Framhaldsskólarnir 18. ágúst 2010 06:00 Þann 13. ágúst sl. skrifaði Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar Alþingis grein á pressan.is með heitinu „Endurskipulagning í menntakerfinu". Þar fjallar formaðurinn m.a. um aðferðir við niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólanna í tengslum við fjárlagagerðina fyrir árið 2011 og um stefnumótun til framtíðar fyrir skólastigið. Í greininni rifjar formaðurinn upp tillögur Samtaka atvinnulífsins um breytingar í framhaldsskólakerfinu frá því fyrr í sumar sem hún segist aðhyllast. Aðferðir við niðurskurð fyrir árið 2011Við innritun í framhaldsskólana hafa ólögráða nemendur og fatlaðir haft forgang bæði vegna ákvæða framhaldsskólalaganna en líka vegna niðurskurðar á fjárframlögum 2009 og 2010 til skólanna sem hefur komið fram í því að eldri nemendur hafa mætt afgangi við innritun. Þannig þurfti að synja tæplega 500 nemendum um skólavist í janúar á þessu ári vegna niðurskurðar. Ekki er vitað hvernig eldri nemendum reiddi af í innritun í sumar fyrir næsta skólaár en metaðsókn var að framhaldsskólunum.Formaðurinn vill að framhaldsskólarnir séu opnir öllum þeim sem þangað vilja sækja sem er mikilvægt menntapólitískt markmið og leggur til að fjármunir til þessa verði sóttir með því að minnka þjónustu við nemendur í bóklegum greinum og fækka kennslustundum á viku úr sex í fimm. Fjöldi kennslustunda í hægferðaráföngum, fornáms- og byrjunaráföngum og starfsnámi geti verið óbreyttur. Formaðurinn segir þessa sparnaðaraðferð ekki skaða nemendur en rökstyður það ekki. Sú skoðun er í besta falli byggð á óskhyggju en ekki á faglegum rannsóknum. Fækkun kennslustunda felur ennfremur í sér beint inngrip í kjarasamninga framhaldsskólakennara sem er andstætt forsendum stöðugleikasáttamála alls vinnumarkaðar, ríkis og sveitarfélaga frá júní 2009 sem kennarar eru aðilar að. Inngrip í kjarasamninga er ávísun á ófrið í skólunum sem við þurfum ekki á að halda núna. Þrengingar í framhaldsskólumNiðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla hefur valdið miklu bakslagi í getu þeirra til að halda uppi lögbundnu skólastarfi og eru þeir nú verr staddir en fyrir setningu framhaldsskólalaganna vorið 2008. Upplýsingar sýna að dregið hefur úr ýmiss konar aðstoð og stuðningi við nemendur og einnig hefur mikill niðurskurður orðið á námsframboði. Námshópar fara stækkandi sem felur í sér minni tíma til að sinna hverjum nemanda enda finna kennarar fyrir auknu starfsálagi og streitu eins og nýleg rannsókn sýnir. Skólarnir hafa þó reynt eftir bestu getu að halda uppi ráðgjöf og stoðþjónustu við nemendur og að bregðast við ákvæðum framhaldsskólalaganna um fræðsluskyldu ólögráða nemenda.Fyrr í sumar samþykkti Alþingi breytingar á framhaldsskólalögunum sem fresta fullri gildistöku þeirra til ársins 2015. Sú samþykkt endurspeglar að ekki eru til fjármunir til að framkvæma mikilvæg umbótaákvæði laganna sem miða að því að gera framhaldsskólann raunverulega fyrir alla og að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf úr framhaldsskóla. Stefnumótun til framtíðarSem stefnumótun til framtíðar fyrir framhaldsskólastigið vill formaðurinn stytta námstíma til stúdentsprófs í þrjú ár og tínir til athugasemdir úr tillögum SA: Ísland skeri sig frá nágrannalöndunum með sitt námsskipulag, minna brotthvarf verði frá námi, hærra menntunarstig náist og sparnaður verði til lengri tíma. Stytting námstíma ein og sér er hvorki menntastefna né forgangsmál í íslenskum skólamálum og óvíst er hvort styttingu fylgir án annarra ráðstafana minna brotthvarf frá námi eða að hærra menntunarstig náist. Í þessari sýn á skólamál sem er upphaflega komin frá spekingum Viðskiptaráðs var einblínt á einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs sem aðferð til að breyta námi og námskipulagi í framhaldsskólum. Þessi skerðing á námi var rædd á sínum tíma en vegin og léttvæg fundin með góðum rökum. Ég vona Samfylkingarinnar vegna að þar hafi raunverulega allt daður og dufl við frjálshyggju og hægri-kratisma verið lagt niður. Miklu frekar þarf að horfa á námstíma nemenda frá upphafi skólagöngu til lokaprófs úr framhaldsskóla enda eru slíkar hugmyndir taldar álitlegastar af fagfólki. Tveir framhaldsskólar, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, starfa nú sem tilraunaskólar um þróun nýrra framhaldsskólalaga með áherslu á nánari tengsl skólastiganna og sveigjanlegan námstíma til lokaprófs.Mikilvægast fyrir framhaldsskólann er að gerð verði áætlun til framtíðar fyrir skólastigið um endurheimt þess sem tekið hefur verið brott vegna niðurskurðar og vegna frestunar á umbótaáformum framhaldsskólalaganna. Hér er m.a. átt við aðgerðir til að auka tengsl skólastiganna, lögbundna og aukna ábyrgð stjórnvalda á skólagöngu nemenda, aðgerðir til að auka fjölbreytni náms og námsframboðs, ráðstafanir til þess að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf og aðgerðir til að auka velferð nemenda og bæta þjónustu við þá - ekki síst við þá sem standa höllum fæti.Núna þarf fyrst og fremst að verja skólagöngu og námsvist ungmenna á framhaldsskólaaldri fyrir frekari áföllum en orðin eru. Við það mun reyna á hina margumtöluðu forgangsröðun í ríkisfjármálunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þann 13. ágúst sl. skrifaði Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar Alþingis grein á pressan.is með heitinu „Endurskipulagning í menntakerfinu". Þar fjallar formaðurinn m.a. um aðferðir við niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólanna í tengslum við fjárlagagerðina fyrir árið 2011 og um stefnumótun til framtíðar fyrir skólastigið. Í greininni rifjar formaðurinn upp tillögur Samtaka atvinnulífsins um breytingar í framhaldsskólakerfinu frá því fyrr í sumar sem hún segist aðhyllast. Aðferðir við niðurskurð fyrir árið 2011Við innritun í framhaldsskólana hafa ólögráða nemendur og fatlaðir haft forgang bæði vegna ákvæða framhaldsskólalaganna en líka vegna niðurskurðar á fjárframlögum 2009 og 2010 til skólanna sem hefur komið fram í því að eldri nemendur hafa mætt afgangi við innritun. Þannig þurfti að synja tæplega 500 nemendum um skólavist í janúar á þessu ári vegna niðurskurðar. Ekki er vitað hvernig eldri nemendum reiddi af í innritun í sumar fyrir næsta skólaár en metaðsókn var að framhaldsskólunum.Formaðurinn vill að framhaldsskólarnir séu opnir öllum þeim sem þangað vilja sækja sem er mikilvægt menntapólitískt markmið og leggur til að fjármunir til þessa verði sóttir með því að minnka þjónustu við nemendur í bóklegum greinum og fækka kennslustundum á viku úr sex í fimm. Fjöldi kennslustunda í hægferðaráföngum, fornáms- og byrjunaráföngum og starfsnámi geti verið óbreyttur. Formaðurinn segir þessa sparnaðaraðferð ekki skaða nemendur en rökstyður það ekki. Sú skoðun er í besta falli byggð á óskhyggju en ekki á faglegum rannsóknum. Fækkun kennslustunda felur ennfremur í sér beint inngrip í kjarasamninga framhaldsskólakennara sem er andstætt forsendum stöðugleikasáttamála alls vinnumarkaðar, ríkis og sveitarfélaga frá júní 2009 sem kennarar eru aðilar að. Inngrip í kjarasamninga er ávísun á ófrið í skólunum sem við þurfum ekki á að halda núna. Þrengingar í framhaldsskólumNiðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla hefur valdið miklu bakslagi í getu þeirra til að halda uppi lögbundnu skólastarfi og eru þeir nú verr staddir en fyrir setningu framhaldsskólalaganna vorið 2008. Upplýsingar sýna að dregið hefur úr ýmiss konar aðstoð og stuðningi við nemendur og einnig hefur mikill niðurskurður orðið á námsframboði. Námshópar fara stækkandi sem felur í sér minni tíma til að sinna hverjum nemanda enda finna kennarar fyrir auknu starfsálagi og streitu eins og nýleg rannsókn sýnir. Skólarnir hafa þó reynt eftir bestu getu að halda uppi ráðgjöf og stoðþjónustu við nemendur og að bregðast við ákvæðum framhaldsskólalaganna um fræðsluskyldu ólögráða nemenda.Fyrr í sumar samþykkti Alþingi breytingar á framhaldsskólalögunum sem fresta fullri gildistöku þeirra til ársins 2015. Sú samþykkt endurspeglar að ekki eru til fjármunir til að framkvæma mikilvæg umbótaákvæði laganna sem miða að því að gera framhaldsskólann raunverulega fyrir alla og að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf úr framhaldsskóla. Stefnumótun til framtíðarSem stefnumótun til framtíðar fyrir framhaldsskólastigið vill formaðurinn stytta námstíma til stúdentsprófs í þrjú ár og tínir til athugasemdir úr tillögum SA: Ísland skeri sig frá nágrannalöndunum með sitt námsskipulag, minna brotthvarf verði frá námi, hærra menntunarstig náist og sparnaður verði til lengri tíma. Stytting námstíma ein og sér er hvorki menntastefna né forgangsmál í íslenskum skólamálum og óvíst er hvort styttingu fylgir án annarra ráðstafana minna brotthvarf frá námi eða að hærra menntunarstig náist. Í þessari sýn á skólamál sem er upphaflega komin frá spekingum Viðskiptaráðs var einblínt á einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs sem aðferð til að breyta námi og námskipulagi í framhaldsskólum. Þessi skerðing á námi var rædd á sínum tíma en vegin og léttvæg fundin með góðum rökum. Ég vona Samfylkingarinnar vegna að þar hafi raunverulega allt daður og dufl við frjálshyggju og hægri-kratisma verið lagt niður. Miklu frekar þarf að horfa á námstíma nemenda frá upphafi skólagöngu til lokaprófs úr framhaldsskóla enda eru slíkar hugmyndir taldar álitlegastar af fagfólki. Tveir framhaldsskólar, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, starfa nú sem tilraunaskólar um þróun nýrra framhaldsskólalaga með áherslu á nánari tengsl skólastiganna og sveigjanlegan námstíma til lokaprófs.Mikilvægast fyrir framhaldsskólann er að gerð verði áætlun til framtíðar fyrir skólastigið um endurheimt þess sem tekið hefur verið brott vegna niðurskurðar og vegna frestunar á umbótaáformum framhaldsskólalaganna. Hér er m.a. átt við aðgerðir til að auka tengsl skólastiganna, lögbundna og aukna ábyrgð stjórnvalda á skólagöngu nemenda, aðgerðir til að auka fjölbreytni náms og námsframboðs, ráðstafanir til þess að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf og aðgerðir til að auka velferð nemenda og bæta þjónustu við þá - ekki síst við þá sem standa höllum fæti.Núna þarf fyrst og fremst að verja skólagöngu og námsvist ungmenna á framhaldsskólaaldri fyrir frekari áföllum en orðin eru. Við það mun reyna á hina margumtöluðu forgangsröðun í ríkisfjármálunum.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun