Agnes og Halldór 8. júlí 2010 06:00 Sóley Tómasdóttir var kölluð kvenfasisti fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ég hélt að þetta væri einsdæmi. Sá sem skrifaði svona um Sóleyju var Agnes Bragadóttir sem mun enn vera blaðamaður við Morgunblaðið. Nú hefur nýr maður ákveðið að feta í fótspor Agnesar Bragadóttur. Hann heitir Halldór Jónsson og er einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann kallar umhverfisráðherrann umhverfisfasista og meinvætt. Nú vill svo til að málið er skylt undirrituðum en engu að síður leyfir hann sér að spyrja: Er þetta viti borin eðlileg og viðurkennd umræðuaðferð á Íslandi? Ekki hefur undirritaður orðið var við að neinum hafi blöskrað sem bendir til þess reyndar að enginn eða fáir taki mark á þessum ofbeldisöflum orðsins á Íslandi um þessar mundir. En það breytir ekki því að þessi umræðustíll er fyrir neðan allar hellur og það er fráleitt að láta sem ekkert sé. Hér er verið að jafna þessum tveimur kvenskörungum til verstu stjórnmálaafla sögunnar. Ég veit að það er ekki sanngjarnt. Ég veit líka að flokkssystkinum þessara einstaklinga, Agnesar og Halldórs, blöskrar þessi málflutningur. Svona talar reyndar fólk sem er illa innrætt eða fólk sem er í vörn. Ég hallast að því síðastnefnda; að þessir einstaklingar séu í vörn og þau finni það en geri sér ekki grein fyrir því. Umhverfisfasisti og meinvættur var konan kölluð af því að hún vill koma skipulagi á notkun lúpínu. Heilu byggðarlögin eru að breytast í lúpínubreiður þar sem áður var lággróður norðurslóða. Rjúpnastofninn í Hrísey er á flótta. Bæjarstjórnir hafa ákveðið að grípa til róttækra ráðstafana. Þá ætla bandamenn Halldórs Jónssonar að ærast; hvað er að? Væri hægt að biðja um hófstillta útskýringu á því hvers vegna ofsinn er svona yfirgengilegur? Á undanförnum misserum hef ég orðið var við allsérkennilegar og rætnar persónulegar árásir. Að skoða þær er líkast því að sjá ofan í opin holræsi; fnykurinn er eftir því. Fyrir mörgum áratugum var ákveðið að loka holræsum af tillitssemi við mannkynið. Nú er sums staðar verið að opna þau á vefnum. Óþverrinn liðast fram engum til geðs. En þær konur sem hér hafa verið nefndar mega reyndar vera stoltar af subbuskapnum í þeirra garð; margt bendir til þess að það sé eins og viðurkenning að þessi flokkssystkini varpi á mann orði. Þau Agnes og Halldór. En það væri samt betra að talast við með rökum en ekki ruddaskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sóley Tómasdóttir var kölluð kvenfasisti fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ég hélt að þetta væri einsdæmi. Sá sem skrifaði svona um Sóleyju var Agnes Bragadóttir sem mun enn vera blaðamaður við Morgunblaðið. Nú hefur nýr maður ákveðið að feta í fótspor Agnesar Bragadóttur. Hann heitir Halldór Jónsson og er einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann kallar umhverfisráðherrann umhverfisfasista og meinvætt. Nú vill svo til að málið er skylt undirrituðum en engu að síður leyfir hann sér að spyrja: Er þetta viti borin eðlileg og viðurkennd umræðuaðferð á Íslandi? Ekki hefur undirritaður orðið var við að neinum hafi blöskrað sem bendir til þess reyndar að enginn eða fáir taki mark á þessum ofbeldisöflum orðsins á Íslandi um þessar mundir. En það breytir ekki því að þessi umræðustíll er fyrir neðan allar hellur og það er fráleitt að láta sem ekkert sé. Hér er verið að jafna þessum tveimur kvenskörungum til verstu stjórnmálaafla sögunnar. Ég veit að það er ekki sanngjarnt. Ég veit líka að flokkssystkinum þessara einstaklinga, Agnesar og Halldórs, blöskrar þessi málflutningur. Svona talar reyndar fólk sem er illa innrætt eða fólk sem er í vörn. Ég hallast að því síðastnefnda; að þessir einstaklingar séu í vörn og þau finni það en geri sér ekki grein fyrir því. Umhverfisfasisti og meinvættur var konan kölluð af því að hún vill koma skipulagi á notkun lúpínu. Heilu byggðarlögin eru að breytast í lúpínubreiður þar sem áður var lággróður norðurslóða. Rjúpnastofninn í Hrísey er á flótta. Bæjarstjórnir hafa ákveðið að grípa til róttækra ráðstafana. Þá ætla bandamenn Halldórs Jónssonar að ærast; hvað er að? Væri hægt að biðja um hófstillta útskýringu á því hvers vegna ofsinn er svona yfirgengilegur? Á undanförnum misserum hef ég orðið var við allsérkennilegar og rætnar persónulegar árásir. Að skoða þær er líkast því að sjá ofan í opin holræsi; fnykurinn er eftir því. Fyrir mörgum áratugum var ákveðið að loka holræsum af tillitssemi við mannkynið. Nú er sums staðar verið að opna þau á vefnum. Óþverrinn liðast fram engum til geðs. En þær konur sem hér hafa verið nefndar mega reyndar vera stoltar af subbuskapnum í þeirra garð; margt bendir til þess að það sé eins og viðurkenning að þessi flokkssystkini varpi á mann orði. Þau Agnes og Halldór. En það væri samt betra að talast við með rökum en ekki ruddaskap.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar