Ábyrgðinni velt af ríkinu á lífeyrissjóði 17. september 2010 04:00 þéttsetið var á fundi um fjárfestingarstefnu framtakssjóðsins Framtakssjóðurinn var gagnrýndur harðlega í gær. Sparnað landsmanna á ekki að nýta til kaupa á hlutafé fyrirtækja í vanda og við endurreisn atvinnulífsins, segir Hallbjörn Karlsson, fjárfestir. Fréttablaðið/GVA Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson sagði aðkomu lífeyrissjóðanna að atvinnuuppbyggingu og fjármögnun ýmissa framkvæmda, svo sem vegalagningu, sem til þessa hafi að mestu verið á könnu hins opinbera, bera þess merki að ríkissjóður hafi ekki lengur bolmagn til að standa að þeim. Hafi byrðinni verið velt yfir á lífeyrissjóðina. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þá taldi hann ólíklegt að Framtakssjóðurinn og lífeyrissjóðirnir væru réttu fjárhagslegu bakhjarlarnir til fyrirtækjakaupa, svo sem á Icelandair Group og Vestia. Innan Vestia er Húsasmiðjan auk fleiri fyrirtækja. Enn á eftir að koma efnahagsreikningi fyrirtækisins Húsasmiðjunnar á réttan kjöl. Hallbjörn sagði varasamt að setja fjármagn í slíkan rekstur, ekki síst í fyrirtæki sem eigi eftir að reisa við. Fjárfestingar Framtakssjóðsins séu áhættufjárfestingar. Lífeyrissparnað almennings eigi ekki að nýta með þessu hætti. Þá gagnrýndi Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, kaup Framtakssjóðsins á hlut í Icelandair. Matthías efaðist um gæði flugfélagsins, sagði vísbendingar um að óefnislegar eignir Icelandair, svo sem viðskiptavild, hefðu verið stórlega ofmetnar í bókum félagsins. Þrátt fyrir fjárhagslega endurskipulagningu séu þær hærra metnar en hjá flugfélögum á borð við norræna flugfélagið SAS og British Airways. Matthías bætti við að eftir að Framtakssjóðurinn varð hluthafi í félaginu hafi það kynnt nýja áfangastaði, og nokkrir þeirra hefðu verið þeir sömu og Iceland Express fljúgi til. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, gerði ítarlega grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins og fyrirtækjakaupum hans. Hann svaraði því til að lífeyrissjóðirnir væru ekki að kaupa fyrirtækin. Þeir hefðu sett á laggirnar félag sem sæi um það. Hvað hann áhræri hafi hann um árabil unnið að fjárfestingum í fyrirtækjum. Vísaði hann þar til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hafi Framtakssjóðurinn ekki í hyggju að eiga allt hlutafé fyrirtækja til lengri tíma. Öðrum hluthöfum verði boðið að kaupa hlut í Framtakssjóðnum og sé ætlunin að selja þau eftir fjögur til sjö ár. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson sagði aðkomu lífeyrissjóðanna að atvinnuuppbyggingu og fjármögnun ýmissa framkvæmda, svo sem vegalagningu, sem til þessa hafi að mestu verið á könnu hins opinbera, bera þess merki að ríkissjóður hafi ekki lengur bolmagn til að standa að þeim. Hafi byrðinni verið velt yfir á lífeyrissjóðina. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þá taldi hann ólíklegt að Framtakssjóðurinn og lífeyrissjóðirnir væru réttu fjárhagslegu bakhjarlarnir til fyrirtækjakaupa, svo sem á Icelandair Group og Vestia. Innan Vestia er Húsasmiðjan auk fleiri fyrirtækja. Enn á eftir að koma efnahagsreikningi fyrirtækisins Húsasmiðjunnar á réttan kjöl. Hallbjörn sagði varasamt að setja fjármagn í slíkan rekstur, ekki síst í fyrirtæki sem eigi eftir að reisa við. Fjárfestingar Framtakssjóðsins séu áhættufjárfestingar. Lífeyrissparnað almennings eigi ekki að nýta með þessu hætti. Þá gagnrýndi Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, kaup Framtakssjóðsins á hlut í Icelandair. Matthías efaðist um gæði flugfélagsins, sagði vísbendingar um að óefnislegar eignir Icelandair, svo sem viðskiptavild, hefðu verið stórlega ofmetnar í bókum félagsins. Þrátt fyrir fjárhagslega endurskipulagningu séu þær hærra metnar en hjá flugfélögum á borð við norræna flugfélagið SAS og British Airways. Matthías bætti við að eftir að Framtakssjóðurinn varð hluthafi í félaginu hafi það kynnt nýja áfangastaði, og nokkrir þeirra hefðu verið þeir sömu og Iceland Express fljúgi til. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, gerði ítarlega grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins og fyrirtækjakaupum hans. Hann svaraði því til að lífeyrissjóðirnir væru ekki að kaupa fyrirtækin. Þeir hefðu sett á laggirnar félag sem sæi um það. Hvað hann áhræri hafi hann um árabil unnið að fjárfestingum í fyrirtækjum. Vísaði hann þar til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hafi Framtakssjóðurinn ekki í hyggju að eiga allt hlutafé fyrirtækja til lengri tíma. Öðrum hluthöfum verði boðið að kaupa hlut í Framtakssjóðnum og sé ætlunin að selja þau eftir fjögur til sjö ár. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent