Ari Trausti Guðmundsson: Siðbót í lausu lofti 11. maí 2010 12:42 Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugarfarsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hugmyndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórnmálalegan grunn. Íslenskt efnahagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðanirnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru meðvitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var. Geta menn séð hugmyndafræðina fyrir sér? Geta menn skynjað hvernig þeir/þær hugsa sem gert hafa sig seka um þá siðfræði sem tætt er í sundur þessa dagana? Kannski. En hitt er víst að afstaða fólksins var og er geirnegld í þeim hagsmunum sem allt efnahagskerfi þeirra byggir á og þeirri valdastöðu sem það hefur náð. Af þessu leiðir að siðbót í íslensku samfélagi byrjar, kemur við í eða endar í breytingum á efnahagsmálum og stjórnmálum. Nú er um að gera að ræða allt slíkt í því eðlilega samhengi sem hugmyndafræði, lýðræði, samfélagsgerð og efnahagsgrunnur á að vera. Ekki eyða tíma í að biðla til fólks um að fara að "hugsa" öðruvísi því í þessum efnum gildir ekki setningin "vilji er allt sem þarf". Búum nýjum hugmyndum efnislegan grunn til að skjóta rótum, dafna og verða ráðandi. Tvö atriði vil ég minnast á í þessu sambandi. Stjórnlagaþing, kosið af almenningi, hefur oft verið nefnt sem einn af bjarghringjunum eftir hrunið. Fólkið á að fá að koma beint að nauðsynlegum kerfisbreytingunum, ekki aðeins eftir að einhver hópur og þing hefur vélað um þær og sett svo allt saman til samþykkis í almennum kosningum. Ýmsir mætir menn hafa mælt fyrir þessu en margir fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn og valdamenn í efnahagsmálum séð meinbugi á slíku stjórnlagaþingi. Þá kemur upp hugmynd um að skipa utanþingsnefnd, líkt og rannsóknarnefnd Alþingis, til að vinna verkið og ná þannig fram sátt milli þeirra sem vilja alvöru stjórnlagaþing og þá sem eru smeykir við það. Hún er röng og hrein uppgjöf. Almenningur verður að fá að koma að nýjum samfélagsramma í stjórnmálum, alveg frá fyrstu stundu, annars glatar hann sínu helsta tækifæri til að stuðla að siðbót og efnahagsumbótum í landinu. Allt annað er óásættanlegt og nú verða þeir stjórnmálamenn sem enn þora að hafa raunverulegt samráð við alþýðu manna að afgreiða lög um stjórnlagaþing, hvað sem kostnaði við það líður, lagaflækjum eða efasemdum um gagnsemi þess. Ýmis samtök geta lagt þessu lið rétt eins og fjölmargir einstaklingar. Hitt atriðið varðar skuldastöðu heimila. Allir vita að til eru þrír meginhópar sem eiga eigin heimili. Þetta eru þeir sem skulda lítið eða ekkert af fasteignalánum, þeir sem skulda töluvert eða mikið en standa ávallt í skilum og svo þeir sem hafa lent í vandræðum með greiðslur. Allir vita líka að miðhópurinn er stærstur og enn fremur að hann heldur einnig uppi stórum hluta neyslu og skatta í landinu. Sú fáránlega lenska hefur búið um sig í ríkisstjórn og hjá meirihluta alþingismanna að rétt skuli vera að aðstoða þriðja hópinn en blóðmjólka þann stóra, rétt eins og sífellt fleiri sem þar detta í vanskilahópinn séu ekki til. Aldrei verður sátt í samfélaginu né siðbót ef einn tiltekinn hópur er látinn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Vissulega má segja að fyrsttaldi hópurinn fari á mis við eitthvað, séu fasteignalán lækkuð, en þar er þó engin vá fyrir dyrum. Það er hverju meðalheimili nóg að eiga við dýrtíðina, aukna skatta sem flestir mótmæla ekki og aðrar afleiðingar hrunsins, þó ekki sé sama fólkinu ýtt nær þroti með hverjum mánuði meðan ráðamenn kynna úrræði til hjálpar nauðstöddum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugarfarsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hugmyndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórnmálalegan grunn. Íslenskt efnahagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðanirnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru meðvitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var. Geta menn séð hugmyndafræðina fyrir sér? Geta menn skynjað hvernig þeir/þær hugsa sem gert hafa sig seka um þá siðfræði sem tætt er í sundur þessa dagana? Kannski. En hitt er víst að afstaða fólksins var og er geirnegld í þeim hagsmunum sem allt efnahagskerfi þeirra byggir á og þeirri valdastöðu sem það hefur náð. Af þessu leiðir að siðbót í íslensku samfélagi byrjar, kemur við í eða endar í breytingum á efnahagsmálum og stjórnmálum. Nú er um að gera að ræða allt slíkt í því eðlilega samhengi sem hugmyndafræði, lýðræði, samfélagsgerð og efnahagsgrunnur á að vera. Ekki eyða tíma í að biðla til fólks um að fara að "hugsa" öðruvísi því í þessum efnum gildir ekki setningin "vilji er allt sem þarf". Búum nýjum hugmyndum efnislegan grunn til að skjóta rótum, dafna og verða ráðandi. Tvö atriði vil ég minnast á í þessu sambandi. Stjórnlagaþing, kosið af almenningi, hefur oft verið nefnt sem einn af bjarghringjunum eftir hrunið. Fólkið á að fá að koma beint að nauðsynlegum kerfisbreytingunum, ekki aðeins eftir að einhver hópur og þing hefur vélað um þær og sett svo allt saman til samþykkis í almennum kosningum. Ýmsir mætir menn hafa mælt fyrir þessu en margir fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn og valdamenn í efnahagsmálum séð meinbugi á slíku stjórnlagaþingi. Þá kemur upp hugmynd um að skipa utanþingsnefnd, líkt og rannsóknarnefnd Alþingis, til að vinna verkið og ná þannig fram sátt milli þeirra sem vilja alvöru stjórnlagaþing og þá sem eru smeykir við það. Hún er röng og hrein uppgjöf. Almenningur verður að fá að koma að nýjum samfélagsramma í stjórnmálum, alveg frá fyrstu stundu, annars glatar hann sínu helsta tækifæri til að stuðla að siðbót og efnahagsumbótum í landinu. Allt annað er óásættanlegt og nú verða þeir stjórnmálamenn sem enn þora að hafa raunverulegt samráð við alþýðu manna að afgreiða lög um stjórnlagaþing, hvað sem kostnaði við það líður, lagaflækjum eða efasemdum um gagnsemi þess. Ýmis samtök geta lagt þessu lið rétt eins og fjölmargir einstaklingar. Hitt atriðið varðar skuldastöðu heimila. Allir vita að til eru þrír meginhópar sem eiga eigin heimili. Þetta eru þeir sem skulda lítið eða ekkert af fasteignalánum, þeir sem skulda töluvert eða mikið en standa ávallt í skilum og svo þeir sem hafa lent í vandræðum með greiðslur. Allir vita líka að miðhópurinn er stærstur og enn fremur að hann heldur einnig uppi stórum hluta neyslu og skatta í landinu. Sú fáránlega lenska hefur búið um sig í ríkisstjórn og hjá meirihluta alþingismanna að rétt skuli vera að aðstoða þriðja hópinn en blóðmjólka þann stóra, rétt eins og sífellt fleiri sem þar detta í vanskilahópinn séu ekki til. Aldrei verður sátt í samfélaginu né siðbót ef einn tiltekinn hópur er látinn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Vissulega má segja að fyrsttaldi hópurinn fari á mis við eitthvað, séu fasteignalán lækkuð, en þar er þó engin vá fyrir dyrum. Það er hverju meðalheimili nóg að eiga við dýrtíðina, aukna skatta sem flestir mótmæla ekki og aðrar afleiðingar hrunsins, þó ekki sé sama fólkinu ýtt nær þroti með hverjum mánuði meðan ráðamenn kynna úrræði til hjálpar nauðstöddum.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun