Ríkið gæti komið út í plús af siglingunum 17. ágúst 2010 04:45 Vestmannaeyjar Samkvæmt samkomulagi Eimskipa og ríkisins getur skipafélagið ekki tapað á siglingunum til Eyja. Þetta samkomulag er þáttur í „opinni bók“, þar sem öll rekstrargögn verða gerð opinber ríkinu, til að auðvelda útboð seinna meir. Fréttablaðið/arnþór Þrátt fyrir að áætlaður árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við siglingar milli lands og Vestmannaeyja aukist með nýrri Landeyjahöfn er ekki loku fyrir það skotið að heildarkostnaður lækki, því ríkisstyrkir vegna áætlanaflugs til Eyja hafa verið aflagðir. Áætlaður kostnaður af siglingunum er 450 til 500 milljónir, en var í fyrra 400 milljónir, þótt þá hafi bæst við ófyrirséður kostnaður upp á 81 milljón, að sögn Kristínar H. Sigurbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Vegagerðinni. Miðað við þetta eykst kostnaður um 12,5 til 25 prósent milli ára. Á móti kemur að 130 milljónir, kostnaður stofnunarinnar vegna niðurgreiðslu flugmiða, sparast. Því gæti ríkið komið út í plús í það minnsta ef ekkert óvænt kemur upp á. „Það er gert ráð fyrir að greiða þurfi meira með nýju leiðinni, fyrst og fremst vegna þess að miðaverð er lægra,“ segir Kristín, og tekur þar undir með samgönguráðherra. Hún útskýrir lækkun fargjaldsins, úr 2.660 krónum í 1.000, með mun styttri siglingaleið. Einnig séu rútuferðir til Landeyjahafnar lengri og dýrari en til Þorlákshafnar og því meiri kostnaður fyrir vegfarendur af þeim, segir Kristín. En hvers vegna miðast fargjald ekki við raunverulegan kostnað? „Það er verið að niðurgreiða allar almenningssamgöngur af því að þær bera sig ekki. Það er pólitísk ákvörðun. Við reynum að hækka verð og lækka gjaldskrár til að draga úr kostnaði ríkisins, en það er auðvitað ekki vinsælt hjá notendum,“ segir hún. Miðað við hvernig gengið hefur í sumar að selja miðana er ólíklegt, að mati Kristínar, að kostnaðurinn aukist um fjórðung, eins og efri mörk áætlunarinnar segja til um. „Nei, sem betur fer gengur þetta betur en við þorðum að vona,“ segir hún, en tugir þúsunda hafa farið með Herjólfi síðan Landeyjahöfn var tekin í gagnið. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Þrátt fyrir að áætlaður árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við siglingar milli lands og Vestmannaeyja aukist með nýrri Landeyjahöfn er ekki loku fyrir það skotið að heildarkostnaður lækki, því ríkisstyrkir vegna áætlanaflugs til Eyja hafa verið aflagðir. Áætlaður kostnaður af siglingunum er 450 til 500 milljónir, en var í fyrra 400 milljónir, þótt þá hafi bæst við ófyrirséður kostnaður upp á 81 milljón, að sögn Kristínar H. Sigurbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Vegagerðinni. Miðað við þetta eykst kostnaður um 12,5 til 25 prósent milli ára. Á móti kemur að 130 milljónir, kostnaður stofnunarinnar vegna niðurgreiðslu flugmiða, sparast. Því gæti ríkið komið út í plús í það minnsta ef ekkert óvænt kemur upp á. „Það er gert ráð fyrir að greiða þurfi meira með nýju leiðinni, fyrst og fremst vegna þess að miðaverð er lægra,“ segir Kristín, og tekur þar undir með samgönguráðherra. Hún útskýrir lækkun fargjaldsins, úr 2.660 krónum í 1.000, með mun styttri siglingaleið. Einnig séu rútuferðir til Landeyjahafnar lengri og dýrari en til Þorlákshafnar og því meiri kostnaður fyrir vegfarendur af þeim, segir Kristín. En hvers vegna miðast fargjald ekki við raunverulegan kostnað? „Það er verið að niðurgreiða allar almenningssamgöngur af því að þær bera sig ekki. Það er pólitísk ákvörðun. Við reynum að hækka verð og lækka gjaldskrár til að draga úr kostnaði ríkisins, en það er auðvitað ekki vinsælt hjá notendum,“ segir hún. Miðað við hvernig gengið hefur í sumar að selja miðana er ólíklegt, að mati Kristínar, að kostnaðurinn aukist um fjórðung, eins og efri mörk áætlunarinnar segja til um. „Nei, sem betur fer gengur þetta betur en við þorðum að vona,“ segir hún, en tugir þúsunda hafa farið með Herjólfi síðan Landeyjahöfn var tekin í gagnið. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira