Reynir Sigurðsson: Kosningabarátta í boði Reykjanesbæjar 14. maí 2010 11:24 Nú er mælirinn fullur. Nýútkominn glansbæklingur Sjálfstæðisflokksins er kostaður af útsvarsgreiðendum í Reyknesbæ. Svo gott sem allar myndirnar sem í honum eru hafa áður birst í kynningar og upplýsingaefni Reykjanesbæjar. Ekki þarf annað en renna yfir bæklinginn. Þetta sér hver hugsandi maður. Á erfiðum tímum þegar kennurum er gert að fara sparlega með pappír og strangar reglur gilda um ljósritun efnis fyrir börnin okkar fáum við um lúguna glansbækling frá eignarhaldsfélaginu Fasteign með mynd af bæjarstjóranum. Þetta er meðal þess sem Reykjanesbær stendur undir í formi leigu á skólum og öðrum innviðum samfélagsins sem sólundað var í einkavæðingunni. Við fáum kort af nýja göngustígnum, með mynd af bæjarstjóranum. Okkur er boðið í rútuferðir um bæjarfélagið þar sem bæjarstjórinn er leiðsögumaður og hvert sem maður lítur sér maður myndir af bæjarstjóranum til að auglýsa „íbúafundi“. Hvað er þetta annað en kosningaráróður borgaður af bæjarfélaginu. Er virkilega þannig komið fyrir sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ að hann skyrrist ekki við að nota almannafé sér til framdráttar í kosningabaráttu? Er siðferðið algjörlega komið á núllpunkt? Svarið er því miður JÁ. Það er nöturlegt í ljósi alls sem á undan er gengið í þjóðfélaginu að sjálfstæðismenn hér í Reykjanesbæ séu enn með höfuðið í sandinum. Neita að opna augun fyrir því að hér átti sér stað hrun sem ekki á sér hliðstæðu á byggðu bóli, jafnvel á heimsvísu. Þrátt fyrir það svífast menn einskis og fara í vasa allra bæjarbúa til að kosta kosningabaráttu sína. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ neitar að taka þátt í að læra af hruninu, læra af skýrslunni. Bankarnir voru rændir innanfrá og það sama hefur gerst í sveitarfélaginu okkar og er enn að gerast. Fyrst voru það skólarnir og íþróttahúsin, svo var það Hitaveitan. Og hverjir fengu stór kúlulán hjá Sparisjóði Keflavíkur áður en hann fór á hausinn? Dómgreindarleysi, siðleysi og vanmáttur Sjálfstæðisflokksins er augljóst. Þurfum við frekari vitna við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er mælirinn fullur. Nýútkominn glansbæklingur Sjálfstæðisflokksins er kostaður af útsvarsgreiðendum í Reyknesbæ. Svo gott sem allar myndirnar sem í honum eru hafa áður birst í kynningar og upplýsingaefni Reykjanesbæjar. Ekki þarf annað en renna yfir bæklinginn. Þetta sér hver hugsandi maður. Á erfiðum tímum þegar kennurum er gert að fara sparlega með pappír og strangar reglur gilda um ljósritun efnis fyrir börnin okkar fáum við um lúguna glansbækling frá eignarhaldsfélaginu Fasteign með mynd af bæjarstjóranum. Þetta er meðal þess sem Reykjanesbær stendur undir í formi leigu á skólum og öðrum innviðum samfélagsins sem sólundað var í einkavæðingunni. Við fáum kort af nýja göngustígnum, með mynd af bæjarstjóranum. Okkur er boðið í rútuferðir um bæjarfélagið þar sem bæjarstjórinn er leiðsögumaður og hvert sem maður lítur sér maður myndir af bæjarstjóranum til að auglýsa „íbúafundi“. Hvað er þetta annað en kosningaráróður borgaður af bæjarfélaginu. Er virkilega þannig komið fyrir sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ að hann skyrrist ekki við að nota almannafé sér til framdráttar í kosningabaráttu? Er siðferðið algjörlega komið á núllpunkt? Svarið er því miður JÁ. Það er nöturlegt í ljósi alls sem á undan er gengið í þjóðfélaginu að sjálfstæðismenn hér í Reykjanesbæ séu enn með höfuðið í sandinum. Neita að opna augun fyrir því að hér átti sér stað hrun sem ekki á sér hliðstæðu á byggðu bóli, jafnvel á heimsvísu. Þrátt fyrir það svífast menn einskis og fara í vasa allra bæjarbúa til að kosta kosningabaráttu sína. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ neitar að taka þátt í að læra af hruninu, læra af skýrslunni. Bankarnir voru rændir innanfrá og það sama hefur gerst í sveitarfélaginu okkar og er enn að gerast. Fyrst voru það skólarnir og íþróttahúsin, svo var það Hitaveitan. Og hverjir fengu stór kúlulán hjá Sparisjóði Keflavíkur áður en hann fór á hausinn? Dómgreindarleysi, siðleysi og vanmáttur Sjálfstæðisflokksins er augljóst. Þurfum við frekari vitna við?
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar