Réttlæti fyrir alla Tryggvi Gíslason skrifar 29. október 2010 06:00 Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið, þarf að leysa skuldavanda heimilanna strax. Heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og standa undir rekstri þess. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa vandann: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasamtök, lífeyrissjóðir, samtök atvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmanns skuldara og talsmanns neytenda. Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um 20% er talinn nema ríflega 200 milljörðum króna. Spurt er, hvort - og hvernig greiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagst sammála niðurfærslu ef benda megi á hvar finna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn. Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinn skal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna, með hagnaði lífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísitölu síðan í maí 2008 og með greiðslum úr ríkissjóði. Rökin eru þessi: Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna á þriðjungsverði, en innheimta skuldirnar að fullu. Þeir eiga að gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna. Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50 milljörðum við almenna lækkun á húsnæðisskuldum heimilanna og muni sligast undan. Auk þess fái lífeyrisþegar stórlækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er á það minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalan var ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan í kjölfarið færði þeim stórfelldan hagnað - meðan heimilunum blæddi. Má ætla að framlag lífeyrissjóðanna til lækkunar skulda sé innan við fjórðungur af því. Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjú prósent af heildareignum lífeyrissjóða en eignirnar nema hátt á annað þúsund milljörðum. Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engar athugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjármálaráðherra heimild með neyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtaka bankana svo að þeir gætu staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum. Enginn greinarmunur var gerður á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinum sem áttu tugi eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður getur skattlagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargar heimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði. Að lokum: Réttlæti er fyrir alla - ekki aðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ef sátt á að verða í samfélaginu eftir hrunið, þarf að leysa skuldavanda heimilanna strax. Heimilin eru hornsteinn þjóðfélagsins og standa undir rekstri þess. Allir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa vandann: Alþingi, ríkisstjórn, launþegasamtök, lífeyrissjóðir, samtök atvinnulífsins og fjármálastofnanir auk samtaka heimilanna, umboðsmanns skuldara og talsmanns neytenda. Kostnaður við almenna lækkun skulda heimilanna um 20% er talinn nema ríflega 200 milljörðum króna. Spurt er, hvort - og hvernig greiða skuli kostnaðinn. Nú síðast hefur Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagst sammála niðurfærslu ef benda megi á hvar finna skuli fé til þess að greiða kostnaðinn. Þessu skal ég svara þeim góða manni. Kostnaðinn skal greiða á þrjá vegu: með hluta af hagnaði nýju bankanna, með hagnaði lífeyrissjóðanna vegna hækkunar á vísitölu síðan í maí 2008 og með greiðslum úr ríkissjóði. Rökin eru þessi: Nýju bankarnir fengu eignir gömlu bankanna á þriðjungsverði, en innheimta skuldirnar að fullu. Þeir eiga að gefa eftir hluta af þessum hagnaði sínum til heimilanna. Talið er að lífeyrissjóðirnir verði af 30 til 50 milljörðum við almenna lækkun á húsnæðisskuldum heimilanna og muni sligast undan. Auk þess fái lífeyrisþegar stórlækkaðan lífeyri í framtíðinni. Ekki er á það minnst að sjóðirnir högnuðust á annað hundrað milljarða á því að vísitalan var ekki fryst vorið 2008 og verðbólgan í kjölfarið færði þeim stórfelldan hagnað - meðan heimilunum blæddi. Má ætla að framlag lífeyrissjóðanna til lækkunar skulda sé innan við fjórðungur af því. Bent skal á að 50 milljarðar eru innan við þrjú prósent af heildareignum lífeyrissjóða en eignirnar nema hátt á annað þúsund milljörðum. Í þriðja lagi er það ríkissjóður, sem leggja skal fram fé til þess að lækka skuldir heimilanna. Engar athugasemdir voru gerðar þegar þingmenn veittu fjármálaráðherra heimild með neyðarlögunum 2008 til að reiða fram fé úr ríkissjóði til þess að yfirtaka bankana svo að þeir gætu staðið við skuldbindingar gagnvart innstæðueigendum. Enginn greinarmunur var gerður á þeim sem áttu þrjár milljónir króna og hinum sem áttu tugi eða hundruð milljarða króna í bönkunum. Ríkissjóður getur skattlagt þetta fé stóreignafólks til þess að mæta greiðslum til bjargar heimilunum, fé sem bjargað var að fullu með fé úr ríkissjóði. Að lokum: Réttlæti er fyrir alla - ekki aðeins þá sem hafa völd og áhrif og eiga milljarða í fasteignum og lausu fé.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun