Raunveruleikaþáttaröð um leitina að hamingjunni 3. desember 2010 10:30 Leitar að hamingjunni Ásdís Olsen ætlar að leita að hamingjunni með fimm íslenskum pörum í nýrri raunveruleikaseríu sem verður sýnd á Stöð 2.Fréttablaðið/Anton „Þetta er algjört draumaverkefni sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Ásdís Olsen sálfræðingur. Hún stýrir nýrri raunveruleikaþáttaseríu sem hefur göngu sína á Stöð 2 í febrúar á næsta ári. Í stað þess að fólk stingi hvert annað í bakið, verði komið fyrir á eyðieyju eða látið búa saman í kommúnu eins og raunveruleikaþátta er siður fjallar raunveruleikaserían um leitina að hamingjunni og hefur verið gefið vinnuheitið Hamingjan sanna. Á næstunni verður auglýst eftir fimm pörum til að taka þátt í verkefninu en það er Saga Film sem framleiðir. „Þættirnir verða byggðir á bókunum sem við höfum verið að gefa út,“ útskýrir Ásdís og vísar þar meðal annars til bókar dr. Tal Ben-Shahar, Meiri hamingja, sem sló eftirminnilega í gegn um síðustu jól en hann kom einmitt til Íslands og hélt fyrirlestur í Vodafone-höllinni sem var vel sóttur. Ásdís segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að auka hamingju þjóðarinnar. Hún ætli að gera það með því að nota aðferðir úr jákvæðri sálfræði, sem að hennar sögn hefur gert ótrúlega hluti fyrir fólk. „Pörin taka þátt í alls konar æfingum og verkefnum sem maður þarf að gera til að auka hamingju sína,“ útskýrir Ásdís og bendir á að jákvæði sálfræði sé skemmtileg og aðgengileg fræði. „Þessi tegund af sálfræði hefur sýnt og sannað að hún virkar ótrúlega vel, ég hef verið með þetta prógramm í mörg ár í kennslu uppi í háskóla og þetta hefur verið opinberun fyrir marga. Það eru ekki bara aðstæðurnar og ytra umhverfi sem ráða því hvernig okkur líður heldur við sjálf.“ Ásdís segir að þátttakendur verði að vera reiðubúnir til að leggjast í sjálfskoðun og ögra sjálfum sér því áhorfendur fái að fylgjast með hvernig þeim gangi á sjónvarpsskjánum heima. „Þau munu gera upp gamlar syndir, þakka gamla kennaranum sínum fyrir, semja við bankastjórann um skuldirnar, segja upp vinnunni og fara í nám. Þetta verða krossgöturnar í lífi hvers og eins og við ætlum að biðja fólk um að setja sig aðeins inn í líf sitt, vega það og meta.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
„Þetta er algjört draumaverkefni sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Ásdís Olsen sálfræðingur. Hún stýrir nýrri raunveruleikaþáttaseríu sem hefur göngu sína á Stöð 2 í febrúar á næsta ári. Í stað þess að fólk stingi hvert annað í bakið, verði komið fyrir á eyðieyju eða látið búa saman í kommúnu eins og raunveruleikaþátta er siður fjallar raunveruleikaserían um leitina að hamingjunni og hefur verið gefið vinnuheitið Hamingjan sanna. Á næstunni verður auglýst eftir fimm pörum til að taka þátt í verkefninu en það er Saga Film sem framleiðir. „Þættirnir verða byggðir á bókunum sem við höfum verið að gefa út,“ útskýrir Ásdís og vísar þar meðal annars til bókar dr. Tal Ben-Shahar, Meiri hamingja, sem sló eftirminnilega í gegn um síðustu jól en hann kom einmitt til Íslands og hélt fyrirlestur í Vodafone-höllinni sem var vel sóttur. Ásdís segir það mikinn heiður fyrir sig að fá að auka hamingju þjóðarinnar. Hún ætli að gera það með því að nota aðferðir úr jákvæðri sálfræði, sem að hennar sögn hefur gert ótrúlega hluti fyrir fólk. „Pörin taka þátt í alls konar æfingum og verkefnum sem maður þarf að gera til að auka hamingju sína,“ útskýrir Ásdís og bendir á að jákvæði sálfræði sé skemmtileg og aðgengileg fræði. „Þessi tegund af sálfræði hefur sýnt og sannað að hún virkar ótrúlega vel, ég hef verið með þetta prógramm í mörg ár í kennslu uppi í háskóla og þetta hefur verið opinberun fyrir marga. Það eru ekki bara aðstæðurnar og ytra umhverfi sem ráða því hvernig okkur líður heldur við sjálf.“ Ásdís segir að þátttakendur verði að vera reiðubúnir til að leggjast í sjálfskoðun og ögra sjálfum sér því áhorfendur fái að fylgjast með hvernig þeim gangi á sjónvarpsskjánum heima. „Þau munu gera upp gamlar syndir, þakka gamla kennaranum sínum fyrir, semja við bankastjórann um skuldirnar, segja upp vinnunni og fara í nám. Þetta verða krossgöturnar í lífi hvers og eins og við ætlum að biðja fólk um að setja sig aðeins inn í líf sitt, vega það og meta.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira