Árni Þór Sigurðsson: Styrkja þarf stjórnsýsluna 19. maí 2010 09:30 Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á margvíslega veikleika stjórnsýslunnar hér á landi. Stofnanir eru margar og veikburða og hið sama má segja um ráðuneytin. Að tilstuðlan ríkisstjórnarinnar var sérstakri nefnd falið að rýna í rannsóknarskýrsluna og móta tillögur um bætta stjórnsýslu í kjölfar hrunsins. Í skýrslu nefndarinnar er m.a. á það bent að framkvæmdavaldið búi við ófullnægjandi aðhald úr stjórnsýslunni, frá Alþingi, fjölmiðlum og mennta- og vísindastofnunum. Þá er undirstrikað mikilvægi þess að efla hinn pólitíska þátt innan ráðuneytanna.Fækkun ráðuneytaÞað er staðreynd að við Íslendingar þurfum nú að byggja upp samfélag á nýjum grunni og út frá gjörbreyttum aðstæðum. Þá er brýnt að við séum órög við að nálgast mál frá nýjum sjónarhornum og endurmeta afstöðu okkar til mála sem nú blasa við í allt öðru ljósi en áður var. Í mörgum tilfellum verðum við að spyrja nýrra spurninga og leita þar af leiðandi einnig nýrra svara.Íslenska stjórnsýslan þarf að gangast undir rækilega endurskoðun. Mörg ráðuneyti hafa hafið vinnu við að skoða skipulag í sínum ranni, stofnanauppbyggingu o.fl. með það að markmiði að styrkja stjórnsýsluna, ná fram aukinni hagræðingu og meiri fagmennsku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er vikið að skipan stjórnarráðsins og stefnt að fækkun ráðuneyta úr tólf í níu á kjörtímabilinu. Þar er enn fremur gerð grein fyrir því hvaða ráðuneyti gætu sameinast: 1) sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti í atvinnuvegaráðuneyti, en samhliða stofnað umhverfis- og auðlindaráðuneyti, 2) heilbrigðisráðuneyti og félagsmála- og tryggingaráðuneyti sameinist í velferðarráðuneyti, 3) dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sameinist í innanríkisráðuneyti.Baráttumál Vinstri grænnaEðlilegt er að í kjölfar skýrslu nefndarinnar verði þessi áform tekin til endurmats, þótt áfram verði haldið við markmiðið um fækkun ráðuneyta. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að efla umhverfisráðuneytið. Það þýðir að tiltekin verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar- og iðnaðarráðuneytis færu til umhverfisráðuneytis en málefni atvinnuveganna sjálfra yrðu þá sameinuð í atvinnuvegaráðuneyti. Slík sameining hefur um langt skeið verið baráttumál Vinstri grænna. Við myndun núverandi ríkisstjórnar lagði VG einnig höfuðáherslu á þetta atriði. Í umræðunni hefur heyrst að ætlunin sé að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið eða að þetta sé hluti af aðlögunarferli gagnvart ESB-aðild. Augljóst er að ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar verður ekki lagt niður þótt verkaskiptingu milli ráðuneyta verði breytt eða heiti þeirra. Raunar má allt eins halda því fram að eitt atvinnuvegaráðuneyti geti orðið öflugur málsvari þessara mikilvægu grunnatvinnugreina, jafnvel enn sterkara en núverandi ráðuneyti þessara mála. Að svona sameining sé hluti af aðlögunarferli gagnvart ESB er órökstutt eftir því sem ég fæ best séð. Er nóg í því efni að vísa til þess að Vinstri græn hafa lengi talað fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem færi með auðlindir til lands og sjávar í þeim tilgangi að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindanna og aldrei tengt það ESB-aðild eins og nærri má geta.Stofnun velferðarráðuneytis er skynsamleg, í heilbrigðis-, félags- og tryggingamálum er um mörg mjög svo skyld verkefni að ræða, oft með mikilli skörun en slík sameining gæti skilað margvíslegum árangri, ekki síst með tilliti til þjónustunnar við almenning í landinu.Hvað stofnun innanríkisráðuneytis varðar, má benda á að samgönguráðuneyti fer með málefni siglinga og fjarskipta, flugmál og vegamál og dómsmálaráðuneyti fer með málefni Landhelgisgæslu, löggæslu, björgunarmála og almannavarna. Sveitarstjórnar- og byggðamál ásamt dóms- og mannréttindamálum kæmu þá til viðbótar inn í nýtt burðugt innanríkisráðuneyti.Tökum róttæk skrefSamhliða breytingum á stjórnarráðinu þarf að huga að fleiri þáttum. Með fækkun ráðuneyta og ráðherra þarf að styrkja hina pólitísku stjórnsýslu. Það má t.d. gera með því að í sumum ráðuneytum starfi fleiri en einn ráðherra eins og þekkist vel á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þeir gætu jafnvel farið með tiltekin málasvið innan ráðuneytisins. Hagræðingin af þessu fyrirkomulagi er að minnka yfirbyggingu, ná betri heildarsýn yfir málaflokka og skyld mál og meiri festu í stjórnsýsluna. Þá kæmi einnig til álita að fara svipaða leið og nágrannaþjóðirnar, sem festa ekki fjölda og heiti ráðuneyta í lög, heldur búa við sveigjanlegt fyrirkomulag sem getur tekið mið af áherslum og tíðaranda hverju sinni.Engum dylst að ef ráðist verður í svo yfirgripsmikla uppstokkun í stjórnarráðinu sem hér um ræðir, þarf að undirbúa slíkt vel. Vinna þarf tímasetta áætlun í samvinnu við starfsfólk og vinna að breiðri pólitískri samstöðu. Allt tekur það tíma og er mikilvægast að vanda til verka frekar en að flýta sér um of. En um leið megum við ekki óttast að taka róttæk skref í þá átt að gera stjórnsýsluna sterkari, vandaðri og árangursríkari. Í því efni verðum við fyrst og síðast að hugsa um þjónustu- og framkvæmdahlutverk stjórnsýslunnar við almenning og eftirlitshlutverk hennar í þágu þjóðarhagsmuna á grundvelli þess umboðs sem hún fær frá löggjafanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Rannsóknarskýrsla Alþingis varpar ljósi á margvíslega veikleika stjórnsýslunnar hér á landi. Stofnanir eru margar og veikburða og hið sama má segja um ráðuneytin. Að tilstuðlan ríkisstjórnarinnar var sérstakri nefnd falið að rýna í rannsóknarskýrsluna og móta tillögur um bætta stjórnsýslu í kjölfar hrunsins. Í skýrslu nefndarinnar er m.a. á það bent að framkvæmdavaldið búi við ófullnægjandi aðhald úr stjórnsýslunni, frá Alþingi, fjölmiðlum og mennta- og vísindastofnunum. Þá er undirstrikað mikilvægi þess að efla hinn pólitíska þátt innan ráðuneytanna.Fækkun ráðuneytaÞað er staðreynd að við Íslendingar þurfum nú að byggja upp samfélag á nýjum grunni og út frá gjörbreyttum aðstæðum. Þá er brýnt að við séum órög við að nálgast mál frá nýjum sjónarhornum og endurmeta afstöðu okkar til mála sem nú blasa við í allt öðru ljósi en áður var. Í mörgum tilfellum verðum við að spyrja nýrra spurninga og leita þar af leiðandi einnig nýrra svara.Íslenska stjórnsýslan þarf að gangast undir rækilega endurskoðun. Mörg ráðuneyti hafa hafið vinnu við að skoða skipulag í sínum ranni, stofnanauppbyggingu o.fl. með það að markmiði að styrkja stjórnsýsluna, ná fram aukinni hagræðingu og meiri fagmennsku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er vikið að skipan stjórnarráðsins og stefnt að fækkun ráðuneyta úr tólf í níu á kjörtímabilinu. Þar er enn fremur gerð grein fyrir því hvaða ráðuneyti gætu sameinast: 1) sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti í atvinnuvegaráðuneyti, en samhliða stofnað umhverfis- og auðlindaráðuneyti, 2) heilbrigðisráðuneyti og félagsmála- og tryggingaráðuneyti sameinist í velferðarráðuneyti, 3) dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sameinist í innanríkisráðuneyti.Baráttumál Vinstri grænnaEðlilegt er að í kjölfar skýrslu nefndarinnar verði þessi áform tekin til endurmats, þótt áfram verði haldið við markmiðið um fækkun ráðuneyta. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að efla umhverfisráðuneytið. Það þýðir að tiltekin verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar- og iðnaðarráðuneytis færu til umhverfisráðuneytis en málefni atvinnuveganna sjálfra yrðu þá sameinuð í atvinnuvegaráðuneyti. Slík sameining hefur um langt skeið verið baráttumál Vinstri grænna. Við myndun núverandi ríkisstjórnar lagði VG einnig höfuðáherslu á þetta atriði. Í umræðunni hefur heyrst að ætlunin sé að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið eða að þetta sé hluti af aðlögunarferli gagnvart ESB-aðild. Augljóst er að ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar verður ekki lagt niður þótt verkaskiptingu milli ráðuneyta verði breytt eða heiti þeirra. Raunar má allt eins halda því fram að eitt atvinnuvegaráðuneyti geti orðið öflugur málsvari þessara mikilvægu grunnatvinnugreina, jafnvel enn sterkara en núverandi ráðuneyti þessara mála. Að svona sameining sé hluti af aðlögunarferli gagnvart ESB er órökstutt eftir því sem ég fæ best séð. Er nóg í því efni að vísa til þess að Vinstri græn hafa lengi talað fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem færi með auðlindir til lands og sjávar í þeim tilgangi að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindanna og aldrei tengt það ESB-aðild eins og nærri má geta.Stofnun velferðarráðuneytis er skynsamleg, í heilbrigðis-, félags- og tryggingamálum er um mörg mjög svo skyld verkefni að ræða, oft með mikilli skörun en slík sameining gæti skilað margvíslegum árangri, ekki síst með tilliti til þjónustunnar við almenning í landinu.Hvað stofnun innanríkisráðuneytis varðar, má benda á að samgönguráðuneyti fer með málefni siglinga og fjarskipta, flugmál og vegamál og dómsmálaráðuneyti fer með málefni Landhelgisgæslu, löggæslu, björgunarmála og almannavarna. Sveitarstjórnar- og byggðamál ásamt dóms- og mannréttindamálum kæmu þá til viðbótar inn í nýtt burðugt innanríkisráðuneyti.Tökum róttæk skrefSamhliða breytingum á stjórnarráðinu þarf að huga að fleiri þáttum. Með fækkun ráðuneyta og ráðherra þarf að styrkja hina pólitísku stjórnsýslu. Það má t.d. gera með því að í sumum ráðuneytum starfi fleiri en einn ráðherra eins og þekkist vel á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þeir gætu jafnvel farið með tiltekin málasvið innan ráðuneytisins. Hagræðingin af þessu fyrirkomulagi er að minnka yfirbyggingu, ná betri heildarsýn yfir málaflokka og skyld mál og meiri festu í stjórnsýsluna. Þá kæmi einnig til álita að fara svipaða leið og nágrannaþjóðirnar, sem festa ekki fjölda og heiti ráðuneyta í lög, heldur búa við sveigjanlegt fyrirkomulag sem getur tekið mið af áherslum og tíðaranda hverju sinni.Engum dylst að ef ráðist verður í svo yfirgripsmikla uppstokkun í stjórnarráðinu sem hér um ræðir, þarf að undirbúa slíkt vel. Vinna þarf tímasetta áætlun í samvinnu við starfsfólk og vinna að breiðri pólitískri samstöðu. Allt tekur það tíma og er mikilvægast að vanda til verka frekar en að flýta sér um of. En um leið megum við ekki óttast að taka róttæk skref í þá átt að gera stjórnsýsluna sterkari, vandaðri og árangursríkari. Í því efni verðum við fyrst og síðast að hugsa um þjónustu- og framkvæmdahlutverk stjórnsýslunnar við almenning og eftirlitshlutverk hennar í þágu þjóðarhagsmuna á grundvelli þess umboðs sem hún fær frá löggjafanum.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun