Félagshyggjustjórn í Reykjavíkurborg Björgvin Guðmundsson skrifar 22. júlí 2010 06:00 Samfylkingin og Besti flokkurinn hafa myndað meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, félagshyggjustjórn. Jón Gnarr lýsti því yfir að Besti flokkurinn ætti fremur samleið með Samfylkingunni en öðrum flokkum enda aðhylltist Besti flokkurinn félagshyggju eins og Samfylkingin. Jón Gnarr er borgarstjóri en Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Ég hygg, að gott jafnvægi sé milli þessara tveggja leiðtoga stjórnarflokka borgarinnar. Bæta á hag þeirra verst settuÍ málefnasamningi nýja meirihlutans kennir ýmissa grasa og áhrif Besta flokksins eru greinileg. En mestu máli skiptir, að sjónarmið félagshyggju koma skýrt fram. Nýi meirihlutinn ætlar að bæta hag þeirra, sem verst eru staddir með auknum framlögum frá félagsþjónustunni og aðstoða á útigangskonur, fá þeim húsaskjól. Stefnt er að því að hækka framfærsluviðmiðið. En stærsta málið er auknar ráðstafanir Reykjavíkurborgar til atvinnuaukningar, t.d. með auknum viðhaldsverkefnum. Meirihlutinn ætlar að stöðva útþenslu borgarinnar og þétta byggðina. Útþensla borgarinnar er gífurlega kostnaðarsöm og það má spara mikið fé með því að þétta byggðina. Taka á Vatnsmýrina smátt í smátt í notkun, í byrjun undir sérstök verkefni, sem tengjast rannsóknar- og þekkingarverkefnum. Síðar er stefnt að íbúðabyggð í Vatnsmýri. Sameining og fækkun nefndaNýi meirihlutinn boðaði strax við valdatöku sína sameiningu og fækkun nefnda. Ákveðin verkefni, sem áður heyrðu undir nefndir verða færð undir borgarráð. Síðar er ætlunin að sameina stofnanir. Oddný Sturludóttir verður formaður menntaráðs og fer m.a. með grunnskólamál og leikskólamál. Besti flokkurinn fær formennsku í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingunni er formaður velferðarráðs. Og Hjálmar Sveinsson er formaður stjórnar Faxaflóahafna. Nýja stjórnin boðaði, að fram færi nákvæm athugun á fjármálum og fjárhagsstöðu Orkuveitunnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir er forseti borgarstjórnar. Nýi meirihlutinn kom sér saman um að bjóða minnihlutanum þetta embætti og innsigla þannig ný vinnubrögð í borgarstjórn þ.e. aukið samstarf milli meirihluta og minnihluta. Sóley Tómasdóttir frá VG verður fyrsti varaforseti borgarstjórnar. Björk Vilhelmsdóttir (SF) verður annar varaforseti. Auk þessa fær minnihlutinn einnig formennsku í nefndum. Þetta hefur ekki áður gerst í borgarstjórn, þ.e. að meirihlutinn léti minnihlutann fá veigamikil embætti. Hér er því um sögulegan atburð að ræða í sögu borgarstjórnar og verður það væntanlega upphaf að bættum og betri vinnubrögðum. Meirihluti og minnihluti munu væntanlega vinna saman að brýnum verkefnum í þágu borgarbúa. Of snemmt er að spá um hvernig nýja meirihlutanum mun ganga en hann hefur mörg góð áform á prjónunum. Lítið er sagt um fjármál í stefnuskránni og því ekki vitað hvort útsvörin verða óbreytt eða ekki. Þriðja félagshyggjustjórninHinn nýi meirihluti í Reykjavík er þriðja félagshyggjustjórnin í borgarstjórn eftir meira en hálfrar aldar valdaskeið Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fyrsta félagshyggjustjórnin komst til valda í Reykjavík árið 1978. Það var meirihluti Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Alþýðuflokkurinn hafði 2 borgarfulltrúa, Alþýðubandalagið 5 og Framsókn var með 1. Ég var þá oddviti Alþýðuflokksins í borgarstjórn. Samkomulag náðist milli flokkanna um samvinnu á mjög skömmum tíma. Ég lagði til strax í upphafi, að samvinnan yrði á jafnræðisgrundvelli þrátt fyrir, að flokkarnir væru misstórir að borgarfulltrúatölu. Það var samþykkt. Þetta þýddi að völdum og áhrifum var skipt jafnt. Þess vegna fengu allir 3 flokkarnir 1 fulltrúa hver í borgarráði og þannig var jafnræðið milli flokkanna innsiglað í borgarráði. Ákveðið var að formennska borgarráðs „roteraði" á milli flokkanna. Alþýðuflokkurinn fékk formennsku í borgarráði fyrsta árið. Oddviti Alþýðubandalagsins varð forseti borgarstjórnar, oddviti Alþýðuflokksins 1. varaforseti og oddviti Framsóknar 2. varaforseti. Nefndum og formennsku í þeim var skipt jafnt milli flokkanna. Meirihlutaflokkarnir höfðu unnið saman í minnihluta um margra ára skeið og flutt sameiginlegar tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlana. Þess vegna lá sameiginlegur málefnagrundvöllur fyrir. Með tilkomu R-listans 1994 komst félagshyggjustjórn öðru sinni til valda í Reykjavík. Aðilar að R-listanum voru í upphafi Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Samtök um kvennalista. R-listinn var við völd í Reykjavík í 3 kjörtímabil eða í 12 ár. R-listinn framkvæmdi mörg merk umbótamál í Reykjavík og markaði djúp spor. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veitti R-listanum örugga forustu. Þriðja félagshyggjustjórnin í Reykjavík er síðan meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar, sem nú hefur tekið við völdum í Reykjavík. Vonandi gengur samstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík vel. Ljóst er þó að fulltrúar Besta flokksins eru óvanir stjórnmálum og stjórnunarstörfum. Samfylkingin verður að leggja til reynsluna en Besti flokkurinn leggur til nýjungar og ný vinnubrögð. Síðan er að sjá hvernig til tekst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Samfylkingin og Besti flokkurinn hafa myndað meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, félagshyggjustjórn. Jón Gnarr lýsti því yfir að Besti flokkurinn ætti fremur samleið með Samfylkingunni en öðrum flokkum enda aðhylltist Besti flokkurinn félagshyggju eins og Samfylkingin. Jón Gnarr er borgarstjóri en Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Ég hygg, að gott jafnvægi sé milli þessara tveggja leiðtoga stjórnarflokka borgarinnar. Bæta á hag þeirra verst settuÍ málefnasamningi nýja meirihlutans kennir ýmissa grasa og áhrif Besta flokksins eru greinileg. En mestu máli skiptir, að sjónarmið félagshyggju koma skýrt fram. Nýi meirihlutinn ætlar að bæta hag þeirra, sem verst eru staddir með auknum framlögum frá félagsþjónustunni og aðstoða á útigangskonur, fá þeim húsaskjól. Stefnt er að því að hækka framfærsluviðmiðið. En stærsta málið er auknar ráðstafanir Reykjavíkurborgar til atvinnuaukningar, t.d. með auknum viðhaldsverkefnum. Meirihlutinn ætlar að stöðva útþenslu borgarinnar og þétta byggðina. Útþensla borgarinnar er gífurlega kostnaðarsöm og það má spara mikið fé með því að þétta byggðina. Taka á Vatnsmýrina smátt í smátt í notkun, í byrjun undir sérstök verkefni, sem tengjast rannsóknar- og þekkingarverkefnum. Síðar er stefnt að íbúðabyggð í Vatnsmýri. Sameining og fækkun nefndaNýi meirihlutinn boðaði strax við valdatöku sína sameiningu og fækkun nefnda. Ákveðin verkefni, sem áður heyrðu undir nefndir verða færð undir borgarráð. Síðar er ætlunin að sameina stofnanir. Oddný Sturludóttir verður formaður menntaráðs og fer m.a. með grunnskólamál og leikskólamál. Besti flokkurinn fær formennsku í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Björk Vilhelmsdóttir frá Samfylkingunni er formaður velferðarráðs. Og Hjálmar Sveinsson er formaður stjórnar Faxaflóahafna. Nýja stjórnin boðaði, að fram færi nákvæm athugun á fjármálum og fjárhagsstöðu Orkuveitunnar. Hanna Birna Kristjánsdóttir er forseti borgarstjórnar. Nýi meirihlutinn kom sér saman um að bjóða minnihlutanum þetta embætti og innsigla þannig ný vinnubrögð í borgarstjórn þ.e. aukið samstarf milli meirihluta og minnihluta. Sóley Tómasdóttir frá VG verður fyrsti varaforseti borgarstjórnar. Björk Vilhelmsdóttir (SF) verður annar varaforseti. Auk þessa fær minnihlutinn einnig formennsku í nefndum. Þetta hefur ekki áður gerst í borgarstjórn, þ.e. að meirihlutinn léti minnihlutann fá veigamikil embætti. Hér er því um sögulegan atburð að ræða í sögu borgarstjórnar og verður það væntanlega upphaf að bættum og betri vinnubrögðum. Meirihluti og minnihluti munu væntanlega vinna saman að brýnum verkefnum í þágu borgarbúa. Of snemmt er að spá um hvernig nýja meirihlutanum mun ganga en hann hefur mörg góð áform á prjónunum. Lítið er sagt um fjármál í stefnuskránni og því ekki vitað hvort útsvörin verða óbreytt eða ekki. Þriðja félagshyggjustjórninHinn nýi meirihluti í Reykjavík er þriðja félagshyggjustjórnin í borgarstjórn eftir meira en hálfrar aldar valdaskeið Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fyrsta félagshyggjustjórnin komst til valda í Reykjavík árið 1978. Það var meirihluti Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Alþýðuflokkurinn hafði 2 borgarfulltrúa, Alþýðubandalagið 5 og Framsókn var með 1. Ég var þá oddviti Alþýðuflokksins í borgarstjórn. Samkomulag náðist milli flokkanna um samvinnu á mjög skömmum tíma. Ég lagði til strax í upphafi, að samvinnan yrði á jafnræðisgrundvelli þrátt fyrir, að flokkarnir væru misstórir að borgarfulltrúatölu. Það var samþykkt. Þetta þýddi að völdum og áhrifum var skipt jafnt. Þess vegna fengu allir 3 flokkarnir 1 fulltrúa hver í borgarráði og þannig var jafnræðið milli flokkanna innsiglað í borgarráði. Ákveðið var að formennska borgarráðs „roteraði" á milli flokkanna. Alþýðuflokkurinn fékk formennsku í borgarráði fyrsta árið. Oddviti Alþýðubandalagsins varð forseti borgarstjórnar, oddviti Alþýðuflokksins 1. varaforseti og oddviti Framsóknar 2. varaforseti. Nefndum og formennsku í þeim var skipt jafnt milli flokkanna. Meirihlutaflokkarnir höfðu unnið saman í minnihluta um margra ára skeið og flutt sameiginlegar tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlana. Þess vegna lá sameiginlegur málefnagrundvöllur fyrir. Með tilkomu R-listans 1994 komst félagshyggjustjórn öðru sinni til valda í Reykjavík. Aðilar að R-listanum voru í upphafi Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur og Samtök um kvennalista. R-listinn var við völd í Reykjavík í 3 kjörtímabil eða í 12 ár. R-listinn framkvæmdi mörg merk umbótamál í Reykjavík og markaði djúp spor. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veitti R-listanum örugga forustu. Þriðja félagshyggjustjórnin í Reykjavík er síðan meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar, sem nú hefur tekið við völdum í Reykjavík. Vonandi gengur samstarf Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík vel. Ljóst er þó að fulltrúar Besta flokksins eru óvanir stjórnmálum og stjórnunarstörfum. Samfylkingin verður að leggja til reynsluna en Besti flokkurinn leggur til nýjungar og ný vinnubrögð. Síðan er að sjá hvernig til tekst.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar