Aðildarumsókn er tímabær 15. júní 2010 06:00 Það er skynsamleg ákvörðun að Íslendingar leiti aðildar að Evrópusambandinu. Í EES erum við áhrifalaust annars flokks fylgiríki og sú staða er allsendis ófullnægjandi til lengdar. Í annan stað erum við um þessar mundir að taka nýja viðspyrnu til framtíðar eftir alvarlegt hrun. Því er einmitt tímabært að taka aðild að ESB inn í stefnumótun þjóðarinnar núna. Þetta gerum við sem frjáls og fullvalda þjóð. Þjóðin mun skera úr um þetta mál með þjóðaratkvæði að lyktum. Athugun á aðildarákvæðum annarra aðildarþjóða og á ýmsum ákvæðum aðalsáttmála ESB leiðir í ljós að miklar líkur eru til þess að hugsanlegur aðildarsamningur Íslands geti fullnægt óskum og kröfum þjóðarinnar. Margar fyrirmyndir og hliðstæður eru þegar fyrir hendi í samningum ESB sem benda til þess að réttindum og hagsmunum okkar á sviði fullveldis, gjaldmiðils, sjávarútvegs og landbúnaðar megi fyllilega mæta. Um þessar mundir takast Evrópuþjóðirnar á við mikinn efnahags- og fjármálavanda - líkt og Íslendingar og margar fleiri þjóðir. Forysta ESB virtist um sinn eiga erfitt með að ná samstöðu um aðgerðir, og líkur benda til að þessi vandræði taki langan tíma framundan. Að miklu leyti er hér um að ræða hliðstæðan eða sams konar vanda og Íslendingar eiga við að stríða, og varla verður séð að þessi vandræði breyti neinu um samskipti okkar við ESB eða um forsendur aðildarumsóknar. Aftur á móti virðist ljóst að margir hafa gert sér óraunhæfar væntingar um ESB og evruna. Af þeim sökum hafa margir orðið fyrir vonbrigðum og þessi vonbrigði eru að breiðast út. Gengi evrunnar hefur lækkað. Slíkt eflir samkeppnisstöðu Evrópulandanna, en reyndar er evran enn hærra skráð en var framan af. Kjarni evrunnar er Þýskaland, Benelúxlöndin og Frakkland. Til viðbótar skipta Ítalía, Spánn og Pólland mestu. Enginn bilbugur er á þessum þjóðum. Danska krónan er aðeins svæðisbundin fylgiútgáfa evrunnar, og breskir bankar eru aðilar að millibankamarkaði evrópska seðlabankans í Frankfurt. Mikið hefur verið rætt og ritað um vanda Grikkja. Staða Grikkja er hörmulegt dæmi fyrir okkur sem erum þjóðernissinnar og viljum taka málstað smáþjóðanna. Þeir geta engum öðrum um kennt, hvorki ESB né evrunni. Íslendingar hafa langa og sára reynslu af svipuðum vandamálum frá síðustu öld. Þá fékk íslenskur almenningur kjaraskerðingarnar „sjálfkrafa“ yfir sig með gengisfellingum og óðaverðbólgu. Stjórnvöldin börðust við að „læsa kaupmáttinn inni“ og hindra fólkið í því að geta nýtt sér innfluttar vörur eða ferðast. Því miður hafa Grikkir frestað aðgerðum og safnað botnlausum skuldum. Þeir njóta þess þó nú að ESB hefur ákveðið að veita þeim mikla aðstoð. Án aðildar að ESB hefði slíkt ekki átt sér stað. Vonandi leiðir þetta þó ekki til þess að allir treysti á björgun „stóra bróður“ í framtíðinni. En ljóst má vera að ESB mun herða skrúfurnar í sameiginlegu reglukerfi til þess að forðast slíkar ógöngur í framtíðinni. Evran er varla orðin áratugargömul, og menn geta lært ýmislegt af því að bera vanda Grikkja saman við vandræðin sem Kalifornía glímir við um þessar mundir. Í Grikklandi brennur einn runni en Kalifornía er skógareldur. Haustið 2008 gerðu margir ráð fyrir því að evrusamstarfið myndi liðast sundur á nokkrum mánuðum. Reynslan hefur orðið þveröfug. Margt bendir til þess að Evrópumenn séu að vakna af værum væntingum til vitundar um nauðsynlega framtíðarstefnu. Slíkt er tímabært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Skoðanir Skoðun Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Það er skynsamleg ákvörðun að Íslendingar leiti aðildar að Evrópusambandinu. Í EES erum við áhrifalaust annars flokks fylgiríki og sú staða er allsendis ófullnægjandi til lengdar. Í annan stað erum við um þessar mundir að taka nýja viðspyrnu til framtíðar eftir alvarlegt hrun. Því er einmitt tímabært að taka aðild að ESB inn í stefnumótun þjóðarinnar núna. Þetta gerum við sem frjáls og fullvalda þjóð. Þjóðin mun skera úr um þetta mál með þjóðaratkvæði að lyktum. Athugun á aðildarákvæðum annarra aðildarþjóða og á ýmsum ákvæðum aðalsáttmála ESB leiðir í ljós að miklar líkur eru til þess að hugsanlegur aðildarsamningur Íslands geti fullnægt óskum og kröfum þjóðarinnar. Margar fyrirmyndir og hliðstæður eru þegar fyrir hendi í samningum ESB sem benda til þess að réttindum og hagsmunum okkar á sviði fullveldis, gjaldmiðils, sjávarútvegs og landbúnaðar megi fyllilega mæta. Um þessar mundir takast Evrópuþjóðirnar á við mikinn efnahags- og fjármálavanda - líkt og Íslendingar og margar fleiri þjóðir. Forysta ESB virtist um sinn eiga erfitt með að ná samstöðu um aðgerðir, og líkur benda til að þessi vandræði taki langan tíma framundan. Að miklu leyti er hér um að ræða hliðstæðan eða sams konar vanda og Íslendingar eiga við að stríða, og varla verður séð að þessi vandræði breyti neinu um samskipti okkar við ESB eða um forsendur aðildarumsóknar. Aftur á móti virðist ljóst að margir hafa gert sér óraunhæfar væntingar um ESB og evruna. Af þeim sökum hafa margir orðið fyrir vonbrigðum og þessi vonbrigði eru að breiðast út. Gengi evrunnar hefur lækkað. Slíkt eflir samkeppnisstöðu Evrópulandanna, en reyndar er evran enn hærra skráð en var framan af. Kjarni evrunnar er Þýskaland, Benelúxlöndin og Frakkland. Til viðbótar skipta Ítalía, Spánn og Pólland mestu. Enginn bilbugur er á þessum þjóðum. Danska krónan er aðeins svæðisbundin fylgiútgáfa evrunnar, og breskir bankar eru aðilar að millibankamarkaði evrópska seðlabankans í Frankfurt. Mikið hefur verið rætt og ritað um vanda Grikkja. Staða Grikkja er hörmulegt dæmi fyrir okkur sem erum þjóðernissinnar og viljum taka málstað smáþjóðanna. Þeir geta engum öðrum um kennt, hvorki ESB né evrunni. Íslendingar hafa langa og sára reynslu af svipuðum vandamálum frá síðustu öld. Þá fékk íslenskur almenningur kjaraskerðingarnar „sjálfkrafa“ yfir sig með gengisfellingum og óðaverðbólgu. Stjórnvöldin börðust við að „læsa kaupmáttinn inni“ og hindra fólkið í því að geta nýtt sér innfluttar vörur eða ferðast. Því miður hafa Grikkir frestað aðgerðum og safnað botnlausum skuldum. Þeir njóta þess þó nú að ESB hefur ákveðið að veita þeim mikla aðstoð. Án aðildar að ESB hefði slíkt ekki átt sér stað. Vonandi leiðir þetta þó ekki til þess að allir treysti á björgun „stóra bróður“ í framtíðinni. En ljóst má vera að ESB mun herða skrúfurnar í sameiginlegu reglukerfi til þess að forðast slíkar ógöngur í framtíðinni. Evran er varla orðin áratugargömul, og menn geta lært ýmislegt af því að bera vanda Grikkja saman við vandræðin sem Kalifornía glímir við um þessar mundir. Í Grikklandi brennur einn runni en Kalifornía er skógareldur. Haustið 2008 gerðu margir ráð fyrir því að evrusamstarfið myndi liðast sundur á nokkrum mánuðum. Reynslan hefur orðið þveröfug. Margt bendir til þess að Evrópumenn séu að vakna af værum væntingum til vitundar um nauðsynlega framtíðarstefnu. Slíkt er tímabært.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun