Félagshyggjustjórn í Reykjavíkurborg Björgvin Guðmundsson skrifar 22. júlí 2010 06:00 Samfylkingin og Besti flokkurinn hafa myndað meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, félagshyggjustjórn. Jón Gnarr lýsti því yfir að Besti flokkurinn ætti fremur samleið með Samfylkingunni en öðrum flokkum enda aðhylltist Besti flokkurinn félagshyggju eins og Samfylkingin. Jón Gnarr er borgarstjóri en Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Ég hygg, að gott jafnvægi sé milli þessara tveggja leiðtoga stjórnarflokka borgarinnar. Bæta á hag þeirra verst settuÍ málefnasamningi nýja meirihlutans kennir ýmissa grasa og áhrif Besta flokksins eru greinileg. En mestu máli skiptir, að sjónarmið félagshyggju koma skýrt fram. Nýi meirihlutinn ætlar að bæta hag þeirra, sem verst eru staddir með auknum framlögum frá félagsþjónustunni og aðstoða á útigangskonur, fá þeim húsaskjól. Stefnt er að því að hækka framfærsluviðmiðið. En stærsta málið er auknar ráðstafanir Reykjavíkurborgar til atvinnuaukningar, t.d. með auknum viðhaldsverkefnum. Meirihlutinn ætlar að stöðva útþenslu borgarinnar og þétta byggðina. Útþensla borgarinnar er gífurlega kostnaðarsöm og það má spara mikið fé með því að þétta byggðina. Taka á Vatnsmýrina smátt í smátt í notkun, í byrjun undir sérstök verkefni, sem tengjast rannsóknar- og þekkingarverkefnum. Síðar er stefnt að íbúðabyggð í Vatnsmýri. Sameining og fækkun nefndaNýi meirihlutinn boðaði strax við valdatöku sína sameiningu og fækkun nefnda. Ákveðin verkefni, sem áður heyrðu undir nefndir verða færð undir borgarráð. Síðar er ætlunin að sameina stofnanir. Oddný Sturludóttir verður formaður menntaráðs og fer m.a. með grunnskólamál og leikskólamál. Besti flokkurinn fær formennsku í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingunni er formaður velferðarráðs. Og Hjálmar Sveinsson er formaður stjórnar Faxaflóahafna. Nýja stjórnin boðaði, að fram færi nákvæm athugun á fjármálum og fjárhagsstöðu Orkuveitunnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir er forseti borgarstjórnar. Nýi meirihlutinn kom sér saman um að bjóða minnihlutanum þetta embætti og innsigla þannig ný vinnubrögð í borgarstjórn þ.e. aukið samstarf milli meirihluta og minnihluta. Sóley Tómasdóttir frá VG verður fyrsti varaforseti borgarstjórnar. Björk Vilhelmsdóttir (SF) verður annar varaforseti. Auk þessa fær minnihlutinn einnig formennsku í nefndum. Þetta hefur ekki áður gerst í borgarstjórn, þ.e. að meirihlutinn léti minnihlutann fá veigamikil embætti. Hér er því um sögulegan atburð að ræða í sögu borgarstjórnar og verður það væntanlega upphaf að bættum og betri vinnubrögðum. Meirihluti og minnihluti munu væntanlega vinna saman að brýnum verkefnum í þágu borgarbúa. Of snemmt er að spá um hvernig nýja meirihlutanum mun ganga en hann hefur mörg góð áform á prjónunum. Lítið er sagt um fjármál í stefnuskránni og því ekki vitað hvort útsvörin verða óbreytt eða ekki. Þriðja félagshyggjustjórninHinn nýi meirihluti í Reykjavík er þriðja félagshyggjustjórnin í borgarstjórn eftir meira en hálfrar aldar valdaskeið Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fyrsta félagshyggjustjórnin komst til valda í Reykjavík árið 1978. Það var meirihluti Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Alþýðuflokkurinn hafði 2 borgarfulltrúa, Alþýðubandalagið 5 og Framsókn var með 1. Ég var þá oddviti Alþýðuflokksins í borgarstjórn. Samkomulag náðist milli flokkanna um samvinnu á mjög skömmum tíma. Ég lagði til strax í upphafi, að samvinnan yrði á jafnræðisgrundvelli þrátt fyrir, að flokkarnir væru misstórir að borgarfulltrúatölu. Það var samþykkt. Þetta þýddi að völdum og áhrifum var skipt jafnt. Þess vegna fengu allir 3 flokkarnir 1 fulltrúa hver í borgarráði og þannig var jafnræðið milli flokkanna innsiglað í borgarráði. Ákveðið var að formennska borgarráðs „roteraði" á milli flokkanna. Alþýðuflokkurinn fékk formennsku í borgarráði fyrsta árið. Oddviti Alþýðubandalagsins varð forseti borgarstjórnar, oddviti Alþýðuflokksins 1. varaforseti og oddviti Framsóknar 2. varaforseti. Nefndum og formennsku í þeim var skipt jafnt milli flokkanna. Meirihlutaflokkarnir höfðu unnið saman í minnihluta um margra ára skeið og flutt sameiginlegar tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlana. Þess vegna lá sameiginlegur málefnagrundvöllur fyrir. Með tilkomu R-listans 1994 komst félagshyggjustjórn öðru sinni til valda í Reykjavík. Aðilar að R-listanum voru í upphafi Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Samtök um kvennalista. R-listinn var við völd í Reykjavík í 3 kjörtímabil eða í 12 ár. R-listinn framkvæmdi mörg merk umbótamál í Reykjavík og markaði djúp spor. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veitti R-listanum örugga forustu. Þriðja félagshyggjustjórnin í Reykjavík er síðan meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar, sem nú hefur tekið við völdum í Reykjavík. Vonandi gengur samstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík vel. Ljóst er þó að fulltrúar Besta flokksins eru óvanir stjórnmálum og stjórnunarstörfum. Samfylkingin verður að leggja til reynsluna en Besti flokkurinn leggur til nýjungar og ný vinnubrögð. Síðan er að sjá hvernig til tekst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin og Besti flokkurinn hafa myndað meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, félagshyggjustjórn. Jón Gnarr lýsti því yfir að Besti flokkurinn ætti fremur samleið með Samfylkingunni en öðrum flokkum enda aðhylltist Besti flokkurinn félagshyggju eins og Samfylkingin. Jón Gnarr er borgarstjóri en Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Ég hygg, að gott jafnvægi sé milli þessara tveggja leiðtoga stjórnarflokka borgarinnar. Bæta á hag þeirra verst settuÍ málefnasamningi nýja meirihlutans kennir ýmissa grasa og áhrif Besta flokksins eru greinileg. En mestu máli skiptir, að sjónarmið félagshyggju koma skýrt fram. Nýi meirihlutinn ætlar að bæta hag þeirra, sem verst eru staddir með auknum framlögum frá félagsþjónustunni og aðstoða á útigangskonur, fá þeim húsaskjól. Stefnt er að því að hækka framfærsluviðmiðið. En stærsta málið er auknar ráðstafanir Reykjavíkurborgar til atvinnuaukningar, t.d. með auknum viðhaldsverkefnum. Meirihlutinn ætlar að stöðva útþenslu borgarinnar og þétta byggðina. Útþensla borgarinnar er gífurlega kostnaðarsöm og það má spara mikið fé með því að þétta byggðina. Taka á Vatnsmýrina smátt í smátt í notkun, í byrjun undir sérstök verkefni, sem tengjast rannsóknar- og þekkingarverkefnum. Síðar er stefnt að íbúðabyggð í Vatnsmýri. Sameining og fækkun nefndaNýi meirihlutinn boðaði strax við valdatöku sína sameiningu og fækkun nefnda. Ákveðin verkefni, sem áður heyrðu undir nefndir verða færð undir borgarráð. Síðar er ætlunin að sameina stofnanir. Oddný Sturludóttir verður formaður menntaráðs og fer m.a. með grunnskólamál og leikskólamál. Besti flokkurinn fær formennsku í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingunni er formaður velferðarráðs. Og Hjálmar Sveinsson er formaður stjórnar Faxaflóahafna. Nýja stjórnin boðaði, að fram færi nákvæm athugun á fjármálum og fjárhagsstöðu Orkuveitunnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir er forseti borgarstjórnar. Nýi meirihlutinn kom sér saman um að bjóða minnihlutanum þetta embætti og innsigla þannig ný vinnubrögð í borgarstjórn þ.e. aukið samstarf milli meirihluta og minnihluta. Sóley Tómasdóttir frá VG verður fyrsti varaforseti borgarstjórnar. Björk Vilhelmsdóttir (SF) verður annar varaforseti. Auk þessa fær minnihlutinn einnig formennsku í nefndum. Þetta hefur ekki áður gerst í borgarstjórn, þ.e. að meirihlutinn léti minnihlutann fá veigamikil embætti. Hér er því um sögulegan atburð að ræða í sögu borgarstjórnar og verður það væntanlega upphaf að bættum og betri vinnubrögðum. Meirihluti og minnihluti munu væntanlega vinna saman að brýnum verkefnum í þágu borgarbúa. Of snemmt er að spá um hvernig nýja meirihlutanum mun ganga en hann hefur mörg góð áform á prjónunum. Lítið er sagt um fjármál í stefnuskránni og því ekki vitað hvort útsvörin verða óbreytt eða ekki. Þriðja félagshyggjustjórninHinn nýi meirihluti í Reykjavík er þriðja félagshyggjustjórnin í borgarstjórn eftir meira en hálfrar aldar valdaskeið Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fyrsta félagshyggjustjórnin komst til valda í Reykjavík árið 1978. Það var meirihluti Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Alþýðuflokkurinn hafði 2 borgarfulltrúa, Alþýðubandalagið 5 og Framsókn var með 1. Ég var þá oddviti Alþýðuflokksins í borgarstjórn. Samkomulag náðist milli flokkanna um samvinnu á mjög skömmum tíma. Ég lagði til strax í upphafi, að samvinnan yrði á jafnræðisgrundvelli þrátt fyrir, að flokkarnir væru misstórir að borgarfulltrúatölu. Það var samþykkt. Þetta þýddi að völdum og áhrifum var skipt jafnt. Þess vegna fengu allir 3 flokkarnir 1 fulltrúa hver í borgarráði og þannig var jafnræðið milli flokkanna innsiglað í borgarráði. Ákveðið var að formennska borgarráðs „roteraði" á milli flokkanna. Alþýðuflokkurinn fékk formennsku í borgarráði fyrsta árið. Oddviti Alþýðubandalagsins varð forseti borgarstjórnar, oddviti Alþýðuflokksins 1. varaforseti og oddviti Framsóknar 2. varaforseti. Nefndum og formennsku í þeim var skipt jafnt milli flokkanna. Meirihlutaflokkarnir höfðu unnið saman í minnihluta um margra ára skeið og flutt sameiginlegar tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlana. Þess vegna lá sameiginlegur málefnagrundvöllur fyrir. Með tilkomu R-listans 1994 komst félagshyggjustjórn öðru sinni til valda í Reykjavík. Aðilar að R-listanum voru í upphafi Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Samtök um kvennalista. R-listinn var við völd í Reykjavík í 3 kjörtímabil eða í 12 ár. R-listinn framkvæmdi mörg merk umbótamál í Reykjavík og markaði djúp spor. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veitti R-listanum örugga forustu. Þriðja félagshyggjustjórnin í Reykjavík er síðan meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar, sem nú hefur tekið við völdum í Reykjavík. Vonandi gengur samstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík vel. Ljóst er þó að fulltrúar Besta flokksins eru óvanir stjórnmálum og stjórnunarstörfum. Samfylkingin verður að leggja til reynsluna en Besti flokkurinn leggur til nýjungar og ný vinnubrögð. Síðan er að sjá hvernig til tekst.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar