Framsóknarflokknum boðið atvinnumálaráðuneyti Valur Grettisson skrifar 28. desember 2010 20:54 Þingmenn innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, hafa boðið Framsóknarflokknum nýtt atvinnumálaráðuneyti, sem verður til við lagabreytingu 1. mars næstkomandi, gangi Framsókn inn í viðkvæmt meirihlutasamstarf. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum, auk þess sem Gísli Baldvinsson, sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri, bloggar um þetta á vefsvæði sínu á Eyjunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag telur Lilja Mósesdóttir ekki útilokað að hún segi sig úr Vinstri grænum vegna djúpstæðs ágreinings. Mikil ólga er innan þingflokks VG eftir að þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Það voru þau Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sem tóku þá sögulegu afstöðu. Óhætt er að segja að meirhlutasamstarfið sé verulega laskað eftir atkvæðagreiðsluna. Einn viðmælandi Vísis, þingmaður í stjórnarandstöðu, sagði villikettina svokölluðu, í raun verja ríkisstjórnina vantrausti. Þingflokkur VG mun funda í næstu viku og samkvæmt heimildum Vísis þá bíða menn átekta þangað til þá. Aftur á móti eru þingmenn úr stjórnarflokkunum að ræða óformlega við þingmenn Framsóknarflokksins. Meðal annars um nýjan málefnasamning. Það vakti hinsvegar athygli að Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi í dag að engar þreifingar ættu sér stað og tók skýrt fyrir það að flokkurinn hygðist fara í samstarf með ríkisstjórninni. Staða Framsóknarflokksins mun ekki vera minna flókin en ástandið innan VG. Þannig segja heimildir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sé ekki á þeim buxunum að ganga til samstarfs við ríkisstjórnina, en Gunnar Bragi endurspeglaði þau viðbrögð í viðtali við Vísi í dag. Þá líta menn til Guðmunds Steingrímssonar sem næsta formannsefnis flokksins en aðalfundur Framsóknarflokksins ætti að öllu jöfnu að vera haldinn í byrjun næsta árs. Aftur á móti var ekki boðað til aðalfundar á síðast miðstjórnaþingi Framsóknarflokksins. Því er óljóst hvort eining náist innan Framsóknarflokksins um að fara inn í meirihlutasamstarfið. Það er hinsvegar sáttavilji í þingmönnum VG eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 og því ekki útilokað að þingflokksfundurinn sem verður haldinn á nýju ári lægi öldurnar. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Þingmenn innan Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, hafa boðið Framsóknarflokknum nýtt atvinnumálaráðuneyti, sem verður til við lagabreytingu 1. mars næstkomandi, gangi Framsókn inn í viðkvæmt meirihlutasamstarf. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum, auk þess sem Gísli Baldvinsson, sem hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna á Akureyri, bloggar um þetta á vefsvæði sínu á Eyjunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í dag telur Lilja Mósesdóttir ekki útilokað að hún segi sig úr Vinstri grænum vegna djúpstæðs ágreinings. Mikil ólga er innan þingflokks VG eftir að þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. Það voru þau Lilja, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason sem tóku þá sögulegu afstöðu. Óhætt er að segja að meirhlutasamstarfið sé verulega laskað eftir atkvæðagreiðsluna. Einn viðmælandi Vísis, þingmaður í stjórnarandstöðu, sagði villikettina svokölluðu, í raun verja ríkisstjórnina vantrausti. Þingflokkur VG mun funda í næstu viku og samkvæmt heimildum Vísis þá bíða menn átekta þangað til þá. Aftur á móti eru þingmenn úr stjórnarflokkunum að ræða óformlega við þingmenn Framsóknarflokksins. Meðal annars um nýjan málefnasamning. Það vakti hinsvegar athygli að Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi í dag að engar þreifingar ættu sér stað og tók skýrt fyrir það að flokkurinn hygðist fara í samstarf með ríkisstjórninni. Staða Framsóknarflokksins mun ekki vera minna flókin en ástandið innan VG. Þannig segja heimildir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sé ekki á þeim buxunum að ganga til samstarfs við ríkisstjórnina, en Gunnar Bragi endurspeglaði þau viðbrögð í viðtali við Vísi í dag. Þá líta menn til Guðmunds Steingrímssonar sem næsta formannsefnis flokksins en aðalfundur Framsóknarflokksins ætti að öllu jöfnu að vera haldinn í byrjun næsta árs. Aftur á móti var ekki boðað til aðalfundar á síðast miðstjórnaþingi Framsóknarflokksins. Því er óljóst hvort eining náist innan Framsóknarflokksins um að fara inn í meirihlutasamstarfið. Það er hinsvegar sáttavilji í þingmönnum VG eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 og því ekki útilokað að þingflokksfundurinn sem verður haldinn á nýju ári lægi öldurnar.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira