Erlent

Assange neitað um lausn gegn tryggingu

Julian Assange.
Julian Assange.

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, ætlar að berjast með kjafti og klóm gegn því að hann verði framseldur til Svíþjóðar þar sem hann er eftirlýstur vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var handtekinn í morgun og í dag hafnaði dómari í London beiðni um að Assange yrði látinn laus gegn tryggingu.

Dómarinn taldi líkur á því að Assange myndi ekki gefa sig fram að nýju yrði hann látinn laus.

Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, segir að samtökin séu starfhæf þrátt fyrir handtöku Assange og að haldið verði áfram á sömu braut við að birta skjöl úr bandarísku utanríkisþjónustunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×