Ari Trausti Guðmundsson: Siðbót í lausu lofti 11. maí 2010 12:42 Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugarfarsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hugmyndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórnmálalegan grunn. Íslenskt efnahagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðanirnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru meðvitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var. Geta menn séð hugmyndafræðina fyrir sér? Geta menn skynjað hvernig þeir/þær hugsa sem gert hafa sig seka um þá siðfræði sem tætt er í sundur þessa dagana? Kannski. En hitt er víst að afstaða fólksins var og er geirnegld í þeim hagsmunum sem allt efnahagskerfi þeirra byggir á og þeirri valdastöðu sem það hefur náð. Af þessu leiðir að siðbót í íslensku samfélagi byrjar, kemur við í eða endar í breytingum á efnahagsmálum og stjórnmálum. Nú er um að gera að ræða allt slíkt í því eðlilega samhengi sem hugmyndafræði, lýðræði, samfélagsgerð og efnahagsgrunnur á að vera. Ekki eyða tíma í að biðla til fólks um að fara að "hugsa" öðruvísi því í þessum efnum gildir ekki setningin "vilji er allt sem þarf". Búum nýjum hugmyndum efnislegan grunn til að skjóta rótum, dafna og verða ráðandi. Tvö atriði vil ég minnast á í þessu sambandi. Stjórnlagaþing, kosið af almenningi, hefur oft verið nefnt sem einn af bjarghringjunum eftir hrunið. Fólkið á að fá að koma beint að nauðsynlegum kerfisbreytingunum, ekki aðeins eftir að einhver hópur og þing hefur vélað um þær og sett svo allt saman til samþykkis í almennum kosningum. Ýmsir mætir menn hafa mælt fyrir þessu en margir fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn og valdamenn í efnahagsmálum séð meinbugi á slíku stjórnlagaþingi. Þá kemur upp hugmynd um að skipa utanþingsnefnd, líkt og rannsóknarnefnd Alþingis, til að vinna verkið og ná þannig fram sátt milli þeirra sem vilja alvöru stjórnlagaþing og þá sem eru smeykir við það. Hún er röng og hrein uppgjöf. Almenningur verður að fá að koma að nýjum samfélagsramma í stjórnmálum, alveg frá fyrstu stundu, annars glatar hann sínu helsta tækifæri til að stuðla að siðbót og efnahagsumbótum í landinu. Allt annað er óásættanlegt og nú verða þeir stjórnmálamenn sem enn þora að hafa raunverulegt samráð við alþýðu manna að afgreiða lög um stjórnlagaþing, hvað sem kostnaði við það líður, lagaflækjum eða efasemdum um gagnsemi þess. Ýmis samtök geta lagt þessu lið rétt eins og fjölmargir einstaklingar. Hitt atriðið varðar skuldastöðu heimila. Allir vita að til eru þrír meginhópar sem eiga eigin heimili. Þetta eru þeir sem skulda lítið eða ekkert af fasteignalánum, þeir sem skulda töluvert eða mikið en standa ávallt í skilum og svo þeir sem hafa lent í vandræðum með greiðslur. Allir vita líka að miðhópurinn er stærstur og enn fremur að hann heldur einnig uppi stórum hluta neyslu og skatta í landinu. Sú fáránlega lenska hefur búið um sig í ríkisstjórn og hjá meirihluta alþingismanna að rétt skuli vera að aðstoða þriðja hópinn en blóðmjólka þann stóra, rétt eins og sífellt fleiri sem þar detta í vanskilahópinn séu ekki til. Aldrei verður sátt í samfélaginu né siðbót ef einn tiltekinn hópur er látinn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Vissulega má segja að fyrsttaldi hópurinn fari á mis við eitthvað, séu fasteignalán lækkuð, en þar er þó engin vá fyrir dyrum. Það er hverju meðalheimili nóg að eiga við dýrtíðina, aukna skatta sem flestir mótmæla ekki og aðrar afleiðingar hrunsins, þó ekki sé sama fólkinu ýtt nær þroti með hverjum mánuði meðan ráðamenn kynna úrræði til hjálpar nauðstöddum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugarfarsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hugmyndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórnmálalegan grunn. Íslenskt efnahagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðanirnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru meðvitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var. Geta menn séð hugmyndafræðina fyrir sér? Geta menn skynjað hvernig þeir/þær hugsa sem gert hafa sig seka um þá siðfræði sem tætt er í sundur þessa dagana? Kannski. En hitt er víst að afstaða fólksins var og er geirnegld í þeim hagsmunum sem allt efnahagskerfi þeirra byggir á og þeirri valdastöðu sem það hefur náð. Af þessu leiðir að siðbót í íslensku samfélagi byrjar, kemur við í eða endar í breytingum á efnahagsmálum og stjórnmálum. Nú er um að gera að ræða allt slíkt í því eðlilega samhengi sem hugmyndafræði, lýðræði, samfélagsgerð og efnahagsgrunnur á að vera. Ekki eyða tíma í að biðla til fólks um að fara að "hugsa" öðruvísi því í þessum efnum gildir ekki setningin "vilji er allt sem þarf". Búum nýjum hugmyndum efnislegan grunn til að skjóta rótum, dafna og verða ráðandi. Tvö atriði vil ég minnast á í þessu sambandi. Stjórnlagaþing, kosið af almenningi, hefur oft verið nefnt sem einn af bjarghringjunum eftir hrunið. Fólkið á að fá að koma beint að nauðsynlegum kerfisbreytingunum, ekki aðeins eftir að einhver hópur og þing hefur vélað um þær og sett svo allt saman til samþykkis í almennum kosningum. Ýmsir mætir menn hafa mælt fyrir þessu en margir fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn og valdamenn í efnahagsmálum séð meinbugi á slíku stjórnlagaþingi. Þá kemur upp hugmynd um að skipa utanþingsnefnd, líkt og rannsóknarnefnd Alþingis, til að vinna verkið og ná þannig fram sátt milli þeirra sem vilja alvöru stjórnlagaþing og þá sem eru smeykir við það. Hún er röng og hrein uppgjöf. Almenningur verður að fá að koma að nýjum samfélagsramma í stjórnmálum, alveg frá fyrstu stundu, annars glatar hann sínu helsta tækifæri til að stuðla að siðbót og efnahagsumbótum í landinu. Allt annað er óásættanlegt og nú verða þeir stjórnmálamenn sem enn þora að hafa raunverulegt samráð við alþýðu manna að afgreiða lög um stjórnlagaþing, hvað sem kostnaði við það líður, lagaflækjum eða efasemdum um gagnsemi þess. Ýmis samtök geta lagt þessu lið rétt eins og fjölmargir einstaklingar. Hitt atriðið varðar skuldastöðu heimila. Allir vita að til eru þrír meginhópar sem eiga eigin heimili. Þetta eru þeir sem skulda lítið eða ekkert af fasteignalánum, þeir sem skulda töluvert eða mikið en standa ávallt í skilum og svo þeir sem hafa lent í vandræðum með greiðslur. Allir vita líka að miðhópurinn er stærstur og enn fremur að hann heldur einnig uppi stórum hluta neyslu og skatta í landinu. Sú fáránlega lenska hefur búið um sig í ríkisstjórn og hjá meirihluta alþingismanna að rétt skuli vera að aðstoða þriðja hópinn en blóðmjólka þann stóra, rétt eins og sífellt fleiri sem þar detta í vanskilahópinn séu ekki til. Aldrei verður sátt í samfélaginu né siðbót ef einn tiltekinn hópur er látinn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Vissulega má segja að fyrsttaldi hópurinn fari á mis við eitthvað, séu fasteignalán lækkuð, en þar er þó engin vá fyrir dyrum. Það er hverju meðalheimili nóg að eiga við dýrtíðina, aukna skatta sem flestir mótmæla ekki og aðrar afleiðingar hrunsins, þó ekki sé sama fólkinu ýtt nær þroti með hverjum mánuði meðan ráðamenn kynna úrræði til hjálpar nauðstöddum.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar