Umfjöllun: Haukar á leið í úrslitarimmuna eftir sigur í Digranesinu Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 24. apríl 2010 17:26 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Haukamenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitaviðureignina í dag en þeir sigruðu HK, 19-21, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi N1-deild karla í handbolta. Haukamenn leiddu leikinn mest allan tímann en misstu tökin undir lokin og náðu heimamenn að jafna en Haukar náðu að klára dæmið og HK-ingar eru á leið í sumarfrí. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Haukum byrjuðu leikinn þó betur. Heimamenn voru eitthvað óöryggir og stressaðir í sókninni en Sveinbjörn varði vel í markinu og hélt þeim við efnið. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í þessum leik. Heimamenn fóru ílla að ráði sínu í nokkur skipti og klúðruðu sóknum sínum á klaufalegan hátt sem er ansi dýrt í leik sem þessum. Heimamenn fundu loks rétta taktinn sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn á meðan Sveinbjörn varði vel í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í liði gestanna í fyrrihálfleik og fann réttu leiðina framhjá Sveinbirni með fimm mörk. Í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur í sókninni með fjögur mörk fyrir hlé. Staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 9-11, Haukum í vil. Haukamenn leiddu leikinn allan tímann og þannig var það í síðari hálfleik líka. Haukaliðið silgdi rólega fram úr heimamönnum og voru í góðri stöðu þegar tólf mínútur voru eftir, fimm mörkum yfir, 13-18. Það vantaði meiri vilja í heimamenn til að ná gestunum og þó svo að þeir væru einum fleiri þá náðu þeir ekki að nýta sér það nægilega vel. En svo loks kom það, síðustu tíu mínúturnar sýndu HK-menn sitt rétta andlit og áttu mjög góðan kafla. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu svo að jafna leikinn 19-19 er tvær mínútur voru eftir. Haukamenn voru með taugarnar í lagi og kláruðu leikinn með tveimur mörkum undir lokin og lokatölur sem fyrr segir, 19-21, Haukum í vil. Þeir mæta svo annað hvort Val eða lið Akureyris sem að eigast við fyrir norðan í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, átti frábæran dag í markinu með 24 skot varin. HK-menn geta þakkað honum fyrir að hafa ekki endað flottan vetur á stóru tapi en hann gjörsamlega hélt þeim inn í leiknum með frábærum vörslum. Atli Ævar Ingólfsson átti líka góðan leik á línunni í liði heimamanna en hann var markahæstur með 9 mörk. Í liði gestanna fór Björgvin Þór Hólmgeirsson mikinn og var markahæstur með sjö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson átti einnig fínan leik með 17 skot varin.HK-Haukar 19-21 (9-11) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Sverrir Hermannsson 3 (12), Bjarki Már Gunnarsson 2 (5), Atli Karl Bachmann 2 (6), Bjarki Már Elísson 1 (2/1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Atli 2, Hákon, Atli Karl)Fiskuð víti: 1 (Valdimar)Utan vallar: 0 mín.Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 7 (16), Elías Már Halldórsson 4 (6), Sigurbergur Sveinsson 3 (15/1), Einar Örn Jónsson 2 (3), Pétur Pálsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1/1 (2/1), Freyr Brynjarsson 1 (6).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Guðmundur, Freyr, Elías, Björgvin)Fiskuð víti: 2 (Pétur, Sigurbergur)Utan Vallar: 6 mín.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Haukamenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitaviðureignina í dag en þeir sigruðu HK, 19-21, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi N1-deild karla í handbolta. Haukamenn leiddu leikinn mest allan tímann en misstu tökin undir lokin og náðu heimamenn að jafna en Haukar náðu að klára dæmið og HK-ingar eru á leið í sumarfrí. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Haukum byrjuðu leikinn þó betur. Heimamenn voru eitthvað óöryggir og stressaðir í sókninni en Sveinbjörn varði vel í markinu og hélt þeim við efnið. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í þessum leik. Heimamenn fóru ílla að ráði sínu í nokkur skipti og klúðruðu sóknum sínum á klaufalegan hátt sem er ansi dýrt í leik sem þessum. Heimamenn fundu loks rétta taktinn sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn á meðan Sveinbjörn varði vel í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í liði gestanna í fyrrihálfleik og fann réttu leiðina framhjá Sveinbirni með fimm mörk. Í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur í sókninni með fjögur mörk fyrir hlé. Staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 9-11, Haukum í vil. Haukamenn leiddu leikinn allan tímann og þannig var það í síðari hálfleik líka. Haukaliðið silgdi rólega fram úr heimamönnum og voru í góðri stöðu þegar tólf mínútur voru eftir, fimm mörkum yfir, 13-18. Það vantaði meiri vilja í heimamenn til að ná gestunum og þó svo að þeir væru einum fleiri þá náðu þeir ekki að nýta sér það nægilega vel. En svo loks kom það, síðustu tíu mínúturnar sýndu HK-menn sitt rétta andlit og áttu mjög góðan kafla. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu svo að jafna leikinn 19-19 er tvær mínútur voru eftir. Haukamenn voru með taugarnar í lagi og kláruðu leikinn með tveimur mörkum undir lokin og lokatölur sem fyrr segir, 19-21, Haukum í vil. Þeir mæta svo annað hvort Val eða lið Akureyris sem að eigast við fyrir norðan í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, átti frábæran dag í markinu með 24 skot varin. HK-menn geta þakkað honum fyrir að hafa ekki endað flottan vetur á stóru tapi en hann gjörsamlega hélt þeim inn í leiknum með frábærum vörslum. Atli Ævar Ingólfsson átti líka góðan leik á línunni í liði heimamanna en hann var markahæstur með 9 mörk. Í liði gestanna fór Björgvin Þór Hólmgeirsson mikinn og var markahæstur með sjö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson átti einnig fínan leik með 17 skot varin.HK-Haukar 19-21 (9-11) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Sverrir Hermannsson 3 (12), Bjarki Már Gunnarsson 2 (5), Atli Karl Bachmann 2 (6), Bjarki Már Elísson 1 (2/1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Atli 2, Hákon, Atli Karl)Fiskuð víti: 1 (Valdimar)Utan vallar: 0 mín.Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 7 (16), Elías Már Halldórsson 4 (6), Sigurbergur Sveinsson 3 (15/1), Einar Örn Jónsson 2 (3), Pétur Pálsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1/1 (2/1), Freyr Brynjarsson 1 (6).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Guðmundur, Freyr, Elías, Björgvin)Fiskuð víti: 2 (Pétur, Sigurbergur)Utan Vallar: 6 mín.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti