Úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja 1. október 2010 07:00 Bjartmar Þórðarson Leikhús/ *** Skepna, einleikur á Norðurpólnum Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson Leikari: Bjartmar Þórðarson Það var ekki skepnan sem dó í þetta sinn heldur skepnan sem lifnar við innra með þeim sem ekki hafa notið nógu góðs atlætis. Mikið er um einleiki á síðustu tímum og til þess að þeir virki þarf sagan sem þeir byggja á að vera skemmtileg eða athyglisverð. Í hinu bráðskemmtilega nýja leikhúsi úti á Seltjarnarnesi, Norðurpólnum, stendur Bjartmar Þórðarson og segir okkur sögu um mann sem átti sér þann draum heitastan að gera kvikmynd. Bjartmar stekkur milli hlutverka og gerir það vel. Talar skýrt en gefur sér heldur lítinn tíma til að leyfa hugsununum að fæðast. Áhorfendur sitja í bogadreginni línu á tveimur stólaröðum og leikarinn leikur í öðrum boga á móti þeim. Lýsing og hljóðmyndir voru einkar skýrar og smart. Þetta er einföld sýning með örfáum ljósum, raddir heyrast af bandi, á sviðinu stendur einn maður og segir sögu sína og sinna nánustu. Hann stekkur milli atriða og heldur athyglinni allan tímann. Bjartmar á ekki í nokkrum erfiðleikum með að kitla hláturtaugar áhorfenda sinna en hitt er annað mál að valið á túlkuninni á kærustunni og fleiri persónum var heldur innihaldslaust eða klisjukennt. Ungur maður drepur föður sinn. Hægt og rólega sagar hann gamla manninn niður í stykki og brennir fyrir þannig að ekki blæði úr. Þetta eru upplýsingar sem koma til áhorfenda í frásögn en ekki myndgerð. Faðirinn hafði ekki staðið sig í sínu hlutverki og því er hér um sæta hefnd að ræða. Ungi maðurinn lifir fyrir hugmynd sína um að gera bíómynd um líf sitt og hittir alls kyns pótintáta sem auðvitað hafa meiri áhuga á dópi, búsi og öðrum frægum heldur en honum. Bjartmari tekst mjög vel að koma þróun persónu sinnar til skila. Það er úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja, svo notað sé nú mesta tískuorð nútímans. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikstýrir og er ábyrgur fyrir tónlistinni sem var mjög smart. Hún elti vel uppi það ástand sem ríkti og skelfdi á köflum. Glæpurinn hér birtist aftur og aftur á ýmsum stöðum í frásögninni og leikstíllinn er líka mikið í endurtekningum eins og gengið í hringi, engu að síður hélt Bjartmar athygli áhorfenda sinna allan tímann og þó svo að manni hefði fundist áhugaverðara að ná sér í yrkisefni til einleiks úr eigin ranni þá gekk þetta alveg upp. Það er líka gott að hlæja og láta sér bregða í mátulegum skömmtum. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Athyglisverð og vel leikin sýning. Lífið Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Leikhús/ *** Skepna, einleikur á Norðurpólnum Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson Leikari: Bjartmar Þórðarson Það var ekki skepnan sem dó í þetta sinn heldur skepnan sem lifnar við innra með þeim sem ekki hafa notið nógu góðs atlætis. Mikið er um einleiki á síðustu tímum og til þess að þeir virki þarf sagan sem þeir byggja á að vera skemmtileg eða athyglisverð. Í hinu bráðskemmtilega nýja leikhúsi úti á Seltjarnarnesi, Norðurpólnum, stendur Bjartmar Þórðarson og segir okkur sögu um mann sem átti sér þann draum heitastan að gera kvikmynd. Bjartmar stekkur milli hlutverka og gerir það vel. Talar skýrt en gefur sér heldur lítinn tíma til að leyfa hugsununum að fæðast. Áhorfendur sitja í bogadreginni línu á tveimur stólaröðum og leikarinn leikur í öðrum boga á móti þeim. Lýsing og hljóðmyndir voru einkar skýrar og smart. Þetta er einföld sýning með örfáum ljósum, raddir heyrast af bandi, á sviðinu stendur einn maður og segir sögu sína og sinna nánustu. Hann stekkur milli atriða og heldur athyglinni allan tímann. Bjartmar á ekki í nokkrum erfiðleikum með að kitla hláturtaugar áhorfenda sinna en hitt er annað mál að valið á túlkuninni á kærustunni og fleiri persónum var heldur innihaldslaust eða klisjukennt. Ungur maður drepur föður sinn. Hægt og rólega sagar hann gamla manninn niður í stykki og brennir fyrir þannig að ekki blæði úr. Þetta eru upplýsingar sem koma til áhorfenda í frásögn en ekki myndgerð. Faðirinn hafði ekki staðið sig í sínu hlutverki og því er hér um sæta hefnd að ræða. Ungi maðurinn lifir fyrir hugmynd sína um að gera bíómynd um líf sitt og hittir alls kyns pótintáta sem auðvitað hafa meiri áhuga á dópi, búsi og öðrum frægum heldur en honum. Bjartmari tekst mjög vel að koma þróun persónu sinnar til skila. Það er úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja, svo notað sé nú mesta tískuorð nútímans. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikstýrir og er ábyrgur fyrir tónlistinni sem var mjög smart. Hún elti vel uppi það ástand sem ríkti og skelfdi á köflum. Glæpurinn hér birtist aftur og aftur á ýmsum stöðum í frásögninni og leikstíllinn er líka mikið í endurtekningum eins og gengið í hringi, engu að síður hélt Bjartmar athygli áhorfenda sinna allan tímann og þó svo að manni hefði fundist áhugaverðara að ná sér í yrkisefni til einleiks úr eigin ranni þá gekk þetta alveg upp. Það er líka gott að hlæja og láta sér bregða í mátulegum skömmtum. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Athyglisverð og vel leikin sýning.
Lífið Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira