Guðmundur Franklín Jónsson:Fitch, Moody‘s ogStandard & Poors 13. apríl 2010 06:00 Þessi ofangreindu matsfyrirtæki gefa skuldabréfum, fjármálaafurðum, fyrirtækjum, bönkum ,ríkjum o.s.frv. matseinkunnir. Öll þessi matsfyrirtæki eiga sameiginlegt að vera rekinn fyrir hámarksávöxtun hluthafa sinna og eru hlutafélög á almennum hlutabréfamarkaði. Moody"s Corp er skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Standard & Poors er partur af McGraw Hill Companies, útgáfurisans sem gefur m.a. út BusinessWeek. McGraw Hill er einnig skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Fitch Ratings er í meirihluta eigu Fimalacs, sem er skráð á kauphöllina í París. Hvernig vinna þessi matsfyrirtæki og fyrir hverja? Matsfyrirtækin vinna eftir pöntunum, þ.a.l. fyrir alla sem vilja kaupa sér mat eða eikunn á einhverju. Þessi matsfyrirtæki leggja einkunnir á þjóðir og sjálfstæð ríki. Hver borgar fyrir það? Bankarnir okkar þrír sem fóru rúllandi á hausinn í október 2008 voru með öll þessi fyrirtæki í vinnu og borguðu matsfyrirtækjunum þremur hundruð milljóna á ári undanfarin ár, fyrir góðar einkunnir. Af hverju vöruðu ekki þessi fyrirtæki heimsbyggðina við þessum íslensku bönkum í tæka tíð? Gaman væri að fá að sjá sundurliðaðan reikning frá þeim fyrir íslensku bankana undanfarin 5 ár. Þessi þrjú matsfyrirtæki vinna fyrir OECD, ESB og öll lönd innan ESB. Einnig vinna öll matsfyrirtækin fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þannig að nú getur hverjum sýnst hvað í samskiptum okkar við þessi fyrirtæki. Einnig verð ég að benda á, að þessi sömu fyrirtæki eru ráðin til þess að gefa einkunnir og eða mat á lánshæfni á nýjum útgáfum hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum á skuldabréfum og öðrum verðbréfum sem bankar fara með í sölu. Þegar það er gert er, þá er kostnaðurinn iðulega settur inn í verðið og kúnninn situr uppi með kostnaðinn, án þess þó að vita af því. Ef bönkum var bent á af matsfyrirtækjunum að viðkomandi útgáfa væri hugsanlega of áhættusöm geta bankarnir keypt sér tryggingu hjá hinum ýmsu tryggingarfyrirtækjum sem selja slíka tryggingu og áhættan er minnkuð. Einnig er bönkum boðið að kaupa alls konar aukadót eins og rannsóknarvinnu, gagnabankaþjónustu, tölvuforrit og aðrar upplýsingar á uppsprengdu verði. þetta er kallað í bankaheiminum „soft money" sem útleggst á góðri íslensku mútur. Í dag er lánshæfismat þjóðarinnar lágt og þá eigum við að nota tækifærið og kaupa upp skuldir okkar erlendis á djúpum afslætti. Ef að stjórnvöld aftur á móti hafa miklar áhyggjur af lánshæfismati íslensku þjóðarinnar, vil ég benda þeim á að panta fund hjá þessum matsfyrirtækjum og byrja að borga fyrir góðar einkunnir ef þeir kæra sig um. Moody"s, S&P og Fitch Ratings myndu koma með fyrstu flugvél, því þeir hafa jú misst eitthvað úr aski sínum. Meginreglan er sú, að sá sem hefur bestu glærugerðarmennina og stærsta efnahagsreikninginn fær hæstu einkunn eins og gamla Kaupþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi ofangreindu matsfyrirtæki gefa skuldabréfum, fjármálaafurðum, fyrirtækjum, bönkum ,ríkjum o.s.frv. matseinkunnir. Öll þessi matsfyrirtæki eiga sameiginlegt að vera rekinn fyrir hámarksávöxtun hluthafa sinna og eru hlutafélög á almennum hlutabréfamarkaði. Moody"s Corp er skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Standard & Poors er partur af McGraw Hill Companies, útgáfurisans sem gefur m.a. út BusinessWeek. McGraw Hill er einnig skráð á New York Stock Exchange (NYSE). Fitch Ratings er í meirihluta eigu Fimalacs, sem er skráð á kauphöllina í París. Hvernig vinna þessi matsfyrirtæki og fyrir hverja? Matsfyrirtækin vinna eftir pöntunum, þ.a.l. fyrir alla sem vilja kaupa sér mat eða eikunn á einhverju. Þessi matsfyrirtæki leggja einkunnir á þjóðir og sjálfstæð ríki. Hver borgar fyrir það? Bankarnir okkar þrír sem fóru rúllandi á hausinn í október 2008 voru með öll þessi fyrirtæki í vinnu og borguðu matsfyrirtækjunum þremur hundruð milljóna á ári undanfarin ár, fyrir góðar einkunnir. Af hverju vöruðu ekki þessi fyrirtæki heimsbyggðina við þessum íslensku bönkum í tæka tíð? Gaman væri að fá að sjá sundurliðaðan reikning frá þeim fyrir íslensku bankana undanfarin 5 ár. Þessi þrjú matsfyrirtæki vinna fyrir OECD, ESB og öll lönd innan ESB. Einnig vinna öll matsfyrirtækin fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þannig að nú getur hverjum sýnst hvað í samskiptum okkar við þessi fyrirtæki. Einnig verð ég að benda á, að þessi sömu fyrirtæki eru ráðin til þess að gefa einkunnir og eða mat á lánshæfni á nýjum útgáfum hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum á skuldabréfum og öðrum verðbréfum sem bankar fara með í sölu. Þegar það er gert er, þá er kostnaðurinn iðulega settur inn í verðið og kúnninn situr uppi með kostnaðinn, án þess þó að vita af því. Ef bönkum var bent á af matsfyrirtækjunum að viðkomandi útgáfa væri hugsanlega of áhættusöm geta bankarnir keypt sér tryggingu hjá hinum ýmsu tryggingarfyrirtækjum sem selja slíka tryggingu og áhættan er minnkuð. Einnig er bönkum boðið að kaupa alls konar aukadót eins og rannsóknarvinnu, gagnabankaþjónustu, tölvuforrit og aðrar upplýsingar á uppsprengdu verði. þetta er kallað í bankaheiminum „soft money" sem útleggst á góðri íslensku mútur. Í dag er lánshæfismat þjóðarinnar lágt og þá eigum við að nota tækifærið og kaupa upp skuldir okkar erlendis á djúpum afslætti. Ef að stjórnvöld aftur á móti hafa miklar áhyggjur af lánshæfismati íslensku þjóðarinnar, vil ég benda þeim á að panta fund hjá þessum matsfyrirtækjum og byrja að borga fyrir góðar einkunnir ef þeir kæra sig um. Moody"s, S&P og Fitch Ratings myndu koma með fyrstu flugvél, því þeir hafa jú misst eitthvað úr aski sínum. Meginreglan er sú, að sá sem hefur bestu glærugerðarmennina og stærsta efnahagsreikninginn fær hæstu einkunn eins og gamla Kaupþing.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar