Afhjúpun aldarinnar Ólína Þorvarðardóttir skrifar 22. apríl 2010 06:00 Við lestur á rannsóknarskýrslu Alþingis má segja að við Íslendingar séum í sömu sporum og Pandóra þegar hún gægðist ofan í öskjuna sem geymdi plágur og böl mannskyns. Meinsemdirnar sem þjakað hafa samfélag okkar um árabil stíga upp af blaðsíðunum og hitta okkur eins og löðrungar, hver af annarri. Skýrslan er miskunnarlaus afhjúpun á græðgi og grimmd fjármálakerfisins sem óx eins og krabbamein á íslensku hagkerfi. Sárari er þó afhjúpunin á vanhæfni allra helstu lykilstofnana samfélagsins til þess að sinna sínu lögbundna og siðferðilega hlutverki og hugsanaleti stjórnmálamannanna, sem þjóðin kaus til ábyrgðar og treysti fyrir fjöreggi sínu. Forstöðumenn eftirlitsstofnana, þingmenn, ráðherrar, jafnvel forseti lýðveldisins, afhjúpast hér sem gagnrýnislausir meiðreiðarsveinar auðvaldsins - fólk sem virtist líta á sig sem einhvers konar verndara fjármálakerfisins, en gleymdi varðstöðunni fyrir íslenskan almenning. Sök og ábyrgð fara ekki alltaf saman, því þó að einn beri sök, geta fleiri þurft að bera ábyrgð. Sökin á því hvernig fór liggur að sjálfsögðu hjá gerendunum, hjá bönkunum sjálfum. En ábyrgðin á því að nánast allt sem gat farið úrskeiðis skyldi fara úrskeiðis, hún hvílir ekki síst á stjórnkerfinu og þeim sem hafa ráðið ferðinni í opinberri umræðu og stefnumótun. Þar er ekki aðeins við að eiga siðferðisskort og vanhæfni - heldur líka þá háskalegu hugmyndafræði skefjalausrar frjálshyggju sem reið röftum í samfélagi okkar um langt árabil. Hvernig gat þetta gerst? Á því eru margar, samþættar skýringar. Ein lýtur að þeirri afleitu umræðuhefð upphrópana og yfirboða sem hefur viðgengist á Íslandi um árabil. Þar bera fjölmiðlar ríka ábyrgð. Um allan heim er það viðurkennt hlutverk fjölmiðla að greina og upplýsa samfélag sitt og veita þannig ráðandi öflum aðhald. Þeir eru nefndir fjórða valdið vegna mikilvægis síns fyrir lýðræðislega umræðu. Gagnrýnisleysi íslenskra fjölmiðla, meðvirkni og þjónkun við fjármagnið og ráðandi öfl hefur skaðað opna og lýðræðislega umræðu og grafið undan upplýsingahlutverki þeirra. Sömu sök bera kjörnir fulltrúar, sem margir hverjir hafa verið of uppteknir af ímynd og áferð og gengið erinda sérhagsmuna í stað heildarhagsmuna. Hugtökunum aga og ábyrgð hefur verið varpað út í ystu myrkur. Afskiptaleysi hefur verið túlkað sem frelsi, reglufesta túlkuð sem haftastefna. Jafnvel fræðasamfélagið brást að hluta: Í stað þess að vera drifkraftur frumlegrar hugsunar hafa íslenskar rannsóknir og fræðastarf í vaxandi mæli orðið þjónar fjármagnsins þar sem vísindastarf hefur orðið æ háðara viðskiptalífinu. Hér á Íslandi varð skelfilegt hugmyndafræðilegt slys. Það leiddi til óábyrgrar hagstjórnar með þensluhvetjandi stórframkvæmdum og skattalækkunum á góðæristíma, pólitískra yfirboða og gegndarlausrar lánafyrirgreiðslu. Allt afleiðing ábyrgðarleysis og sérgæsku sem birtist í pólitískri samtryggingu auðs og valda með pólitískum stöðuveitingum, skorti á fagmennsku, fullkomnu agaleysi og óljósum valdsmörkum. Við Íslendingar stöndum nú í þeim sporum að draga lærdóm og takast á við framtíðina. Það á ekki síst við um okkur jafnaðarmenn og Samfylkingarfólk. Við verðum að gera upp við atburði undanfarinna ára, því Samfylkingin steig jú dansinn við Sjálfstæðisflokkinn mánuðina fyrir hrun. Hún hallaði sér að hægri vanga frjálshyggjuaflanna, og verður nú að gera upp við þetta tímaskeið í sögu sinn - gangast við því sem gerðist og læra af því. Það er vissulega staðreynd að um langt árabil varaði Samfylkingin við því hvert stefndi. Þingmenn flokksins hafa flutt bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur til þess að bæta hér stjórnsýslu og aðstæður á fjármálamarkaði, ekki síst Jóhanna Sigurðardóttir, formaður flokksins sem var ötul við að benda á ört vaxandi skuldasöfnun og þenslueinkenni. Þetta var bara ekki nóg. Rödd flokksins var ekki nógu sterk, og verkin ekki nógu markviss. Eitt brýnasta verkefnið framundan er róttæk uppstokkun á íslensku stjórnkerfi með aukinni reglufestu, skýrari verkaskiptingu, valdsmörkum og virðingu í verki við lög og reglur. Ekki verður heldur vikist undan uppgjöri við ónýta og mannfjandsamlega hugmyndafræði ásamt endurmati allra gilda og aðferða í íslenskum stjórnmálum. Nú er tíminn fyrir alla þá sem vilja þjóð sinni vel, hvar í flokki sem þeir standa, að breyta íslensku samfélagi; brjóta burtu fúnar stoðir frjálshyggjuöfganna og reisa nýjar. Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur vissulega lyft lokinu af syndaskríni samtíðarinnar og leitt þar í ljós margt bölið. Það var nauðsynleg opnun og óhjákvæmilegt að hleypa óhroðanum út. Því hvað var það eina sem eftir var í skríni Pandóru, eftir að það var opnað? Það var vonin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við lestur á rannsóknarskýrslu Alþingis má segja að við Íslendingar séum í sömu sporum og Pandóra þegar hún gægðist ofan í öskjuna sem geymdi plágur og böl mannskyns. Meinsemdirnar sem þjakað hafa samfélag okkar um árabil stíga upp af blaðsíðunum og hitta okkur eins og löðrungar, hver af annarri. Skýrslan er miskunnarlaus afhjúpun á græðgi og grimmd fjármálakerfisins sem óx eins og krabbamein á íslensku hagkerfi. Sárari er þó afhjúpunin á vanhæfni allra helstu lykilstofnana samfélagsins til þess að sinna sínu lögbundna og siðferðilega hlutverki og hugsanaleti stjórnmálamannanna, sem þjóðin kaus til ábyrgðar og treysti fyrir fjöreggi sínu. Forstöðumenn eftirlitsstofnana, þingmenn, ráðherrar, jafnvel forseti lýðveldisins, afhjúpast hér sem gagnrýnislausir meiðreiðarsveinar auðvaldsins - fólk sem virtist líta á sig sem einhvers konar verndara fjármálakerfisins, en gleymdi varðstöðunni fyrir íslenskan almenning. Sök og ábyrgð fara ekki alltaf saman, því þó að einn beri sök, geta fleiri þurft að bera ábyrgð. Sökin á því hvernig fór liggur að sjálfsögðu hjá gerendunum, hjá bönkunum sjálfum. En ábyrgðin á því að nánast allt sem gat farið úrskeiðis skyldi fara úrskeiðis, hún hvílir ekki síst á stjórnkerfinu og þeim sem hafa ráðið ferðinni í opinberri umræðu og stefnumótun. Þar er ekki aðeins við að eiga siðferðisskort og vanhæfni - heldur líka þá háskalegu hugmyndafræði skefjalausrar frjálshyggju sem reið röftum í samfélagi okkar um langt árabil. Hvernig gat þetta gerst? Á því eru margar, samþættar skýringar. Ein lýtur að þeirri afleitu umræðuhefð upphrópana og yfirboða sem hefur viðgengist á Íslandi um árabil. Þar bera fjölmiðlar ríka ábyrgð. Um allan heim er það viðurkennt hlutverk fjölmiðla að greina og upplýsa samfélag sitt og veita þannig ráðandi öflum aðhald. Þeir eru nefndir fjórða valdið vegna mikilvægis síns fyrir lýðræðislega umræðu. Gagnrýnisleysi íslenskra fjölmiðla, meðvirkni og þjónkun við fjármagnið og ráðandi öfl hefur skaðað opna og lýðræðislega umræðu og grafið undan upplýsingahlutverki þeirra. Sömu sök bera kjörnir fulltrúar, sem margir hverjir hafa verið of uppteknir af ímynd og áferð og gengið erinda sérhagsmuna í stað heildarhagsmuna. Hugtökunum aga og ábyrgð hefur verið varpað út í ystu myrkur. Afskiptaleysi hefur verið túlkað sem frelsi, reglufesta túlkuð sem haftastefna. Jafnvel fræðasamfélagið brást að hluta: Í stað þess að vera drifkraftur frumlegrar hugsunar hafa íslenskar rannsóknir og fræðastarf í vaxandi mæli orðið þjónar fjármagnsins þar sem vísindastarf hefur orðið æ háðara viðskiptalífinu. Hér á Íslandi varð skelfilegt hugmyndafræðilegt slys. Það leiddi til óábyrgrar hagstjórnar með þensluhvetjandi stórframkvæmdum og skattalækkunum á góðæristíma, pólitískra yfirboða og gegndarlausrar lánafyrirgreiðslu. Allt afleiðing ábyrgðarleysis og sérgæsku sem birtist í pólitískri samtryggingu auðs og valda með pólitískum stöðuveitingum, skorti á fagmennsku, fullkomnu agaleysi og óljósum valdsmörkum. Við Íslendingar stöndum nú í þeim sporum að draga lærdóm og takast á við framtíðina. Það á ekki síst við um okkur jafnaðarmenn og Samfylkingarfólk. Við verðum að gera upp við atburði undanfarinna ára, því Samfylkingin steig jú dansinn við Sjálfstæðisflokkinn mánuðina fyrir hrun. Hún hallaði sér að hægri vanga frjálshyggjuaflanna, og verður nú að gera upp við þetta tímaskeið í sögu sinn - gangast við því sem gerðist og læra af því. Það er vissulega staðreynd að um langt árabil varaði Samfylkingin við því hvert stefndi. Þingmenn flokksins hafa flutt bæði lagafrumvörp og þingsályktunartillögur til þess að bæta hér stjórnsýslu og aðstæður á fjármálamarkaði, ekki síst Jóhanna Sigurðardóttir, formaður flokksins sem var ötul við að benda á ört vaxandi skuldasöfnun og þenslueinkenni. Þetta var bara ekki nóg. Rödd flokksins var ekki nógu sterk, og verkin ekki nógu markviss. Eitt brýnasta verkefnið framundan er róttæk uppstokkun á íslensku stjórnkerfi með aukinni reglufestu, skýrari verkaskiptingu, valdsmörkum og virðingu í verki við lög og reglur. Ekki verður heldur vikist undan uppgjöri við ónýta og mannfjandsamlega hugmyndafræði ásamt endurmati allra gilda og aðferða í íslenskum stjórnmálum. Nú er tíminn fyrir alla þá sem vilja þjóð sinni vel, hvar í flokki sem þeir standa, að breyta íslensku samfélagi; brjóta burtu fúnar stoðir frjálshyggjuöfganna og reisa nýjar. Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur vissulega lyft lokinu af syndaskríni samtíðarinnar og leitt þar í ljós margt bölið. Það var nauðsynleg opnun og óhjákvæmilegt að hleypa óhroðanum út. Því hvað var það eina sem eftir var í skríni Pandóru, eftir að það var opnað? Það var vonin.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar