Góðir gestir á ástarplötu 21. október 2010 12:00 ný plata komin út <B>Stuart Murdoch, forsprakki Belle & Sebastian, á tónleikum í Englandi í sumar. </B>Norah Jones og <B>Carey Mulligan eru gestir á nýjustu plötu sveitarinnar.nordicphotos/getty</B> Belle & Sebastian gaf fyrir skömmu út sína áttundu hljóðversplötu, þar sem góðir gestir koma við sögu. Umfjöllunarefnið er ástin í allri sinn dýrð. Áttunda hljóðversplata skosku poppsveitarinnar Belle & Sebastian, sem nefnist Belle & Sebastian Write About Love, kom út fyrir skömmu. Stuart Murdoch hefur verið forsprakki sveitarinnar síðan hann stofnaði hana ásamt Stuart David árið 1996. Murdoch kom fyrst nálægt tónlist opinberlega sem útvarpsmaður í Glasgow-háskóla. Á háskólaárum sínum undir lok níunda áratugarins veiktist hann af síþreytu og gat ekki unnið í sjö ár. Á þessum erfiða tíma, þegar hann var mikið einn með sjálfum sér, fékk hann áhuga á lagasmíðum. „Þetta var mikil eyðimerkurganga og hálfgert tómarúm í lífi mínu. Út frá þessu fór ég að semja þessi lög og melódíur þar sem ég fékk útrás fyrir líðan mína,“ sagði Murdoch. Árið 1995 hafði hann að mestu jafnað sig á veikindunum og fór að smala saman í hljómsveit, sem varð á endanum hin ástsæla Belle & Sebastian. Á þessum tíma fékk hann vinnu sem húsvörður í safnaðarheimili og bjó einnig á efri hæð þess. Þar starfaði hann allt til ársins 2003. Textar Belle & Sebastian hafa einmitt á köflum endurspeglað áhuga Murdochs á trúmálum. Nýjasta plata sveitarinnar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ástina og var tekin upp í Los Angeles. Upptökustjóri var Tony Hoffer, sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Góðir gestir koma við sögu á nýju plötunni, en það eru bandaríska söngkonan Norah Jones og enska leikkonan Carey Mulligan, sem sló í gegn í kvikmyndinni An Education og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Fjögur ár eru liðin síðan The Life Pursuit kom út. Hún seldist í um 250 þúsund eintökum og þótti vel heppnuð. Sveitin fylgdi plötunni eftir með stórri tónleikaferð og spilaði meðal annars á tvennum tónleikum á Íslandi í júlí 2006, á Nasa og á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Belle & Sebastian Write About Love hefur verið vel tekið. Hún fór beint í áttunda sætið á breska breiðskífulistanum, sem jafnar besta árangur sveitarinnar sem hún náði með The Life Pursuit. Tónleikaferð um Suður-Ameríku er fyrirhuguð í nóvember en í desember verður ferðast vítt og breitt um Bretlandseyjar. freyr@frettabladid.is f Lífið Menning Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
Belle & Sebastian gaf fyrir skömmu út sína áttundu hljóðversplötu, þar sem góðir gestir koma við sögu. Umfjöllunarefnið er ástin í allri sinn dýrð. Áttunda hljóðversplata skosku poppsveitarinnar Belle & Sebastian, sem nefnist Belle & Sebastian Write About Love, kom út fyrir skömmu. Stuart Murdoch hefur verið forsprakki sveitarinnar síðan hann stofnaði hana ásamt Stuart David árið 1996. Murdoch kom fyrst nálægt tónlist opinberlega sem útvarpsmaður í Glasgow-háskóla. Á háskólaárum sínum undir lok níunda áratugarins veiktist hann af síþreytu og gat ekki unnið í sjö ár. Á þessum erfiða tíma, þegar hann var mikið einn með sjálfum sér, fékk hann áhuga á lagasmíðum. „Þetta var mikil eyðimerkurganga og hálfgert tómarúm í lífi mínu. Út frá þessu fór ég að semja þessi lög og melódíur þar sem ég fékk útrás fyrir líðan mína,“ sagði Murdoch. Árið 1995 hafði hann að mestu jafnað sig á veikindunum og fór að smala saman í hljómsveit, sem varð á endanum hin ástsæla Belle & Sebastian. Á þessum tíma fékk hann vinnu sem húsvörður í safnaðarheimili og bjó einnig á efri hæð þess. Þar starfaði hann allt til ársins 2003. Textar Belle & Sebastian hafa einmitt á köflum endurspeglað áhuga Murdochs á trúmálum. Nýjasta plata sveitarinnar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um ástina og var tekin upp í Los Angeles. Upptökustjóri var Tony Hoffer, sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu sveitarinnar, The Life Pursuit. Góðir gestir koma við sögu á nýju plötunni, en það eru bandaríska söngkonan Norah Jones og enska leikkonan Carey Mulligan, sem sló í gegn í kvikmyndinni An Education og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Fjögur ár eru liðin síðan The Life Pursuit kom út. Hún seldist í um 250 þúsund eintökum og þótti vel heppnuð. Sveitin fylgdi plötunni eftir með stórri tónleikaferð og spilaði meðal annars á tvennum tónleikum á Íslandi í júlí 2006, á Nasa og á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Belle & Sebastian Write About Love hefur verið vel tekið. Hún fór beint í áttunda sætið á breska breiðskífulistanum, sem jafnar besta árangur sveitarinnar sem hún náði með The Life Pursuit. Tónleikaferð um Suður-Ameríku er fyrirhuguð í nóvember en í desember verður ferðast vítt og breitt um Bretlandseyjar. freyr@frettabladid.is f
Lífið Menning Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira