Bábiljur eða bjargráð 22. október 2010 06:00 Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fer stundum frjálslega með staðreyndir þegar hún ver gjörðir sínar í skipulagsmálum. Nú staðhæfir þessi mæta kona að hálfs árs dráttur hennar á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag sveitarfélagsins Ölfuss sé eðlileg stjórnsýsla. Var ekki umhverfisráðherra nákvæmlega jafn vanhæfur í apríl þegar málið kom inn á borð í ráðuneytinu og hann lýsir sig loks vera um síðustu mánaðarmót? Forvígismenn skipulagsmála Ölfuss, og skipulagsfulltrúar um land allt, benda á að ráðherra bar að afgreiða málið eigi síðar en í júní, að framkomnum athugasemdum, enda er frestur samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu 30 dagar. Vert er árétta að enginn er að biðja ráðherra um afslátt af lögboðnum ferlum, einungis að hann ræki skyldur sínar og vinni vinnuna sína. Ég efa ekki að ráðherra vill standa fast á gildismati Vinstri-grænna og finnst nokkru til fórnandi. Hins vegar er ástandið hér á landi bara svo grafalvarlegt að stjórnmálamenn verða að hefja sig yfir pólitíska bókstafstrú og horfast í augu við raunveruleikann upp á nýtt. Við blasir að þúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja eru aðfram komnar af tekjumissi og skuldaklafa. Þeirra helsta bjargráð er tafarlaus endurreisn íslensks atvinnulífs með fjölda nýrra starfa og þeirri innspýtingu í hagkerfið sem hrífur menn úr deyfð og drunga. Til þess þarf að nýta gjöfular orkulindir. Sérstaklega er ástandið alvarlegt hér á Suðurnesjum þar sem 30 til 40% heimila eiga í alvarlegum vanda. Tekjulítið eða tekjulaust fólk horfir fram á holskeflu nauðungaruppboða og engist í þessu ástandi, að ónefndum þeim fjölda fyrirtækja sem eru að leggja árar í bát. Þetta fólk setur fyrst og fremst traust sitt á að álver í Helguvík með sínum 2000 störfum fái að rísa í friði fyrir þeim sem reyna leynt og ljóst að tefja eða koma í veg fyrir uppbyggingu þess. Íslensk álver eru einhver þau umhverfisvænstu í heimi. Þau hafa reynst mikilvægir máttarstólpar í samfélaginu og skapa þúsundum Íslendinga örugga og góða afkomu. Höfum hugfast að það eru tekjurnar af álverum en ekki álverin sjálf sem skipta máli fyrir þjóðina. Ef takast á að endurreisa íslenskt samfélag verða stjórmálamenn að taka saman höndum við atvinnulífið og launþegahreyfinguna og setja atvinnusköpun í raunverulegan forgang. Bjargráð og mannsæmandi lífskjör hljóta að vera verðugra viðfangsefni en pólitískar kreddur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, fer stundum frjálslega með staðreyndir þegar hún ver gjörðir sínar í skipulagsmálum. Nú staðhæfir þessi mæta kona að hálfs árs dráttur hennar á að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag sveitarfélagsins Ölfuss sé eðlileg stjórnsýsla. Var ekki umhverfisráðherra nákvæmlega jafn vanhæfur í apríl þegar málið kom inn á borð í ráðuneytinu og hann lýsir sig loks vera um síðustu mánaðarmót? Forvígismenn skipulagsmála Ölfuss, og skipulagsfulltrúar um land allt, benda á að ráðherra bar að afgreiða málið eigi síðar en í júní, að framkomnum athugasemdum, enda er frestur samkvæmt eðlilegri stjórnsýslu 30 dagar. Vert er árétta að enginn er að biðja ráðherra um afslátt af lögboðnum ferlum, einungis að hann ræki skyldur sínar og vinni vinnuna sína. Ég efa ekki að ráðherra vill standa fast á gildismati Vinstri-grænna og finnst nokkru til fórnandi. Hins vegar er ástandið hér á landi bara svo grafalvarlegt að stjórnmálamenn verða að hefja sig yfir pólitíska bókstafstrú og horfast í augu við raunveruleikann upp á nýtt. Við blasir að þúsundir íslenskra heimila og fyrirtækja eru aðfram komnar af tekjumissi og skuldaklafa. Þeirra helsta bjargráð er tafarlaus endurreisn íslensks atvinnulífs með fjölda nýrra starfa og þeirri innspýtingu í hagkerfið sem hrífur menn úr deyfð og drunga. Til þess þarf að nýta gjöfular orkulindir. Sérstaklega er ástandið alvarlegt hér á Suðurnesjum þar sem 30 til 40% heimila eiga í alvarlegum vanda. Tekjulítið eða tekjulaust fólk horfir fram á holskeflu nauðungaruppboða og engist í þessu ástandi, að ónefndum þeim fjölda fyrirtækja sem eru að leggja árar í bát. Þetta fólk setur fyrst og fremst traust sitt á að álver í Helguvík með sínum 2000 störfum fái að rísa í friði fyrir þeim sem reyna leynt og ljóst að tefja eða koma í veg fyrir uppbyggingu þess. Íslensk álver eru einhver þau umhverfisvænstu í heimi. Þau hafa reynst mikilvægir máttarstólpar í samfélaginu og skapa þúsundum Íslendinga örugga og góða afkomu. Höfum hugfast að það eru tekjurnar af álverum en ekki álverin sjálf sem skipta máli fyrir þjóðina. Ef takast á að endurreisa íslenskt samfélag verða stjórmálamenn að taka saman höndum við atvinnulífið og launþegahreyfinguna og setja atvinnusköpun í raunverulegan forgang. Bjargráð og mannsæmandi lífskjör hljóta að vera verðugra viðfangsefni en pólitískar kreddur.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar