Í landi hinna klikkuðu karlmanna Andri Snær Magnason skrifar 11. september 2010 12:54 Það er einsdæmi í veröldinni að þjóð drekki fyrirtækjum sínum í skuldir til þess að tvöfalda orkuframleiðslu og tvöfalda hana aftur með tilheyrandi raski, segir Andri Snær Magnason í grein um græðgi og geðveiki. Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Stundum blindar umræðan okkur og þá getur verið ágætt að prófa að tala um hlutina á útlensku til að sjá þá í nýju ljósi. Prófið til dæmis að segja einhverjum að hér hafi einn ríkisbanki verið seldur með láni frá hinum ríkisbankanum og öfugt. Þannig hafi þeir verið afhentir mönnum nátengdum ríkjandi stjórnmálaflokkum. Framkvæmdastjóri annars flokksins varð formaður bankaráðs í öðrum bankanum á meðan fyrrverandi viðskiptaráðherra hins flokksins var einn þeirra sem fékk hinn bankann. Sá maður hafði aðgang að öllum upplýsingum um stöðu bankans. Í millitíðinni varð þessi fyrrverandi viðskiptaráðherra hins vegar seðlabankastjóri. Hann flaug til Ameríku og gerði Alcoa tilboð sem fyrirtækið gat ekki hafnað. Þannig var hann búinn að tryggja mestu stórframkvæmdir Íslandssögunnar og stóraukin umsvif bankans sem hann var að enda við að selja sjálfum sér. Ef þið segið þetta á útlensku þá hrista menn hausinn. Þeir gapa. Þeir nota orð eins og corruption og mafia. Þeir segja vantrúaðir og jafnvel vonsviknir - "no not in Scandinavia!" Svona gerist í Suður-Ameríku, Rússlandi - þetta getur ekki gerst hjá ykkur. Þetta er í einu orði sagt brjálæði. En á Íslandi þá var þetta sett fram sem eðlileg viðskipti - eða eðlileg hugmyndafræði.Hin viðtekna geðveikiÞað er geðveiki að tífalda bankakerfi á sjö árum. Við vitum það núna. Það er ekki tæknilega mögulegt að rækta upp alla þá þekkingu og reynslu sem þarf til að byggja upp og reka slíkt apparat á svo skömmum tíma. Jafnvel ekki með því að moka heilli kynslóð gegnum bisnessskóla og bjarga þeim sem fæddust fyrir 1980 með skemmri skírn á MBA-námskeiði. Það er bara ekki hægt. Þótt strákur sem er enn þá með fósturfituna í hárinu fái tvær milljónir á mánuði þá verður hann ekki reynslumeiri, klárari eða ábyrgari fyrir vikið. Miklu líklegra að hann verði klikkaður. Það kom líka í ljós. Orkuframleiðslan á Íslandi var tvöfölduð frá 2002-2007. Að tvöfalda orkuframleiðslu í þróuðu ríki á fimm árum er ekki aðeins fáheyrt heldur væri það talið fáránlegt rugl í öllum nágrannalöndum okkar. Í flestum iðnríkjum eykst orkuframleiðsla um einhver 2-3% á ári. Tvöföldun væri óhugsandi enda margsannað að of stórar fjárfestingar eyðileggja meira en þær skapa. Á Íslandi var hins vegar markmiðið að tvöfalda orkuframleiðsluna aftur næstu fimm árin með álbræðslum í Helguvík, Húsavík og reyndar gott betur með þreföldun í Straumsvík. En orðið álbræðsla eitt og sér felur ekki í sér neina stærðarviðmiðun - Alcoa og Century hafa síðan þá tilkynnt að þau vilji byggja 50% stærri bræðslur en fyrst stóð til. Þannig bættist við orkuþörf upp á heila Kárahnjúkavirkjun - svona í framhjáhlaupi. Það sem var áður klikkuð stærð er skyndilega orðin einhvers konar neðanmálsgrein. Hér var ekki á ferðinni línulegur vöxtur heldur veldisvöxtur. Á eftir tímabili geðveikinnar átti að taka við algert og fullkomið brjálæði. Æðið átti síðan að vera fjármagnað með 400-500 milljarða 100% lánum opinberra orkufyrirtækja. Næstum tvær milljónir á hvert mannsbarn á Íslandi - allt beintengt álverði og leyndu orkuverði sem er allsherjar vitfirring. Um þetta allt var fjallað í fjölmiðlum eins og hverja aðra atvinnusköpun.Er kókaín í heita vatninu?Geðveikin er núna augljós í jarðvarmabransanum. Þar hafði þróunin verið jöfn og stöðug frá hitaveituvæðingunni á kreppuárunum. Nú er engu líkara en menn hafi borað niður á kókaínæð og fyllt rækilega á sér nasirnar. Á Kröflusvæðinu voru menn komnir upp í 60 MW framleiðslu á einhverjum 40 árum og það gekk ekki áfallalaust. Nú á allt í einu að vera hægt að fjórfalda Kröfluvirkjun - stækka hana um 150MW. Menn stefna á að tífalda orkuframleiðslu í Þingeyjarsýslum til að þjóna nýrri Alcoa-verksmiðju á fimm árum. Er það ekki 1000% aukning? Það á að ganga eins nærri Þeistareykjum og hægt er og menn vilja Gjástykki líka. Orkuveitan er búin að selja Norðuráli Hengilinn og Hellisheiðina. Magma Energy er búið að auglýsa að þeir ætli að auka framleiðslu HS orku úr 175 megavöttum upp í rúm 400 MW vegna þess að þeir virðast telja sjálfsagt að helstu orkulindirnar á öllu Reykjanesi verði einkavæddar og afhentar Magma. Verkefnafjármögnun heitir það víst núna, ekki einkavæðing. Maður getur spurt eins og asni: Er til þekking og mannafli til að margfalda öll orkufyrirtækin á tíu árum? Af 20 háhitasvæðum á Íslandi - á að raska 16 strax - nánast allt fyrir áliðnaðinn. Fyrirtækin hafa sótt um leyfi til að bora í flest svæðin sem eftir eru. Er enginn efi í huga jarðvísindamanna þegar þeir eru staddir í ævintýraveröld við Torfajökul, Kerlingarfjöll eða við Bitru? Vilja þeir í alvöru fara í ALLT, núna strax? Er þetta menntað fólk eða bara málaliðar sem vinna hvað sem er fyrir hvern sem er? Allt í einu þykjast menn geta tífaldað orkuframleiðsluna í Þingeyjarsýslum til að þjóna nýrri Alcoa-verksmiðju á fimm árum (eða alveg eins verksmiðju í eigu Kínverja). Mörgum virðist þykja eðlilegt að opinber fyrirtæki taki 30 milljarða að láni til að "kanna" hvort næg orka sé fyrir annað Alcoa-álver. Af hverju eru menn svona klikkaðir? Er í alvöru einhver sem telur sniðugt að skuldsetja þjóðina fyrir samtals 300-400 milljarða fyrir tvö Alcoa-álver í sama kjördæmi? Af hverju þarf að tífalda? 1000% aukning? Er þetta ekki klikkuð áhætta? Af hverju byrja menn ekki með 50 MW virkjun, láta hana borga sig upp, gera síðan meira eftir 20 ár eða láta samfélagið einfaldlega njóta ágóðans? Eða á samfélagið helst aldrei að njóta ágóðans?Af sunnlenskri þekkinguÉg var einu sinni á fundi á Húsavík og þar sagðist hitaveitustjórinn léttilega geta náð 1000 MW upp úr háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslu. Ég spurði hvort það væri ekki rétt skilið að vísindamenn hefðu áhyggjur af ofnýtingu á háhitasvæðum landsins. Gagnrýni vísindamanna var skjótafgreidd sem "sunnlensk þekking" og þá fóru allar viðvörunarbjöllur að klingja. Ég fann viðtal við þennan hitaveitustjóra frá 2002. Þá var hann búinn að bora væna holu fyrir 170 milljónir vegna þess að Rússar vildu hugsanlega kannski reisa súrálsverksmiðju og risaálver við Húsavík. Ef maður tekur frá minniháttar staðreyndir eins og þá að rússneski áliðnaðurinn var rekinn af mafíunni, þá er leitun að iðnaði í heiminum með jafn mikinn og eitraðan úrgang og súrálsvinnsla. Dugnaðarforkurinn var búinn að eyða 170 milljónum í að kanna málið. Er þetta ekki klikkað? Þessi óði maður og vinir hans hafa haldið bænum sínum í helgreipum og veðsett orkufyrirtækin upp í rjáfur. Hér hefur allt verið svo gott að menn halda að þeir séu ósnertanlegir. Þótt fyrirtækin stundi djöfulsskap í öðrum löndum myndu þeir aldrei stunda slíkt hérlendis. Sure.Heilagi heimamaðurinnÁ Íslandi fær ótrúlegasta vitleysa gagnrýnislausa framsetningu. Í Morgunblaðinu í mars árið 1987 má finna spá um þróun loðdýraræktar til 1996. Á þessum tíma voru 30 minkabú á landinu. Sagt er frá skýrslu sem spáir því að minkabú verði orðin 600 talsins árið 1996. Þeir gera ráð fyrir tuttuguföldum vexti á tíu árum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Mánuði síðar birtist bjartsýnisfrétt: "Minkastofninn tvöfaldast á þessu ári." Aðeins þremur árum síðar í apríl árið 1990 er þessi dramatíska fyrirsögn: "Loðdýrarækt: Þetta er komið á síðasta snúning. Margir á barmi örvæntingar." Hérlendis er fjallað um sturlun sem norm, jafnvel lífsnauðsyn og æði er æðsta dyggðin - allt er talið eðlilegt ef "heimamaður" vill þetta. Það er ekkert jafn klikkað á Íslandi og hinn heilagi heimamaður. Ef heimamaður vill að óþekktir menn reisi olíuhreinsunarstöð á sínu landi, þá á hann þann heilaga rétt, ekki síst ef hann notar orðið "atvinnusköpun" til að réttlæta gjörðir sínar. Töfraorðið sem tæmir heilabú klikkuðu karlanna og lamar gagnrýna hugsun. Upphæðir sem teldust umtalsverðar í hagtölum nágrannaríkja, orkulindir og innviðir sem eru inni á kortum stórvelda sem "hernaðarlega strategísk" fyrirbæri eru komin undir "vilja heimamanna". Orkuforði og náttúra þjóðarinnar er í höndum örfárra hreppsnefnda sem hafa ekkert starfslið og enga sérþekkingu á meðan meirihluti Íslendinga sem býr á höfuðborgarsvæðinu er hvergi talinn til "heimamanna". Mafíurekið álfyrirtæki? Dularfullir málaliðar? Heimsfrægir sóðar. Réttindi til 120 ára? Menn ganga svo langt til að þóknast sínum draumaprinsi að þeir verða eins og ljóta systirin í ævintýrinu, klippa af sér tærnar til að troða sér í glerskóinn. Í stað þess að mæta andstöðu á félagslega vængnum þá eru klikkaðar hugmyndir keyrðar upp af trylltum verkalýðsleiðtogum sem heimta öfgafulla skuldsetningu á opinberum orkufyrirtækjum. Ef hik verður á skuldsetningunni þá eru menn "að draga lappirnar". Íslendingar eru aumingjar ef þeir geta ekki ábyrgst 200 milljarða fyrir Norðurál og annað eins fyrir Alcoa. Þegar opinberu fyrirtækin eru ónýt og geta ekki virkjað fyrir stóriðjuna er eina niðurstaðan tafarlaus einkavæðing auðlindanna til að "rjúfa kyrrstöðuna". ASÍ setur í "stöðugleikasáttmálann" að „öllum hindrunum skuli rutt úr vegi" álvers í Helguvík. En blóð í skó. Einmitt út af svona hugsun eru á annað hundrað útlendinga enn þá óvinnufærir eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Öllum hindrunum var rutt úr vegi til að gefa Alcoa orkuverð sem sparar þeim 200 milljón dollara á ári. Það eru árslaun 10.000 kennara. Það er geðveiki að skaða starfsorku svo margra til að skapa 400 störf. Menn nota reyndar úrelt viðmið eins og margföldunaráhrif til að ýkja áhrifin - en væri ekki lágmarks kurteisi að draga þá óvinnufæru frá heildartölunni?Stækkun strandar á OrkustofnunÁlbræðslan í Helguvík er tákn um hvað Ísland er lélegt land og illa rekið. Álverið í Helguvík rís þrátt fyrir að skipulag liggi ekki fyrir og ekki orkuöflun heldur. Gott ef mengunarkvótann vantar ekki líka. Álbræðslan í Helguvík er tákn um hversu veik stjórnsýslan er í landinu, hvað fagmennska og langtímahugsun er í miklum molum og hvernig fjölmiðlar nánast hvetja til lögbrota í fyrirsögnum. Dæmi: HS Orka hyggst stækka Reykjanesvirkjun um 50 MW. Stækkun er háð virkjunarleyfi frá Orkustofnun. Sérfræðingar telja að Reykjanesið sé nú þegar ofnýtt. HS orka er hins vegar búin að eyða milljörðum í nýja túrbínu. Fyrirsagnir snúa ekki að þeirri spillingu, að kaupa milljarða túrbínur áður en leyfi fæst. Fyrirsagnir eru frekar á þessa leið: „Stækkun strandar á Orkustofnun". Ef við snúum þessu upp á IceSave þá myndi fréttamaðurinn skrifa svona: „Enn hefur fjármálaeftirlitið ekki heimilað rekstur útibúa í Bretlandi - þrátt fyrir að Landsbankinn sé búinn að eyða milljarði í tölvukerfi til að taka við innistæðum." Orkuveita Reykjavíkur er núna með milljarða á lager af vannýttum túrbínum sem voru keyptar fyrir Norðurál í Helguvík áður en búið var að skipuleggja eða samþykkja línuleiðina. Borgarbúar þurfa að borga niður lánið. Forsenda álversins er að OR fái að virkja við Bitru og Hverahlíð. Það er hins vegar ekki ljóst hvort íbúar í Hveragerði vilji taka þátt í tilraun um áhrif brennisteinsmengunar á lýðheilsu. Forsenda álversins er líka sú að HS orka fái Krýsuvík og Eldvörp og að Landsvirkjun láti tilleiðast og setji Þjórsá í púkkið. Þannig reisa opinberir aðilar flókna spilaborg þar sem saman fara áhætta, skuldir og skuldbindingar sem falla ef aðeins eitt spilið fellur. Þannig er búið að binda hendur næstu borgarstjórna og efna í brjálæðislegt framkvæmdafyllirí á mikilvægum svæðum, allt fyrir eitt fyrirtæki sem vantar flest leyfin. Gæti nokkur maður sagt frá þessu verkefni á alþjóðlegri ráðstefnu án þess að vera púaður niður sem fúskari? Á álráðstefnu myndi slíkur maður reyndar vekja meiri losta en erótískur dansari: „Vestræn þjóð með þriðja heims leikreglur. Nammi namm!" Verkalýðshreyfingin vill ekki leikreglur, fagmennsku eða langtímahugsun í orkumálum. Hún vill bara að „öllum hindrunum sé rutt úr vegi". Forstjóri Norðuráls ætti að fá sírenu á bílinn sinn svo umferðarreglur tefji hann ekki. Álver, kísilver, gagnaver - það er ekki til orka fyrir þetta allt. Samt eru allir byrjaðir að byggja út í loftið. Klikkað lið sem allir tipla í kringum í meðvirkniskasti. Hin viðtekna vitfirringAð tvöfalda orkuframleiðslu átti þátt í því að fokka upp efnahagslífinu. Hugmyndin um að tvöfalda hana síðan aftur er bilun sem á sér enga samsvörun í hinum vestræna heimi. Þótt rúmlega allur ágóði af auðlindum renni til erlendra lánardrottna þá hefur það engin áhrif á brjálæðingana. Andspænis byltingu og geðveiki, geðveikislegu tapi, brjáluðum hækkunum á orkuverði til almennings - eiga náttúrufræðingar að setjast til borðs með óðum mönnum og skilgreina hvað skuli vernda og hvað virkja. En þrátt fyrir fyrirsjáanlega tvöföldun framleiðslunnar þá vilja þeir líka Þjórsárver, líka Kerlingarfjöll, líka Torfajökulsvæðið - vilja eiginlega allt og vilja fá það STRAX. Það er aðdáunarvert að menn ræða málin af kurteisi þótt eina heilbrigða svarið sé að æpa: ÉG LÆT EKKI BJÓÐA MÉR ÞESSA HELVÍTIS GEÐVEIKI! Við erum stödd í miðri byltingu en menn kalla sig ekki álbyltingarmenn - þeir skilgreina sig sem normal þótt skalinn sé geðveikur. Menn fíla sig jafnvel ofsótta. Þannig eru stríðsherrar alltaf ofsóttir hófsemdarmenn þegar þeir ætla bara rétt að leggja undir sig nágrannaríkið í nafni friðar. Sá sem ekki tekur þátt í múgæsingunni er annaðhvort svikari eða klikkaður. Kjarni vandansSkoðanakannanir gegnum árin hafa sýnt að stór hluti karlmanna á aldrinum 40-70 ára hefur verið hlynntur geðveikinni - að tvöfalda og tvöfalda svo aftur. Mesti vandinn er meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins þar sem mikill meirihluti karlmanna hefur jafnvel talið geðveikina forsendu þess að líf þrífist á Íslandi. Auk þess vill mikill meirihluti þeirra slaka á umhverfiskröfum og losa reglugerðir. Þarna liggur alvarlegasta pólitíska meinið á Íslandi. Ef allt væri eðlilegt ættu karlarnir okkar að vera íhaldssamir, hófsamir, áhættufælnir, trúaðir, sparsamir, reglufastir og jafnvel dálítið leiðinlegir. Þetta er mikilvægur hópur manna í hverju samfélagi. Þarna eru margir dæmigerðir heimilisfeður, þarna eru máttarstólpar samfélaga, íþróttafélaga, stjórnendur fyrirtækja, áhrifamenn, þingmenn og jafnvel blaðamenn og ritstjórar. Þetta eru menn sem hafa vald til að skilgreina hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Það er mjög alvarlegt þegar svona mikilvægur hópur bilast. Það er einsdæmi í veröldinni að þjóð drekki fyrirtækjum sínum í skuldir til þess að tvöfalda orkuframleiðslu og tvöfalda hana aftur og raska til þess jafn mörgum svæðum á jafn stuttum tíma. Það er einsdæmi að vestræn þjóð taki á sig svona mikla áhættu og fórni svo miklu fyrir óljósan og leynilegan ágóða af viðskiptum við amerískt stórfyrirtæki. Hvaða vestræna þjóð myndi veðsetja sig sem nemur tveimur milljónum á mann fyrir dóna eins og Century eða Alcoa? Af jarðbundum súrrealismaÞað er hættulegt að keyra of hratt. Hraðinn drepur. Það er slæmt fyrir samfélög þegar krítískur massi mikilvægra karlmanna í samfélagi fer að aðhyllast byltingarkenndar og fullkomlega ábyrgðarlausar hugmyndir og trúir á þær í blindni. Þessi hópur er ekki stjórntækur á meðan þetta ástand varir og það er því engin tilviljun að stjórn borgarinnar er núna í höndum pönkara og súrrealista. Hófsöm blanda af súrrealisma og pönki er jarðbundin, íhaldssöm og ábyrg stefna þegar hún er borin saman við ranghugmyndir og stjórnleysi brjáluðu mannanna. Þeir sem verst eru haldnir í þessum hópi eiga sameiginlega aðdáun á Einari Benediktssyni. Það er frægt að menn fóru um landið við uppkaup á fossaréttindum í upphafi 20. aldar. Einar Ben lét norska verkfræðinginn Sætersemoen teikna röð af virkjunum upp alla Þjórsá. Myndirnar af stöðvarhúsunum eru glæsilegar og heillandi og væru eflaust taldar fegurstu byggingar landsins ef af hefði orðið. En hversu raunhæf voru áformin? Þeir voru samtals búnir að mæla og teikna framleiðslu í Þjórsá upp á einhver 600-800 MW - árið 1918 nota bene. Þá eru ekki meðtalin öll réttindin sem menn höfðu tryggt sér annars staðar, meðal annars við Dettisfoss og Gullfoss. Til samanburðar má geta þess að núna, 100 árum síðar, notar Reykjavík um 200 megavött - á aðfangadag með öll raftæki á fullu stími. Hvað ætlaði Einar að gera við alla þessa orku árið 1918? Álframleiðsla var eiginlega ekki til og ekki sjónvörp eða frystikistur. Stáliðjur nota helst hita frá kolum. Hvað átti að gera? Framleiða áburð? Áburðarverksmiðjan í Gufunesi notaði einhver 20 megawött þegar mest var. Hver átti að nota alla orkuna og borga niður virkjunarröðina? Svarið er líklega einfalt: Enginn. Enginn í heiminum hefði getað nýtt þessa orku! Þetta var bara rugl. Auðvitað hefði verið miklu nær að virkja einn bæjarlæk og lýsa þótt ekki væri nema eina sveit, já jafnvel eitt fjós. En það er engin fróun í því, engin stórmennska í því. Það er miklu meira spönk í því að raða stöðvarhúsum upp alla Þjórsá. Meira en þjóðin getur torgað 100 árum síðar. Margir halda enn þann daginn í dag að stjórnvöld á þessum tíma hafi verið eftirá, hrædd við útlendinga og komið í veg fyrir mikið gróðafyrirtæki og „erlenda fjárfestingu". En það er nóg að horfa bara á tölurnar og sjá að þetta var tóm steypa. Það er svo skrítið að allar götur síðan hefur blundað undarleg þjóðarsorg hjá ákveðnum hópi íslenskra karlmanna. Eins og ójarðtengdar hugmyndir Einars hafi legið á síðari kynslóðum eins og mara. Ekki eins og órar heldur raunhæft markmið og glatað tækifæri: „Nú hafa draumar aldamótaskáldanna loksins ræst", sagði Geir Haarde þegar hann skrifaði undir samning við Alcoa árið 2002. Já - Loksins! Loksins! var þjóðin dregin inn í aldagamla hugaróra. Enginn maður með mönnum nema hann tvöfaldist og tífaldist þar til hann springur.Karlar sem hata konurMúgurinn virðist ekkert hata meira en ungar menntaðar konur sem nota orð eins og „faglegt" eða „ferli". Þrátt fyrir að álframleiðsla á Íslandi hafi verið þrefölduð á síðustu 10 árum telja margir að efnahagsvandamál Íslands stafi fyrst og fremst af skorti á álverum. Helguvíkurbullur eyddu milljónum í auglýsingar gegn Svandísi Svavarsdóttur í afneitun á ábyrgð klikkaða bæjarstjórans. Bloggheimar ærðust þegar Kolbrún Halldórs talaði gegn olíuborunum. Það var fyrir tíð BP-slyssins í Mexíkóflóa. Það var aftökustemning á fundi með Þórunni Sveinbjarnar á Húsavík og vantaði ekkert nema heykvíslarnar. Hnignun Sjálfstæðisflokks sést best á því að Katrín Fjeldsted dettur út. Hún er vel menntaður, rökfastur, gáfaður læknir og eini þingmaðurinn þeirra sem setti spurningarmerki við geðveikina. Í staðinn koma óðir menn eins og Jón Gunnarsson og Tryggvi Þór sem eru byrjaðir að atast í Þjórsárverum. Öllum hindrunum skal rutt úr vegi. Íslendingar veiða 1 prósent af fiski í heiminum. Við fáum fleiri ferðamenn á mann en flestar þjóðir. Á Íslandi er búið að virkja fimm sinnum meira en þjóðin þarfnast og það eru þrjú álver á landinu. Í staðinn fyrir að horfa á það sem við eigum og fyllast öryggi og safna peningum í varasjóði þá tryllist allt um leið og óður verkalýðsleiðtogi talar um REIÐARSLAG FYRIR ÞJÓÐINA. Reiðarslag ef Orkuveitan fær ekki lán til að skuldsetja sig til helvítis fyrir Norðurál. Reiðarslag ef alþjóðlegt glæpafyrirtæki missir áhuga á auðlindum okkar. Einkunnarorð ASÍ ætti að vera: Sem mest, sem hraðast, sem ljótast. Í stað þess að vera íhaldssöm þegar kemur að áhættu þá er ekki til sú vitleysa sem þjóðin á ekki að vera til í að ábyrgjast bara ef verktakamafían í SA og SI græðir nógu mikið á því. En við erum BÚIN að virkja fimm sinnum meira en nágrannalöndin. Við erum þegar orðin orkustórveldi - að öllu eðlilegu ætti slík fjárfesting að skila þjóðinni einhverjum tekjum ef við missum ekki arðinn og auðlindirnar frá okkur í annarri skuldahrinu. En umræðan er svo klikkuð. Menn láta eins og það „MEGI EKKERT GERA", þegar orkuframleiðslan er þegar orðin fimmföld á við það sem þekkist hjá nokkurri þjóð. Við erum nú þegar með allt sem nútímasamfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar fiskast. Menn fyllast óöryggi þegar hagsmunahópar emja: „Hver á að standa undir okkur í framtíðinni", eins og hér sé engin „undirstaða". Óttavæðingin veldur því að Ísland er eins og maður sem heimtar geislameðferð, lyfjameðferð og uppskurð til að lækna hausverk. Sannleikurinn er sá að meðferðin mun aldrei lækna hann - en hún gæti drepið hann. Í besta falli verður hann háður lyfjunum.Skilaboð til frænda þínsVið erum lítið samfélag og það þarf að vera vinnufriður hérna. Að Björk taki sér frí úr vinnunni til að berjast gegn vitleysunni er bara lítið dæmi um þá truflun sem þúsundir Íslendinga verða fyrir á hverjum degi út af þessum látum. Það er hræðilegt að mikilvægur hópur karla á landinu mælist hálf klikkaður. Það verður ekki líft hérna ef menn vilja efna til átaka í kringum hvert einasta náttúruundur á landinu. Það er óþolandi að ekki sé hægt að láta fallegustu svæði á Íslandi í friði. Það er ömurlegt að þurfa að eyða svo mikið sem mínútu í að hugsa um svæði eins og Torfajökul, Kerlingarfjöll eða Þjórsárver sem ættu að vera óumdeild. Við erum lítið samfélag, meðvirkni grasserar hérna og menn eru kurteisir. En næst þegar klikkaði frændi þinn kemur í heimsókn og sýnir þér nýja útfærslu af virkjun í Þjórsárverum: Segðu honum vinsamlegast að hoppa upp í rassgatið á sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er einsdæmi í veröldinni að þjóð drekki fyrirtækjum sínum í skuldir til þess að tvöfalda orkuframleiðslu og tvöfalda hana aftur með tilheyrandi raski, segir Andri Snær Magnason í grein um græðgi og geðveiki. Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Stundum blindar umræðan okkur og þá getur verið ágætt að prófa að tala um hlutina á útlensku til að sjá þá í nýju ljósi. Prófið til dæmis að segja einhverjum að hér hafi einn ríkisbanki verið seldur með láni frá hinum ríkisbankanum og öfugt. Þannig hafi þeir verið afhentir mönnum nátengdum ríkjandi stjórnmálaflokkum. Framkvæmdastjóri annars flokksins varð formaður bankaráðs í öðrum bankanum á meðan fyrrverandi viðskiptaráðherra hins flokksins var einn þeirra sem fékk hinn bankann. Sá maður hafði aðgang að öllum upplýsingum um stöðu bankans. Í millitíðinni varð þessi fyrrverandi viðskiptaráðherra hins vegar seðlabankastjóri. Hann flaug til Ameríku og gerði Alcoa tilboð sem fyrirtækið gat ekki hafnað. Þannig var hann búinn að tryggja mestu stórframkvæmdir Íslandssögunnar og stóraukin umsvif bankans sem hann var að enda við að selja sjálfum sér. Ef þið segið þetta á útlensku þá hrista menn hausinn. Þeir gapa. Þeir nota orð eins og corruption og mafia. Þeir segja vantrúaðir og jafnvel vonsviknir - "no not in Scandinavia!" Svona gerist í Suður-Ameríku, Rússlandi - þetta getur ekki gerst hjá ykkur. Þetta er í einu orði sagt brjálæði. En á Íslandi þá var þetta sett fram sem eðlileg viðskipti - eða eðlileg hugmyndafræði.Hin viðtekna geðveikiÞað er geðveiki að tífalda bankakerfi á sjö árum. Við vitum það núna. Það er ekki tæknilega mögulegt að rækta upp alla þá þekkingu og reynslu sem þarf til að byggja upp og reka slíkt apparat á svo skömmum tíma. Jafnvel ekki með því að moka heilli kynslóð gegnum bisnessskóla og bjarga þeim sem fæddust fyrir 1980 með skemmri skírn á MBA-námskeiði. Það er bara ekki hægt. Þótt strákur sem er enn þá með fósturfituna í hárinu fái tvær milljónir á mánuði þá verður hann ekki reynslumeiri, klárari eða ábyrgari fyrir vikið. Miklu líklegra að hann verði klikkaður. Það kom líka í ljós. Orkuframleiðslan á Íslandi var tvöfölduð frá 2002-2007. Að tvöfalda orkuframleiðslu í þróuðu ríki á fimm árum er ekki aðeins fáheyrt heldur væri það talið fáránlegt rugl í öllum nágrannalöndum okkar. Í flestum iðnríkjum eykst orkuframleiðsla um einhver 2-3% á ári. Tvöföldun væri óhugsandi enda margsannað að of stórar fjárfestingar eyðileggja meira en þær skapa. Á Íslandi var hins vegar markmiðið að tvöfalda orkuframleiðsluna aftur næstu fimm árin með álbræðslum í Helguvík, Húsavík og reyndar gott betur með þreföldun í Straumsvík. En orðið álbræðsla eitt og sér felur ekki í sér neina stærðarviðmiðun - Alcoa og Century hafa síðan þá tilkynnt að þau vilji byggja 50% stærri bræðslur en fyrst stóð til. Þannig bættist við orkuþörf upp á heila Kárahnjúkavirkjun - svona í framhjáhlaupi. Það sem var áður klikkuð stærð er skyndilega orðin einhvers konar neðanmálsgrein. Hér var ekki á ferðinni línulegur vöxtur heldur veldisvöxtur. Á eftir tímabili geðveikinnar átti að taka við algert og fullkomið brjálæði. Æðið átti síðan að vera fjármagnað með 400-500 milljarða 100% lánum opinberra orkufyrirtækja. Næstum tvær milljónir á hvert mannsbarn á Íslandi - allt beintengt álverði og leyndu orkuverði sem er allsherjar vitfirring. Um þetta allt var fjallað í fjölmiðlum eins og hverja aðra atvinnusköpun.Er kókaín í heita vatninu?Geðveikin er núna augljós í jarðvarmabransanum. Þar hafði þróunin verið jöfn og stöðug frá hitaveituvæðingunni á kreppuárunum. Nú er engu líkara en menn hafi borað niður á kókaínæð og fyllt rækilega á sér nasirnar. Á Kröflusvæðinu voru menn komnir upp í 60 MW framleiðslu á einhverjum 40 árum og það gekk ekki áfallalaust. Nú á allt í einu að vera hægt að fjórfalda Kröfluvirkjun - stækka hana um 150MW. Menn stefna á að tífalda orkuframleiðslu í Þingeyjarsýslum til að þjóna nýrri Alcoa-verksmiðju á fimm árum. Er það ekki 1000% aukning? Það á að ganga eins nærri Þeistareykjum og hægt er og menn vilja Gjástykki líka. Orkuveitan er búin að selja Norðuráli Hengilinn og Hellisheiðina. Magma Energy er búið að auglýsa að þeir ætli að auka framleiðslu HS orku úr 175 megavöttum upp í rúm 400 MW vegna þess að þeir virðast telja sjálfsagt að helstu orkulindirnar á öllu Reykjanesi verði einkavæddar og afhentar Magma. Verkefnafjármögnun heitir það víst núna, ekki einkavæðing. Maður getur spurt eins og asni: Er til þekking og mannafli til að margfalda öll orkufyrirtækin á tíu árum? Af 20 háhitasvæðum á Íslandi - á að raska 16 strax - nánast allt fyrir áliðnaðinn. Fyrirtækin hafa sótt um leyfi til að bora í flest svæðin sem eftir eru. Er enginn efi í huga jarðvísindamanna þegar þeir eru staddir í ævintýraveröld við Torfajökul, Kerlingarfjöll eða við Bitru? Vilja þeir í alvöru fara í ALLT, núna strax? Er þetta menntað fólk eða bara málaliðar sem vinna hvað sem er fyrir hvern sem er? Allt í einu þykjast menn geta tífaldað orkuframleiðsluna í Þingeyjarsýslum til að þjóna nýrri Alcoa-verksmiðju á fimm árum (eða alveg eins verksmiðju í eigu Kínverja). Mörgum virðist þykja eðlilegt að opinber fyrirtæki taki 30 milljarða að láni til að "kanna" hvort næg orka sé fyrir annað Alcoa-álver. Af hverju eru menn svona klikkaðir? Er í alvöru einhver sem telur sniðugt að skuldsetja þjóðina fyrir samtals 300-400 milljarða fyrir tvö Alcoa-álver í sama kjördæmi? Af hverju þarf að tífalda? 1000% aukning? Er þetta ekki klikkuð áhætta? Af hverju byrja menn ekki með 50 MW virkjun, láta hana borga sig upp, gera síðan meira eftir 20 ár eða láta samfélagið einfaldlega njóta ágóðans? Eða á samfélagið helst aldrei að njóta ágóðans?Af sunnlenskri þekkinguÉg var einu sinni á fundi á Húsavík og þar sagðist hitaveitustjórinn léttilega geta náð 1000 MW upp úr háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslu. Ég spurði hvort það væri ekki rétt skilið að vísindamenn hefðu áhyggjur af ofnýtingu á háhitasvæðum landsins. Gagnrýni vísindamanna var skjótafgreidd sem "sunnlensk þekking" og þá fóru allar viðvörunarbjöllur að klingja. Ég fann viðtal við þennan hitaveitustjóra frá 2002. Þá var hann búinn að bora væna holu fyrir 170 milljónir vegna þess að Rússar vildu hugsanlega kannski reisa súrálsverksmiðju og risaálver við Húsavík. Ef maður tekur frá minniháttar staðreyndir eins og þá að rússneski áliðnaðurinn var rekinn af mafíunni, þá er leitun að iðnaði í heiminum með jafn mikinn og eitraðan úrgang og súrálsvinnsla. Dugnaðarforkurinn var búinn að eyða 170 milljónum í að kanna málið. Er þetta ekki klikkað? Þessi óði maður og vinir hans hafa haldið bænum sínum í helgreipum og veðsett orkufyrirtækin upp í rjáfur. Hér hefur allt verið svo gott að menn halda að þeir séu ósnertanlegir. Þótt fyrirtækin stundi djöfulsskap í öðrum löndum myndu þeir aldrei stunda slíkt hérlendis. Sure.Heilagi heimamaðurinnÁ Íslandi fær ótrúlegasta vitleysa gagnrýnislausa framsetningu. Í Morgunblaðinu í mars árið 1987 má finna spá um þróun loðdýraræktar til 1996. Á þessum tíma voru 30 minkabú á landinu. Sagt er frá skýrslu sem spáir því að minkabú verði orðin 600 talsins árið 1996. Þeir gera ráð fyrir tuttuguföldum vexti á tíu árum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Mánuði síðar birtist bjartsýnisfrétt: "Minkastofninn tvöfaldast á þessu ári." Aðeins þremur árum síðar í apríl árið 1990 er þessi dramatíska fyrirsögn: "Loðdýrarækt: Þetta er komið á síðasta snúning. Margir á barmi örvæntingar." Hérlendis er fjallað um sturlun sem norm, jafnvel lífsnauðsyn og æði er æðsta dyggðin - allt er talið eðlilegt ef "heimamaður" vill þetta. Það er ekkert jafn klikkað á Íslandi og hinn heilagi heimamaður. Ef heimamaður vill að óþekktir menn reisi olíuhreinsunarstöð á sínu landi, þá á hann þann heilaga rétt, ekki síst ef hann notar orðið "atvinnusköpun" til að réttlæta gjörðir sínar. Töfraorðið sem tæmir heilabú klikkuðu karlanna og lamar gagnrýna hugsun. Upphæðir sem teldust umtalsverðar í hagtölum nágrannaríkja, orkulindir og innviðir sem eru inni á kortum stórvelda sem "hernaðarlega strategísk" fyrirbæri eru komin undir "vilja heimamanna". Orkuforði og náttúra þjóðarinnar er í höndum örfárra hreppsnefnda sem hafa ekkert starfslið og enga sérþekkingu á meðan meirihluti Íslendinga sem býr á höfuðborgarsvæðinu er hvergi talinn til "heimamanna". Mafíurekið álfyrirtæki? Dularfullir málaliðar? Heimsfrægir sóðar. Réttindi til 120 ára? Menn ganga svo langt til að þóknast sínum draumaprinsi að þeir verða eins og ljóta systirin í ævintýrinu, klippa af sér tærnar til að troða sér í glerskóinn. Í stað þess að mæta andstöðu á félagslega vængnum þá eru klikkaðar hugmyndir keyrðar upp af trylltum verkalýðsleiðtogum sem heimta öfgafulla skuldsetningu á opinberum orkufyrirtækjum. Ef hik verður á skuldsetningunni þá eru menn "að draga lappirnar". Íslendingar eru aumingjar ef þeir geta ekki ábyrgst 200 milljarða fyrir Norðurál og annað eins fyrir Alcoa. Þegar opinberu fyrirtækin eru ónýt og geta ekki virkjað fyrir stóriðjuna er eina niðurstaðan tafarlaus einkavæðing auðlindanna til að "rjúfa kyrrstöðuna". ASÍ setur í "stöðugleikasáttmálann" að „öllum hindrunum skuli rutt úr vegi" álvers í Helguvík. En blóð í skó. Einmitt út af svona hugsun eru á annað hundrað útlendinga enn þá óvinnufærir eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Öllum hindrunum var rutt úr vegi til að gefa Alcoa orkuverð sem sparar þeim 200 milljón dollara á ári. Það eru árslaun 10.000 kennara. Það er geðveiki að skaða starfsorku svo margra til að skapa 400 störf. Menn nota reyndar úrelt viðmið eins og margföldunaráhrif til að ýkja áhrifin - en væri ekki lágmarks kurteisi að draga þá óvinnufæru frá heildartölunni?Stækkun strandar á OrkustofnunÁlbræðslan í Helguvík er tákn um hvað Ísland er lélegt land og illa rekið. Álverið í Helguvík rís þrátt fyrir að skipulag liggi ekki fyrir og ekki orkuöflun heldur. Gott ef mengunarkvótann vantar ekki líka. Álbræðslan í Helguvík er tákn um hversu veik stjórnsýslan er í landinu, hvað fagmennska og langtímahugsun er í miklum molum og hvernig fjölmiðlar nánast hvetja til lögbrota í fyrirsögnum. Dæmi: HS Orka hyggst stækka Reykjanesvirkjun um 50 MW. Stækkun er háð virkjunarleyfi frá Orkustofnun. Sérfræðingar telja að Reykjanesið sé nú þegar ofnýtt. HS orka er hins vegar búin að eyða milljörðum í nýja túrbínu. Fyrirsagnir snúa ekki að þeirri spillingu, að kaupa milljarða túrbínur áður en leyfi fæst. Fyrirsagnir eru frekar á þessa leið: „Stækkun strandar á Orkustofnun". Ef við snúum þessu upp á IceSave þá myndi fréttamaðurinn skrifa svona: „Enn hefur fjármálaeftirlitið ekki heimilað rekstur útibúa í Bretlandi - þrátt fyrir að Landsbankinn sé búinn að eyða milljarði í tölvukerfi til að taka við innistæðum." Orkuveita Reykjavíkur er núna með milljarða á lager af vannýttum túrbínum sem voru keyptar fyrir Norðurál í Helguvík áður en búið var að skipuleggja eða samþykkja línuleiðina. Borgarbúar þurfa að borga niður lánið. Forsenda álversins er að OR fái að virkja við Bitru og Hverahlíð. Það er hins vegar ekki ljóst hvort íbúar í Hveragerði vilji taka þátt í tilraun um áhrif brennisteinsmengunar á lýðheilsu. Forsenda álversins er líka sú að HS orka fái Krýsuvík og Eldvörp og að Landsvirkjun láti tilleiðast og setji Þjórsá í púkkið. Þannig reisa opinberir aðilar flókna spilaborg þar sem saman fara áhætta, skuldir og skuldbindingar sem falla ef aðeins eitt spilið fellur. Þannig er búið að binda hendur næstu borgarstjórna og efna í brjálæðislegt framkvæmdafyllirí á mikilvægum svæðum, allt fyrir eitt fyrirtæki sem vantar flest leyfin. Gæti nokkur maður sagt frá þessu verkefni á alþjóðlegri ráðstefnu án þess að vera púaður niður sem fúskari? Á álráðstefnu myndi slíkur maður reyndar vekja meiri losta en erótískur dansari: „Vestræn þjóð með þriðja heims leikreglur. Nammi namm!" Verkalýðshreyfingin vill ekki leikreglur, fagmennsku eða langtímahugsun í orkumálum. Hún vill bara að „öllum hindrunum sé rutt úr vegi". Forstjóri Norðuráls ætti að fá sírenu á bílinn sinn svo umferðarreglur tefji hann ekki. Álver, kísilver, gagnaver - það er ekki til orka fyrir þetta allt. Samt eru allir byrjaðir að byggja út í loftið. Klikkað lið sem allir tipla í kringum í meðvirkniskasti. Hin viðtekna vitfirringAð tvöfalda orkuframleiðslu átti þátt í því að fokka upp efnahagslífinu. Hugmyndin um að tvöfalda hana síðan aftur er bilun sem á sér enga samsvörun í hinum vestræna heimi. Þótt rúmlega allur ágóði af auðlindum renni til erlendra lánardrottna þá hefur það engin áhrif á brjálæðingana. Andspænis byltingu og geðveiki, geðveikislegu tapi, brjáluðum hækkunum á orkuverði til almennings - eiga náttúrufræðingar að setjast til borðs með óðum mönnum og skilgreina hvað skuli vernda og hvað virkja. En þrátt fyrir fyrirsjáanlega tvöföldun framleiðslunnar þá vilja þeir líka Þjórsárver, líka Kerlingarfjöll, líka Torfajökulsvæðið - vilja eiginlega allt og vilja fá það STRAX. Það er aðdáunarvert að menn ræða málin af kurteisi þótt eina heilbrigða svarið sé að æpa: ÉG LÆT EKKI BJÓÐA MÉR ÞESSA HELVÍTIS GEÐVEIKI! Við erum stödd í miðri byltingu en menn kalla sig ekki álbyltingarmenn - þeir skilgreina sig sem normal þótt skalinn sé geðveikur. Menn fíla sig jafnvel ofsótta. Þannig eru stríðsherrar alltaf ofsóttir hófsemdarmenn þegar þeir ætla bara rétt að leggja undir sig nágrannaríkið í nafni friðar. Sá sem ekki tekur þátt í múgæsingunni er annaðhvort svikari eða klikkaður. Kjarni vandansSkoðanakannanir gegnum árin hafa sýnt að stór hluti karlmanna á aldrinum 40-70 ára hefur verið hlynntur geðveikinni - að tvöfalda og tvöfalda svo aftur. Mesti vandinn er meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins þar sem mikill meirihluti karlmanna hefur jafnvel talið geðveikina forsendu þess að líf þrífist á Íslandi. Auk þess vill mikill meirihluti þeirra slaka á umhverfiskröfum og losa reglugerðir. Þarna liggur alvarlegasta pólitíska meinið á Íslandi. Ef allt væri eðlilegt ættu karlarnir okkar að vera íhaldssamir, hófsamir, áhættufælnir, trúaðir, sparsamir, reglufastir og jafnvel dálítið leiðinlegir. Þetta er mikilvægur hópur manna í hverju samfélagi. Þarna eru margir dæmigerðir heimilisfeður, þarna eru máttarstólpar samfélaga, íþróttafélaga, stjórnendur fyrirtækja, áhrifamenn, þingmenn og jafnvel blaðamenn og ritstjórar. Þetta eru menn sem hafa vald til að skilgreina hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Það er mjög alvarlegt þegar svona mikilvægur hópur bilast. Það er einsdæmi í veröldinni að þjóð drekki fyrirtækjum sínum í skuldir til þess að tvöfalda orkuframleiðslu og tvöfalda hana aftur og raska til þess jafn mörgum svæðum á jafn stuttum tíma. Það er einsdæmi að vestræn þjóð taki á sig svona mikla áhættu og fórni svo miklu fyrir óljósan og leynilegan ágóða af viðskiptum við amerískt stórfyrirtæki. Hvaða vestræna þjóð myndi veðsetja sig sem nemur tveimur milljónum á mann fyrir dóna eins og Century eða Alcoa? Af jarðbundum súrrealismaÞað er hættulegt að keyra of hratt. Hraðinn drepur. Það er slæmt fyrir samfélög þegar krítískur massi mikilvægra karlmanna í samfélagi fer að aðhyllast byltingarkenndar og fullkomlega ábyrgðarlausar hugmyndir og trúir á þær í blindni. Þessi hópur er ekki stjórntækur á meðan þetta ástand varir og það er því engin tilviljun að stjórn borgarinnar er núna í höndum pönkara og súrrealista. Hófsöm blanda af súrrealisma og pönki er jarðbundin, íhaldssöm og ábyrg stefna þegar hún er borin saman við ranghugmyndir og stjórnleysi brjáluðu mannanna. Þeir sem verst eru haldnir í þessum hópi eiga sameiginlega aðdáun á Einari Benediktssyni. Það er frægt að menn fóru um landið við uppkaup á fossaréttindum í upphafi 20. aldar. Einar Ben lét norska verkfræðinginn Sætersemoen teikna röð af virkjunum upp alla Þjórsá. Myndirnar af stöðvarhúsunum eru glæsilegar og heillandi og væru eflaust taldar fegurstu byggingar landsins ef af hefði orðið. En hversu raunhæf voru áformin? Þeir voru samtals búnir að mæla og teikna framleiðslu í Þjórsá upp á einhver 600-800 MW - árið 1918 nota bene. Þá eru ekki meðtalin öll réttindin sem menn höfðu tryggt sér annars staðar, meðal annars við Dettisfoss og Gullfoss. Til samanburðar má geta þess að núna, 100 árum síðar, notar Reykjavík um 200 megavött - á aðfangadag með öll raftæki á fullu stími. Hvað ætlaði Einar að gera við alla þessa orku árið 1918? Álframleiðsla var eiginlega ekki til og ekki sjónvörp eða frystikistur. Stáliðjur nota helst hita frá kolum. Hvað átti að gera? Framleiða áburð? Áburðarverksmiðjan í Gufunesi notaði einhver 20 megawött þegar mest var. Hver átti að nota alla orkuna og borga niður virkjunarröðina? Svarið er líklega einfalt: Enginn. Enginn í heiminum hefði getað nýtt þessa orku! Þetta var bara rugl. Auðvitað hefði verið miklu nær að virkja einn bæjarlæk og lýsa þótt ekki væri nema eina sveit, já jafnvel eitt fjós. En það er engin fróun í því, engin stórmennska í því. Það er miklu meira spönk í því að raða stöðvarhúsum upp alla Þjórsá. Meira en þjóðin getur torgað 100 árum síðar. Margir halda enn þann daginn í dag að stjórnvöld á þessum tíma hafi verið eftirá, hrædd við útlendinga og komið í veg fyrir mikið gróðafyrirtæki og „erlenda fjárfestingu". En það er nóg að horfa bara á tölurnar og sjá að þetta var tóm steypa. Það er svo skrítið að allar götur síðan hefur blundað undarleg þjóðarsorg hjá ákveðnum hópi íslenskra karlmanna. Eins og ójarðtengdar hugmyndir Einars hafi legið á síðari kynslóðum eins og mara. Ekki eins og órar heldur raunhæft markmið og glatað tækifæri: „Nú hafa draumar aldamótaskáldanna loksins ræst", sagði Geir Haarde þegar hann skrifaði undir samning við Alcoa árið 2002. Já - Loksins! Loksins! var þjóðin dregin inn í aldagamla hugaróra. Enginn maður með mönnum nema hann tvöfaldist og tífaldist þar til hann springur.Karlar sem hata konurMúgurinn virðist ekkert hata meira en ungar menntaðar konur sem nota orð eins og „faglegt" eða „ferli". Þrátt fyrir að álframleiðsla á Íslandi hafi verið þrefölduð á síðustu 10 árum telja margir að efnahagsvandamál Íslands stafi fyrst og fremst af skorti á álverum. Helguvíkurbullur eyddu milljónum í auglýsingar gegn Svandísi Svavarsdóttur í afneitun á ábyrgð klikkaða bæjarstjórans. Bloggheimar ærðust þegar Kolbrún Halldórs talaði gegn olíuborunum. Það var fyrir tíð BP-slyssins í Mexíkóflóa. Það var aftökustemning á fundi með Þórunni Sveinbjarnar á Húsavík og vantaði ekkert nema heykvíslarnar. Hnignun Sjálfstæðisflokks sést best á því að Katrín Fjeldsted dettur út. Hún er vel menntaður, rökfastur, gáfaður læknir og eini þingmaðurinn þeirra sem setti spurningarmerki við geðveikina. Í staðinn koma óðir menn eins og Jón Gunnarsson og Tryggvi Þór sem eru byrjaðir að atast í Þjórsárverum. Öllum hindrunum skal rutt úr vegi. Íslendingar veiða 1 prósent af fiski í heiminum. Við fáum fleiri ferðamenn á mann en flestar þjóðir. Á Íslandi er búið að virkja fimm sinnum meira en þjóðin þarfnast og það eru þrjú álver á landinu. Í staðinn fyrir að horfa á það sem við eigum og fyllast öryggi og safna peningum í varasjóði þá tryllist allt um leið og óður verkalýðsleiðtogi talar um REIÐARSLAG FYRIR ÞJÓÐINA. Reiðarslag ef Orkuveitan fær ekki lán til að skuldsetja sig til helvítis fyrir Norðurál. Reiðarslag ef alþjóðlegt glæpafyrirtæki missir áhuga á auðlindum okkar. Einkunnarorð ASÍ ætti að vera: Sem mest, sem hraðast, sem ljótast. Í stað þess að vera íhaldssöm þegar kemur að áhættu þá er ekki til sú vitleysa sem þjóðin á ekki að vera til í að ábyrgjast bara ef verktakamafían í SA og SI græðir nógu mikið á því. En við erum BÚIN að virkja fimm sinnum meira en nágrannalöndin. Við erum þegar orðin orkustórveldi - að öllu eðlilegu ætti slík fjárfesting að skila þjóðinni einhverjum tekjum ef við missum ekki arðinn og auðlindirnar frá okkur í annarri skuldahrinu. En umræðan er svo klikkuð. Menn láta eins og það „MEGI EKKERT GERA", þegar orkuframleiðslan er þegar orðin fimmföld á við það sem þekkist hjá nokkurri þjóð. Við erum nú þegar með allt sem nútímasamfélag þarfnast. Það þarf bara að sinna því sem við höfum þegar byggt upp, fá arð af því sem þegar hefur verið virkjað og fara betur með það sem þegar fiskast. Menn fyllast óöryggi þegar hagsmunahópar emja: „Hver á að standa undir okkur í framtíðinni", eins og hér sé engin „undirstaða". Óttavæðingin veldur því að Ísland er eins og maður sem heimtar geislameðferð, lyfjameðferð og uppskurð til að lækna hausverk. Sannleikurinn er sá að meðferðin mun aldrei lækna hann - en hún gæti drepið hann. Í besta falli verður hann háður lyfjunum.Skilaboð til frænda þínsVið erum lítið samfélag og það þarf að vera vinnufriður hérna. Að Björk taki sér frí úr vinnunni til að berjast gegn vitleysunni er bara lítið dæmi um þá truflun sem þúsundir Íslendinga verða fyrir á hverjum degi út af þessum látum. Það er hræðilegt að mikilvægur hópur karla á landinu mælist hálf klikkaður. Það verður ekki líft hérna ef menn vilja efna til átaka í kringum hvert einasta náttúruundur á landinu. Það er óþolandi að ekki sé hægt að láta fallegustu svæði á Íslandi í friði. Það er ömurlegt að þurfa að eyða svo mikið sem mínútu í að hugsa um svæði eins og Torfajökul, Kerlingarfjöll eða Þjórsárver sem ættu að vera óumdeild. Við erum lítið samfélag, meðvirkni grasserar hérna og menn eru kurteisir. En næst þegar klikkaði frændi þinn kemur í heimsókn og sýnir þér nýja útfærslu af virkjun í Þjórsárverum: Segðu honum vinsamlegast að hoppa upp í rassgatið á sér.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun