Stórbrotinn sigur íslenska U-21 árs liðsins á Þjóðverjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2010 18:06 Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu fór á kostum í Kaplakrika í dag er það kjöldróg eitt sterkasta lið Evrópu, Þýskaland, í undankeppni EM. Ísland er komið með átta stiga forskot á Þýskaland í riðlinum og á annað sætið nokkuð víst. Liðið getur enn unnið riðilinn þess utan. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins fimm mínútna leik. Jón Guðni Fjóluson átti þá magnaða sendingu upp hægri kantinn á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi kom boltanum fyrir þar sem Birkir Bjarnason var mættur og afgreiddi boltann smekklega í netið. Frábærlega gert hjá íslenska liðinu. Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en færin voru Íslendinga. Íslenska liðið fékk tvö góð færi í viðbót sem þeim tókst ekki að nýta. Eina alvöru hættan sem Þjóðverjar sköpuðu var í uppbótartíma hálfleiksins er Haraldur varði þrumuskot Þjóðverja af löngu færi. Það tók Þjóðverja ekki langan tíma að jafna leikinn í síðari hálfleik því eftir rúmlega þriggja mínútna leik jafnaði Kevin Grosskreutz leikinn fyrir Þjóvðerja. Hann fékk þá sendingu á fjærstöng þar sem hann var óvaldaður og skoraði frekar auðveldlega. Það mark kveikti síðan í íslenska liðinu. Gylfi Þór fiskaði aukaspyrnu af harðfylgi rétt fyrir utan teig. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði með glæsilegri spyrnu upp í hornið. Algjörlega óverjandi. Aðeins mínútu síðar fékk Kolbeinn Sigþórsson laglega stungusendingu inn fyrir vörn þýska liðsins. Markvörðurinn kom út á móti og Kolbeinn varð að lyfta boltanum yfir hann. Það gerði hann listilega vel því boltinn sigldi örugglega yfir markvörðinn og þaðan í netið. 3-1 fyrir Ísland. Veislunni var ekki lokið því sex mínútum fyrir leikslok komst Alfreð Finnbogason inn í slaka sendingu varnarmanns Þjóðverja sem ætlaði að gefa á markvörðinn sinn. Alfreð þakkaði pent fyrir með því að leika á markvörðinn og skora í tóm markið. Ótrúlegur sigur íslenska liðsins sem hefur skilið Þjóðverja eftir í riðlinum og á virkilega góðan möguleika á því að komast í lokakeppni EM. Ísland-Þýskaland 4-11-0 Birkir Bjarnason (5.) 1-1 Kevin Grosskreutz (49.) 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson (53.) 3-1 Kolbeinn Sigþórsson (54.) 4-1 Alfreð Finnbogason (84.) Áhorfendur: 3.200. Dómari: Espen Berntsen, Noregi . Skot (á mark): 9-18 (8-7) Varin skot: Haraldur 6 - Sippel 4 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 9-18 Rangstöður: 0-9 Ísland (4-5-1)Haraldur Björnsson Skúli Jón Friðgeirsson Jón Guðni Fjóluson Hólmar Örn Eyjólfsson kristinn Jónsson Bjarni Þór Viðarsson Eggert Gunnþór Jónsson Birkir Bjarnason (79., Guðlaugur Victor Pálsson) Gylfi Þór Sigurðsson Jóhann Berg Guðmundsson (85., Andrés Már Jóhannesson) Kolbeinn Sigþórsson (72., Alfreð Finnbogason) Íslenski boltinn Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15 Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45 Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu fór á kostum í Kaplakrika í dag er það kjöldróg eitt sterkasta lið Evrópu, Þýskaland, í undankeppni EM. Ísland er komið með átta stiga forskot á Þýskaland í riðlinum og á annað sætið nokkuð víst. Liðið getur enn unnið riðilinn þess utan. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins fimm mínútna leik. Jón Guðni Fjóluson átti þá magnaða sendingu upp hægri kantinn á Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi kom boltanum fyrir þar sem Birkir Bjarnason var mættur og afgreiddi boltann smekklega í netið. Frábærlega gert hjá íslenska liðinu. Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en færin voru Íslendinga. Íslenska liðið fékk tvö góð færi í viðbót sem þeim tókst ekki að nýta. Eina alvöru hættan sem Þjóðverjar sköpuðu var í uppbótartíma hálfleiksins er Haraldur varði þrumuskot Þjóðverja af löngu færi. Það tók Þjóðverja ekki langan tíma að jafna leikinn í síðari hálfleik því eftir rúmlega þriggja mínútna leik jafnaði Kevin Grosskreutz leikinn fyrir Þjóvðerja. Hann fékk þá sendingu á fjærstöng þar sem hann var óvaldaður og skoraði frekar auðveldlega. Það mark kveikti síðan í íslenska liðinu. Gylfi Þór fiskaði aukaspyrnu af harðfylgi rétt fyrir utan teig. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði með glæsilegri spyrnu upp í hornið. Algjörlega óverjandi. Aðeins mínútu síðar fékk Kolbeinn Sigþórsson laglega stungusendingu inn fyrir vörn þýska liðsins. Markvörðurinn kom út á móti og Kolbeinn varð að lyfta boltanum yfir hann. Það gerði hann listilega vel því boltinn sigldi örugglega yfir markvörðinn og þaðan í netið. 3-1 fyrir Ísland. Veislunni var ekki lokið því sex mínútum fyrir leikslok komst Alfreð Finnbogason inn í slaka sendingu varnarmanns Þjóðverja sem ætlaði að gefa á markvörðinn sinn. Alfreð þakkaði pent fyrir með því að leika á markvörðinn og skora í tóm markið. Ótrúlegur sigur íslenska liðsins sem hefur skilið Þjóðverja eftir í riðlinum og á virkilega góðan möguleika á því að komast í lokakeppni EM. Ísland-Þýskaland 4-11-0 Birkir Bjarnason (5.) 1-1 Kevin Grosskreutz (49.) 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson (53.) 3-1 Kolbeinn Sigþórsson (54.) 4-1 Alfreð Finnbogason (84.) Áhorfendur: 3.200. Dómari: Espen Berntsen, Noregi . Skot (á mark): 9-18 (8-7) Varin skot: Haraldur 6 - Sippel 4 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 9-18 Rangstöður: 0-9 Ísland (4-5-1)Haraldur Björnsson Skúli Jón Friðgeirsson Jón Guðni Fjóluson Hólmar Örn Eyjólfsson kristinn Jónsson Bjarni Þór Viðarsson Eggert Gunnþór Jónsson Birkir Bjarnason (79., Guðlaugur Victor Pálsson) Gylfi Þór Sigurðsson Jóhann Berg Guðmundsson (85., Andrés Már Jóhannesson) Kolbeinn Sigþórsson (72., Alfreð Finnbogason)
Íslenski boltinn Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15 Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45 Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Ísland nánast öruggt með sæti í umspili um laust sæti á EM Aðeins átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitil undir 21 árs liða í Danmörku á næsta ári. Heimamenn fá sjálfkrafa þátttökurétt á mótinu en Ísland er í góðri stöðu eftir frábæran sigur á Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 18:15
Bjarni: Allt sem við lögðum upp með gekk upp Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var kampakátur eftir 4-1 sigurinn á Þjóðverjum í dag. Sigurinn fer langt með að tryggja Ísland í umspilsleiki um laust sæti á EM á næsta ári. 11. ágúst 2010 19:45
Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu "Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag. 11. ágúst 2010 19:06