Jaleesa Butler var hetja Hamars sem vann góðan þriggja stiga sigur á Keflavík í æsispennandi leik í kvöld, 72-69.
Butler fór fyrir sínu liði á lokasprettinum og skoraði fjögur síðustu stig leiksins.
Keflavík hafði haft undirtökin í leiknum en Hamar sneri honum sér í vil með góðum spretti í upphafi fjórða leikhluta.
Butler skoraði 29 stig og tók tíu fráköst fyrir Hamar og Kristrún Sigurjónsdóttir var með sautján stig.
Hjá Keflavík var Jacquline Adamshick með 28 stig og 23 fráköst. Bryndís Guðmundsdóttir kom næst með sautján stig.
Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi í kvöld.
Butler tryggði Hamar sigur í Keflavík
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn