Spánverjar völdu FM Belfast 15. apríl 2010 09:00 Útvarpshlustendur á Spáni völdu FM Belfast til að spila í Madríd. „Miðað við hvað gekk ótrúlega vel á tónleikunum á Eurosonic og hvað var mikil stemning þá kom þetta ekkert ótrúlega mikið á óvart," segir hinn skeleggi Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast. FM Belfast kom fram á tónlistarhátíðinni Eurosonic í Hollandi í janúar. Hljómsveitin var í kjölfarið valin ein af tíu athyglisverðustu hljómsveitum hátíðarinnar. Lög með hljómsveitunum tíu voru í framhaldinu send í samkeppni á Spáni þar sem hlustendur Radio 3 völdu þrjár hljómsveitir til að koma fram á European Music Festival Day í Madríd. Það er skemmst frá því að segja að hlustendurnir kolféllu fyrir laginu Underwear með FM Belfast og hljómsveitin því ein af þeim sem kemur fram á hátíðinni. „Ég hef komið til Barcelona og það er ein uppáhaldsborgin mín í öllum heiminum. Hátíðin er í Madríd og við hlökkum til að fara í sólar- og mangólykt," segir Árni. FM Belfast spilar á fjölmörgum tónleikum í sumar og kemur meðal annars fram á Hróarskelduhátíðinni víðfrægu í Danmörku. „Þetta er skemmtileg viðbót í dagskrána. Við erum alveg pínu stressuð yfir öllum tónleikunum sem eru fram undan í sumar, en samt ótrúlega glöð yfir því." Íslendingum gefst kostur á að sjá FM Belfast á tónleikum á Nasa á morgun ásamt Retro Stefson. Árni lofar því að sex ný lög fái að hljóma. Forsala fer fram á Midi.is. Hljómsveitin kemur einnig fram á Græna hattinum á laugardaginn. - afb Lífið Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Miðað við hvað gekk ótrúlega vel á tónleikunum á Eurosonic og hvað var mikil stemning þá kom þetta ekkert ótrúlega mikið á óvart," segir hinn skeleggi Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast. FM Belfast kom fram á tónlistarhátíðinni Eurosonic í Hollandi í janúar. Hljómsveitin var í kjölfarið valin ein af tíu athyglisverðustu hljómsveitum hátíðarinnar. Lög með hljómsveitunum tíu voru í framhaldinu send í samkeppni á Spáni þar sem hlustendur Radio 3 völdu þrjár hljómsveitir til að koma fram á European Music Festival Day í Madríd. Það er skemmst frá því að segja að hlustendurnir kolféllu fyrir laginu Underwear með FM Belfast og hljómsveitin því ein af þeim sem kemur fram á hátíðinni. „Ég hef komið til Barcelona og það er ein uppáhaldsborgin mín í öllum heiminum. Hátíðin er í Madríd og við hlökkum til að fara í sólar- og mangólykt," segir Árni. FM Belfast spilar á fjölmörgum tónleikum í sumar og kemur meðal annars fram á Hróarskelduhátíðinni víðfrægu í Danmörku. „Þetta er skemmtileg viðbót í dagskrána. Við erum alveg pínu stressuð yfir öllum tónleikunum sem eru fram undan í sumar, en samt ótrúlega glöð yfir því." Íslendingum gefst kostur á að sjá FM Belfast á tónleikum á Nasa á morgun ásamt Retro Stefson. Árni lofar því að sex ný lög fái að hljóma. Forsala fer fram á Midi.is. Hljómsveitin kemur einnig fram á Græna hattinum á laugardaginn. - afb
Lífið Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira