Dagskrárstjóri vonsvikinn með Hringekjuna 22. október 2010 13:30 Gísli sigrar Góa Mun fleiri horfa á þátt Gísla Einarssonar, Landann, en Hringekjuna sem er stjórnað af Guðjóni Davíð Karlssyni. Sigrún Stefánsdóttir hefur fulla trú á að Hringekjan muni bæta sig. „Auðvitað hefði maður viljað sjá meira áhorf, það vilja allir, og þetta eru ákveðin vonbrigði. Ég er hins vegar sannfærð um að tími Hringekjunnar sé að koma,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Hringekjan, skemmtiþáttur í umsjá Guðjóns Davíðs Karlssonar, hefur ekki náð að fylla það skarð sem Spaugstofan skildi eftir sig. Þátturinn mældist í vikulegri skoðanakönnun Capacent með 22,8 prósenta áhorf í aldurshópnum 12-80 ára og 18,4 prósenta áhorf hjá fólki á aldrinum 12-49 ára. Til samanburðar má nefna að Spaugstofan mældist með 50,3 prósenta áhorf í aldurshópnum 12-80 á sama tíma í fyrra og 42,4 meðal 12-49 ára. Þegar RÚV var harðlega gagnrýnt á sínum tíma fyrir að hafa Spaugstofuna enn á dagskrá benti yfirstjórnin yfirleitt á ótrúlegar áhorfstölur. Gagnrýnisraddirnar bentu þá á að hægt væri að sýna málningu þorna í sjónvarpi á umræddum dagskrártíma, það myndi fá sama áhorf. Sú fullyrðing virðist hins vegar byggð á sandi ef marka má þessar niðurstöður. Sigrún telur ástæðuna liggja í því að fólk sé í eðli sínu íhaldssamt og biður áhorfendur RÚV um að gefa þessu tíma. „Fyrir mitt leyti var fyrsti þátturinn slakastur en síðan hafa þau verið að sækja í sig veðrið, þátturinn hefur verið að slípast til og á bara eftir að verða betri,“ segir Sigrún. Hún kveðst þó ánægð með áhorf á þáttinn Landann í ritstjórn Gísla Einarssonar en hann mælist með rúmlega þrjátíu prósenta áhorf. „Það er mjög ánægjulegt og sannar að fólk vill sjá meira efni utan af landi, sem ætti að vinna með Hringekjunni.“- fgg Lífið Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Auðvitað hefði maður viljað sjá meira áhorf, það vilja allir, og þetta eru ákveðin vonbrigði. Ég er hins vegar sannfærð um að tími Hringekjunnar sé að koma,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV. Hringekjan, skemmtiþáttur í umsjá Guðjóns Davíðs Karlssonar, hefur ekki náð að fylla það skarð sem Spaugstofan skildi eftir sig. Þátturinn mældist í vikulegri skoðanakönnun Capacent með 22,8 prósenta áhorf í aldurshópnum 12-80 ára og 18,4 prósenta áhorf hjá fólki á aldrinum 12-49 ára. Til samanburðar má nefna að Spaugstofan mældist með 50,3 prósenta áhorf í aldurshópnum 12-80 á sama tíma í fyrra og 42,4 meðal 12-49 ára. Þegar RÚV var harðlega gagnrýnt á sínum tíma fyrir að hafa Spaugstofuna enn á dagskrá benti yfirstjórnin yfirleitt á ótrúlegar áhorfstölur. Gagnrýnisraddirnar bentu þá á að hægt væri að sýna málningu þorna í sjónvarpi á umræddum dagskrártíma, það myndi fá sama áhorf. Sú fullyrðing virðist hins vegar byggð á sandi ef marka má þessar niðurstöður. Sigrún telur ástæðuna liggja í því að fólk sé í eðli sínu íhaldssamt og biður áhorfendur RÚV um að gefa þessu tíma. „Fyrir mitt leyti var fyrsti þátturinn slakastur en síðan hafa þau verið að sækja í sig veðrið, þátturinn hefur verið að slípast til og á bara eftir að verða betri,“ segir Sigrún. Hún kveðst þó ánægð með áhorf á þáttinn Landann í ritstjórn Gísla Einarssonar en hann mælist með rúmlega þrjátíu prósenta áhorf. „Það er mjög ánægjulegt og sannar að fólk vill sjá meira efni utan af landi, sem ætti að vinna með Hringekjunni.“- fgg
Lífið Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira