Samfélag fyrir alla 1. september 2010 06:00 Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt í fjórða sinn 3. desember nk. Þá verðlaunar Öryrkjabandalag Íslands þá sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Megintilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu helsta baráttumáli Öryrkjabandalags Íslands: einu samfélagi fyrir alla. Það er grundvallaratriði að fatlað fólk standi að því að veita verðlaun sem þessi. Það er okkar, sem á einhvern hátt erum fötluð, að gefa tóninn, leggja línurnar og vera í fararbroddi við að meta það sem vel er gert í okkar málaflokki. Verðlaunin eru í senn hrós fyrir vel unnin störf og hvatning til áframhaldandi góðra verka. Til þess að gefa sem flestum færi á því að taka þátt í að velja verðlaunahafana leitar undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ til allra sem þekkja til og áhuga hafa á þessum vettvangi og hvetur þá til að stinga upp á verðugum fulltrúum. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki einstaklinga, flokki fyrirtækis/stofnunar og flokki umfjöllunar/kynningar. Þekkir þú einhvern sem þér finnst hafa staðið sig sérstaklega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks? Manstu eftir einhverju fyrirtæki eða stofnun þar sem aðgengismál eru til fyrirmyndar eða starfsmannastefnan tekur mið af því að fólk er margbreytilegt? Varð einhver bók, tímaritsgrein eða kvikmynd til þess að þú öðlaðist betri skilning og þekkingu á málefnum fatlaðs fólks? Þessi atriði og ótal mörg önnur gætu legið tilnefningum til grundvallar. Allar upplýsingar um hvernig skila skal inn tilnefningum má finna á vef Öryrkjabandalagsins, www.obi.is, en skilafrestur er til 15. september. Taktu þátt í því með okkur að veita þeim viðurkenningu sem lagt hafa sitt af mörkum til þess að hér verði eitt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt í fjórða sinn 3. desember nk. Þá verðlaunar Öryrkjabandalag Íslands þá sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Megintilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu helsta baráttumáli Öryrkjabandalags Íslands: einu samfélagi fyrir alla. Það er grundvallaratriði að fatlað fólk standi að því að veita verðlaun sem þessi. Það er okkar, sem á einhvern hátt erum fötluð, að gefa tóninn, leggja línurnar og vera í fararbroddi við að meta það sem vel er gert í okkar málaflokki. Verðlaunin eru í senn hrós fyrir vel unnin störf og hvatning til áframhaldandi góðra verka. Til þess að gefa sem flestum færi á því að taka þátt í að velja verðlaunahafana leitar undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ til allra sem þekkja til og áhuga hafa á þessum vettvangi og hvetur þá til að stinga upp á verðugum fulltrúum. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki einstaklinga, flokki fyrirtækis/stofnunar og flokki umfjöllunar/kynningar. Þekkir þú einhvern sem þér finnst hafa staðið sig sérstaklega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks? Manstu eftir einhverju fyrirtæki eða stofnun þar sem aðgengismál eru til fyrirmyndar eða starfsmannastefnan tekur mið af því að fólk er margbreytilegt? Varð einhver bók, tímaritsgrein eða kvikmynd til þess að þú öðlaðist betri skilning og þekkingu á málefnum fatlaðs fólks? Þessi atriði og ótal mörg önnur gætu legið tilnefningum til grundvallar. Allar upplýsingar um hvernig skila skal inn tilnefningum má finna á vef Öryrkjabandalagsins, www.obi.is, en skilafrestur er til 15. september. Taktu þátt í því með okkur að veita þeim viðurkenningu sem lagt hafa sitt af mörkum til þess að hér verði eitt samfélag fyrir alla.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar