Mér stekkur ekki bros á vör! Frímann Gunnarsson skrifar 17. maí 2010 14:14 Kæru kjósendur, nú get ég ekki lengur orða bundist, hversu langt á þetta svokallaða "grín" að ganga? Því miður vita ekki allir hvar takmörk þeirra liggja og þess þá heldur hvar styrkur þeirra liggur. Nú erum við Íslendingar að verða vitni að stórkostlegu ofmati eins meðbræðra okkar, einmitt í þeim dúr. "Grínarinn" Jón Gnarr (einkennilegt nafn…útlendingur?) æðir fram á völl stjórnmálanna þessa dagana með miklu offorsi í nafni flokks sem er í besta falli rangnefni, í versta falli léleg tilraun til þess að vera fyndinn. Téður Jón er einna helst þekktur hér á landi fyrir ansi svæsin húmor, þar sem hann hefur göslast áfram, ólærður, með einkennilegt skopskyn þar sem ekkert er heilagt og "brandararnir" hafa engan endapunkt (punchline) eins og allir vita að brandarar eiga að hafa! Það er einmitt málið. Þar stendur hnífurinn í kúnni… maður veit aldrei hvort hann sé að grínast eður ei! Er þetta allt saman eitt stórt grín? Þá er komið að stóru spurningunni, hverjum er verið að gera grín að? Ég má til með að benda á að það er aldeilis ekki gaman að vera skotspónn óvandaðra "grínara", það þekki ég alltof vel. Mér rennur í grun að gríninu sé beint að saklausum stjórnmálamönnum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu almennings í ólgusjó erlends fjármálaofviðris. Þetta fólk hefur látið hugsjónir drífa sig áfram, þótt auðvitað hafi það þurft að gera málamiðlanir á leiðinni, því annars hefði það ekki komist í áhrifastöður. Það hefur auðvitað þurft að spila eftir vissum leikreglum, leikreglum stjórnmálanna, eins og það er orðað svo vel í enskunni "it's a mean to an end." Að vera í ábyrgðastöðu í stjórnmálum er langt því frá að vera auðvelt starf, því auðvitað þarf ósjaldan að taka erfiðar ákvarðanir sem hafa með gríðarlega hagsmuni að gera, sem almenningur hefur sjaldnast nokkuð vit á. Af hreinni ósérhlífni hafa stjórnmálamenn því ekkert verið að angra almenning með flóknu tali um flókin mál. Sir Winston Churchill sagði eitt sinn: "Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við óbreyttan kjósanda." Við getum litið á stjórnmálamann sem fjárhirði sem veit hvaða leið hann á að reka féið sitt… þannig á það að vera, ekki öfugt! J. Gnarr og hans kónar beita lýðskrumi, tónlistarmyndböndum og ódýrum húmor (ef húmor má kalla) til þess að umpóla þessu rótgróna kerfi sem hefur sannað sig aftur og aftur. Hvernig haldiði að það myndi enda ef leikskólabörnin héldu allt í einu að þau gætu rekið leikskólann og færu að segja fóstrunum til (myndlíking)? Hvar værum við stödd ef ekki hefðu verið fagleg og hárnákvæm viðbrögð þegar erlenda fjármálafárviðrið skall á Íslandsströndum? Að gera grín að því góða fólki sem hefur staðið í framlínunni er ekkert annað en einelti. Í "húmors" nafni! Einelti af verstu sort. Hvernig þætti Gnarr of félögum að bragða á eigin meðölum, svona til þess að finna hvernig það er að vera hinum megin við (b)orðið? Ég ætla að gera litla tilraun og skella fram einum vel úthugsuðum brandara á þeirra kostnað og sjá hvort þeim svíði ekki undan… Bill Clinton, Margaret Thatcher og Jón Gnarr hittust við Gullna Hliðið og vildu öll fá inngöngu. Lykla Pétur kom til dyra og sagði að það væri því miður aðeins pláss fyrir tvo. En þar sem þau væru nú öll stjórnmálamenn þá fengju þau öll eitt tækifæri til þess að tala sig inn. Bill Clinton og Margaret Thatcher komu bæði með fínar ræður þar sem þau fóru í grófum dráttum yfir það sem þau höfðu náð að afreka í lífinu. En þegar það kom að Jóni Gnarr þá sagði hann bara illskiljanlegan brandara um Jesú Krist og farsíma, sem skapaði vandræðalegt andrúmsloft hjá öllum viðstöddum. Það var því ekki að sökum að spyrja, Lykla Pétur bauð Clinton og Thatcher velkomin en skellti hliðinu gullna á nefið á Gnarr sem stóð eftir einn með kjánalegt glott á vör og umlaði með sjálfum sér "…en þetta var bara djók…" (reyniði að sjá fyrir ykkur kjánalegt glottið, því það styður við lokalínuna og gerir hana jafnvel enn fyndnari!) Hvernig ætli Jóni Gnarr líði að lesa svona grín á hans kostnað? Ég vona að hann taki þá tilfinningu sem kviknar í brjósti hans við þennan lestur og noti hana í þágu almennings og átti sig á því þegar hans vitjunartími er kominn. Eins vona ég að hann fari í skóla og læri eitthvað almennilegt fag, því ekki getur hann ætlast til þess að hann komist langt á fíflaskapnum einum saman! Með vinsemd og virðingu, Frímann Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Kæru kjósendur, nú get ég ekki lengur orða bundist, hversu langt á þetta svokallaða "grín" að ganga? Því miður vita ekki allir hvar takmörk þeirra liggja og þess þá heldur hvar styrkur þeirra liggur. Nú erum við Íslendingar að verða vitni að stórkostlegu ofmati eins meðbræðra okkar, einmitt í þeim dúr. "Grínarinn" Jón Gnarr (einkennilegt nafn…útlendingur?) æðir fram á völl stjórnmálanna þessa dagana með miklu offorsi í nafni flokks sem er í besta falli rangnefni, í versta falli léleg tilraun til þess að vera fyndinn. Téður Jón er einna helst þekktur hér á landi fyrir ansi svæsin húmor, þar sem hann hefur göslast áfram, ólærður, með einkennilegt skopskyn þar sem ekkert er heilagt og "brandararnir" hafa engan endapunkt (punchline) eins og allir vita að brandarar eiga að hafa! Það er einmitt málið. Þar stendur hnífurinn í kúnni… maður veit aldrei hvort hann sé að grínast eður ei! Er þetta allt saman eitt stórt grín? Þá er komið að stóru spurningunni, hverjum er verið að gera grín að? Ég má til með að benda á að það er aldeilis ekki gaman að vera skotspónn óvandaðra "grínara", það þekki ég alltof vel. Mér rennur í grun að gríninu sé beint að saklausum stjórnmálamönnum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu almennings í ólgusjó erlends fjármálaofviðris. Þetta fólk hefur látið hugsjónir drífa sig áfram, þótt auðvitað hafi það þurft að gera málamiðlanir á leiðinni, því annars hefði það ekki komist í áhrifastöður. Það hefur auðvitað þurft að spila eftir vissum leikreglum, leikreglum stjórnmálanna, eins og það er orðað svo vel í enskunni "it's a mean to an end." Að vera í ábyrgðastöðu í stjórnmálum er langt því frá að vera auðvelt starf, því auðvitað þarf ósjaldan að taka erfiðar ákvarðanir sem hafa með gríðarlega hagsmuni að gera, sem almenningur hefur sjaldnast nokkuð vit á. Af hreinni ósérhlífni hafa stjórnmálamenn því ekkert verið að angra almenning með flóknu tali um flókin mál. Sir Winston Churchill sagði eitt sinn: "Bestu rökin gegn lýðræði eru fimm mínútna samtal við óbreyttan kjósanda." Við getum litið á stjórnmálamann sem fjárhirði sem veit hvaða leið hann á að reka féið sitt… þannig á það að vera, ekki öfugt! J. Gnarr og hans kónar beita lýðskrumi, tónlistarmyndböndum og ódýrum húmor (ef húmor má kalla) til þess að umpóla þessu rótgróna kerfi sem hefur sannað sig aftur og aftur. Hvernig haldiði að það myndi enda ef leikskólabörnin héldu allt í einu að þau gætu rekið leikskólann og færu að segja fóstrunum til (myndlíking)? Hvar værum við stödd ef ekki hefðu verið fagleg og hárnákvæm viðbrögð þegar erlenda fjármálafárviðrið skall á Íslandsströndum? Að gera grín að því góða fólki sem hefur staðið í framlínunni er ekkert annað en einelti. Í "húmors" nafni! Einelti af verstu sort. Hvernig þætti Gnarr of félögum að bragða á eigin meðölum, svona til þess að finna hvernig það er að vera hinum megin við (b)orðið? Ég ætla að gera litla tilraun og skella fram einum vel úthugsuðum brandara á þeirra kostnað og sjá hvort þeim svíði ekki undan… Bill Clinton, Margaret Thatcher og Jón Gnarr hittust við Gullna Hliðið og vildu öll fá inngöngu. Lykla Pétur kom til dyra og sagði að það væri því miður aðeins pláss fyrir tvo. En þar sem þau væru nú öll stjórnmálamenn þá fengju þau öll eitt tækifæri til þess að tala sig inn. Bill Clinton og Margaret Thatcher komu bæði með fínar ræður þar sem þau fóru í grófum dráttum yfir það sem þau höfðu náð að afreka í lífinu. En þegar það kom að Jóni Gnarr þá sagði hann bara illskiljanlegan brandara um Jesú Krist og farsíma, sem skapaði vandræðalegt andrúmsloft hjá öllum viðstöddum. Það var því ekki að sökum að spyrja, Lykla Pétur bauð Clinton og Thatcher velkomin en skellti hliðinu gullna á nefið á Gnarr sem stóð eftir einn með kjánalegt glott á vör og umlaði með sjálfum sér "…en þetta var bara djók…" (reyniði að sjá fyrir ykkur kjánalegt glottið, því það styður við lokalínuna og gerir hana jafnvel enn fyndnari!) Hvernig ætli Jóni Gnarr líði að lesa svona grín á hans kostnað? Ég vona að hann taki þá tilfinningu sem kviknar í brjósti hans við þennan lestur og noti hana í þágu almennings og átti sig á því þegar hans vitjunartími er kominn. Eins vona ég að hann fari í skóla og læri eitthvað almennilegt fag, því ekki getur hann ætlast til þess að hann komist langt á fíflaskapnum einum saman! Með vinsemd og virðingu, Frímann Gunnarsson
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar