Lífið

Skímó á eina sveitaballi ársins

Skítamórall Hljómsveitin Skítamórall spilar á eina sveitaballi ársins í Njálsbúð á föstudagskvöld.
Skítamórall Hljómsveitin Skítamórall spilar á eina sveitaballi ársins í Njálsbúð á föstudagskvöld.

Eina sveitaball ársins í Njálsbúð í Vestur-Landeyjum verður haldið á föstudagskvöld. Skítamórall, Friðrik Dór, DJ Atli og Stuðlabandið halda uppi stuðinu og feta þar í fótspor Sálarinnar sem spilaði þar á eina ballinu í fyrra.

„Njálsbúð var aðalstaðurinn fram til loka síðustu aldar. Þá duttu þessi sveitaböll nánast upp fyrir, þessi alvöru sveitaböll. Þá er ég að tala um ball sem er úti í sveit,“ segir Addi Fannar úr Skítamóral. „Þegar maður var sjálfur að alast upp sem unglingur á Selfossi voru svona böll á sumrin um aðra hverja helgi.“

Ein af sérstöðum ballsins er að aldurstakmark er aðeins sextán ár og verður aldurshópurinn á staðnum því mjög breiður, enda margir yfir þrítugt sem vilja endurupplifa gömlu, góðu sveitaballastemninguna. „Það eru ansi margir sem eiga góðar minningar úr Njálsbúð og það er um að gera að skella sér,“ segir Addi Fannar. „Ég veit um mjög stóran hóp úr Vestmannaeyjum sem er að koma. Þau taka bara Herjólf og síðan verður slegið upp tjaldbúð fyrir utan.“

Skítamórall hefur verið dugleg við spilamennsku í sumar og slær ekki slöku við eftir Njálsbúðarballið því kvöldið eftir verður sveitin á Players í Kópavogi. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.