessi tillaga Alberts vakti þegar mikla athygli og þótti snjöll lausn á framkvæmdavanda aldraðra. Tillaga Alberts náði fram að ganga og varð til þess að Framkvæmasjóður aldraðra var stofnaður. Það hefur alla tíð verið skýrt tekið fram í lögum, að Framkvæmdasjóður aldraðra væri eins og nafn sjóðsins bendir til eingöngu ætlaður til þess að kosta framkvæmdir í þágu aldraðra. Og þannig var það lengi vel en síðan var sjóðurinn einnig opnaður til þess að kosta rekstur öldrunarstofnana í vissum tilvikum. Það var slæm breyting, þar eð eins og nafn sjóðsins bendir til átti sjóðurinn eingöngu að kosta framkvæmdir aldraðra en ekki rekstur. En nú keyrir um þverbak: Núverandi ríkisstjórn hefur gripið til þess ráðs að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra til þess að kosta sjúkrahúsrekstur almennt vítt og breitt um landið. Þetta er algert lögbrot, þar eð ekki er að finna neitt ákvæði í lögum um Framkvæmdasjóðinn sem heimila að ráðstafa fé úr sjóðnum til reksturs sjúkrahúsa almennt. Framlög til sjúkrahúsa voru skorin svo harkalega niður í frumvarpi til fjárlaga, að mikil mótmælaalda braust út. Ríkisstjórnin gaf þá eftir og dró úr niðurskurðinum. Fram kom, að af 1700 milljóna króna minni niðurskurði hjá sjúkrastofnunum yrði verulegur hluti kostaður með framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra! Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara tók þetta mál fyrir og gagnrýndi þá ráðstöfun heilbrigðis- og félagsmálaráðherra að seilast í Framkvæmdasjóð aldraðra, þegar fjármuni vantaði í rekstur sjúkrastofnana almennt. Engin heimild væri fyrir því í lögum. Ungir stjórnmálamenn dagsins í dag vita ekki að Framkvæmasjóður aldraðra var einmitt stofnaður til þess að kosta framkvæmdir fyrir aldraða. Sjóðurinn var einmitt stofnaður, þar eð illa gekk að fá fjármuni frá fjárveitingavaldinu til þess að kosta hjúkrunarheimili og aðrar stofnanir fyrir aldraða. Það er því fáheyrt að stjórnvöld skuli nú taka sjóðinn til þess að nota í rekstur almennt, þ.e. almennan rekstur sjúkrahúsa. Þessi ráðsmennska samrýmist ekki nýjum vinnubrögðum stjórnmála, sem boðuð hafa verið. Þessi vinnubrögð samrýmast ekki tillögum Samfylkingarinnar um umbætur og endurbætur í kjölfar hrunsins. Samkvæmt þeim vinnubrögðum á að ástunda heiðarleika og gegnsæi. Það eru ekki heiðarleg vinnubrögð að taka fjármuni, sem almenningur greiðir til framkvæmda í þágu aldraða og nota þá til annarra þarfa. Ég skora á stjórnvöld að leiðrétta þessi mistök og falla frá því að taka fjármuni úr Framkvæmdasjóði aldraðra í almennan sjúkrahúsrekstur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun