Af hverju þessi hjarðmennska? Svavar Gestsson skrifar 1. apríl 2010 06:00 Svavar Gestsson skrifar um Icesave Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi." Þannig kemst einn þingmanna Icesave-meirihlutans á Alþingi að orði í grein í Fréttablaðinu. Mikið skil ég þingmanninn vel; honum finnst að hann hafi verið borinn rangri sök. Ég þekki þessa tilfinningu; ég hef fengið óþverrann yfir mig þúsund sinnum á undanförnum mánuðum eða allt frá því í júní í fyrra. Margt af því sem hellt hefur verið yfir mig hefur verið talsvert alvarlegra en það sem þingmaðurinn nefnir í tilvitnuninni hér á undan. Allt um það; viðkvæmni hans er skiljanleg. En þá er því við að bæta að síðustu þrjá daga hafa birst þrjár greinar þar sem því er lýst hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir þjóðarbúið að ljúka ekki Icesave-málinu. Allt eru þetta málefnalegar greinar og hafa allar vakið athygli. Höfundarnir eru Magnús Orri Schram, alþingismaður, Kristinn H Gunnarsson fyrrv. alþingismaður og Ólafur Stephensen ritstjóri. Þeir benda á að þjóðarbúið hafi þegar skaðast verulega af þeim drætti sem orðið hefur á því að afgreiða Icesave-málið. Þingmaðurinn sem vitnað var til hér í upphafi er ósammála þeim þremenningum. Allt gott um það. En þeir eiga að fá að hafa sínar skoðanir - ekki rétt? - í lýðræðisríki. Og það á ekki að bregða þeim um landráð þó þeir hafi þessar skoðanir. Það hefur einmitt verið einkenni umræðunnar um Icesave að það hefur bara ein skoðun verið leyfð; það var fyrirskipuð sú hjarðskoðun í upphafi málsins að vera á móti því að gera upp Iceave-málið. Önnur hjarðskoðunin var sú að Icesave-málið væri sök Steingríms Sigfússonar eða mín eða Indriða Þorlákssonar. Við vorum og erum úthrópaðir svo fá dæmi eru slíks. Þessi hjarðmennska náði þó hámarki í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þjóðinni var skipað á kjörstað um ekki neitt og þeir sem mættu ekki voru kallaðir ónefnum í blaðinu sem gefið er út á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Eins hefur það verið þegar menn eins og Þórólfur Matthíasson eða Gunnlaugur Jónsson hafa stigið fram þá hefur verið ausið yfir þá svívirðingum. Það er ekki gott; við verðum að fá að tala saman. Sennilega er kominn tími til að stofna Málfrelsisfélag. Og það segi ég vegna þess að greininni sem vitnað var til í upphafi lýkur á þessum orðum: „Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum." Af hverju nú þetta: Af hverju að bregða þessum góðu mönnum eins og Magnúsi Orra Schram um stuðning við vonda samninga og helst verri en við getum fengið fyrir það eitt að benda á staðreyndir. Má ekki tala? Og af hverju er sá þingmaður sem hér er vitnað til í upphafi viðkvæmari en allir aðrir; af hverju tekur hann allt til sín, ber hann einn ábyrgð á Icesave-meirihlutanum? Auðvitað ekki. En það er rétt; atvinnuleysi er böl. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Svavar Gestsson skrifar um Icesave Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi." Þannig kemst einn þingmanna Icesave-meirihlutans á Alþingi að orði í grein í Fréttablaðinu. Mikið skil ég þingmanninn vel; honum finnst að hann hafi verið borinn rangri sök. Ég þekki þessa tilfinningu; ég hef fengið óþverrann yfir mig þúsund sinnum á undanförnum mánuðum eða allt frá því í júní í fyrra. Margt af því sem hellt hefur verið yfir mig hefur verið talsvert alvarlegra en það sem þingmaðurinn nefnir í tilvitnuninni hér á undan. Allt um það; viðkvæmni hans er skiljanleg. En þá er því við að bæta að síðustu þrjá daga hafa birst þrjár greinar þar sem því er lýst hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir þjóðarbúið að ljúka ekki Icesave-málinu. Allt eru þetta málefnalegar greinar og hafa allar vakið athygli. Höfundarnir eru Magnús Orri Schram, alþingismaður, Kristinn H Gunnarsson fyrrv. alþingismaður og Ólafur Stephensen ritstjóri. Þeir benda á að þjóðarbúið hafi þegar skaðast verulega af þeim drætti sem orðið hefur á því að afgreiða Icesave-málið. Þingmaðurinn sem vitnað var til hér í upphafi er ósammála þeim þremenningum. Allt gott um það. En þeir eiga að fá að hafa sínar skoðanir - ekki rétt? - í lýðræðisríki. Og það á ekki að bregða þeim um landráð þó þeir hafi þessar skoðanir. Það hefur einmitt verið einkenni umræðunnar um Icesave að það hefur bara ein skoðun verið leyfð; það var fyrirskipuð sú hjarðskoðun í upphafi málsins að vera á móti því að gera upp Iceave-málið. Önnur hjarðskoðunin var sú að Icesave-málið væri sök Steingríms Sigfússonar eða mín eða Indriða Þorlákssonar. Við vorum og erum úthrópaðir svo fá dæmi eru slíks. Þessi hjarðmennska náði þó hámarki í þjóðaratkvæðagreiðslunni þegar þjóðinni var skipað á kjörstað um ekki neitt og þeir sem mættu ekki voru kallaðir ónefnum í blaðinu sem gefið er út á sprungusvæðinu við Rauðavatn. Eins hefur það verið þegar menn eins og Þórólfur Matthíasson eða Gunnlaugur Jónsson hafa stigið fram þá hefur verið ausið yfir þá svívirðingum. Það er ekki gott; við verðum að fá að tala saman. Sennilega er kominn tími til að stofna Málfrelsisfélag. Og það segi ég vegna þess að greininni sem vitnað var til í upphafi lýkur á þessum orðum: „Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum." Af hverju nú þetta: Af hverju að bregða þessum góðu mönnum eins og Magnúsi Orra Schram um stuðning við vonda samninga og helst verri en við getum fengið fyrir það eitt að benda á staðreyndir. Má ekki tala? Og af hverju er sá þingmaður sem hér er vitnað til í upphafi viðkvæmari en allir aðrir; af hverju tekur hann allt til sín, ber hann einn ábyrgð á Icesave-meirihlutanum? Auðvitað ekki. En það er rétt; atvinnuleysi er böl. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun