Umfjöllun: Valsmenn heppnir að sleppa með stig úr Safamýri Elvar Geir Magnússon skrifar 18. febrúar 2010 21:25 Haraldur Þorvarðarson, leikmaður Fram, í baráttunni. Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í miklum spennuleik í N1-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 26-26 þar sem Framarar voru í lykilstöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Staða þessara erkifjenda fyrir leik var ansi ólík. Framarar hafa verið í tómu tjóni í vetur og sátu í botnsætinu með aðeins tvö stig, þeir þurftu heldur betur á báðum stigunum að halda. Valsarar, í öðru sætinu, gátu hinsvegar minnkað forystu Hauka á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Það hefur oftast verið betur mætt á viðureignir þessara tveggja liða en aðeins um 80 manns voru mættir í stúkuna þegar leikurinn var flautaður á. Áhorfendum átti þó eftir að fjölga umtalsvert. Framarar mættu heldur betur grimmir til leiks og alveg ljóst að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en lokamínúturnar fyrir hlé voru nokkuð sveiflukenndar. Þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks hafði Valur tveggja marka forystu 7-9. Þá náðu heimamenn frábærum kafla og komust yfir 11-9, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Það skilaði sér í því að Hlíðarendapiltar leiddu með einu marki í hálfleik 12-13. Hörkubarátta, báðir markverðirnir að finna sig nokkuð vel og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Jafnræðið hélt svo áfram í seinni hálfleiknum en þegar hann var tæplega hálfnaður náðu Framarar fjögurra marka forystu 22-18. Mótspyrnan virtist koma Völsurum í opna skjöldu og var sóknarleikur þeirra langt frá því nægilega góður. Framarar voru komnir í lykilstöðu en gerðu klaufaleg mistök sem hleyptu gestunum inn í þetta á ný. Valsmenn jöfnuðu 26-26 þegar tæp mínúta var eftir. Guðjóni Drengssyni brást bogalistin í síðustu sókn Fram og það sama gerði Baldvin Þorsteinsson með lokaskoti leiksins þegar tíminn var að renna út. Liðin skiptu stigunum því á milli sín í hörkuleik. Framarar munu greinilega berjast til síðasta blóðdropa, spiluðu góða vörn en á móti var varnarleikur Vals langt frá sínu besta. Fram - Valur 26-26 (12-13) Mörk Fram (skot): Einar Eiðsson 9/5 (9/5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (6), Guðjón Drengsson 4 (6), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Hákon Stefánsson 3 (5), Magnús Stefánsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 0 (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Magnús 2, Einar, Halldór, Hákon)Fiskuð víti: 5 (Halldór 3, Haraldur, Hákon)Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (9/2), Elvar Friðriksson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (7), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Sigurður Eggertsson 0 (1), Atli Már Báruson 0 (3).Varin skot: Hlynur Morthens 16Hraðaupphlaup: 5 (Ingvar 2, Arnór 2, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Arnór, Orri)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30 Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í miklum spennuleik í N1-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 26-26 þar sem Framarar voru í lykilstöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Staða þessara erkifjenda fyrir leik var ansi ólík. Framarar hafa verið í tómu tjóni í vetur og sátu í botnsætinu með aðeins tvö stig, þeir þurftu heldur betur á báðum stigunum að halda. Valsarar, í öðru sætinu, gátu hinsvegar minnkað forystu Hauka á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Það hefur oftast verið betur mætt á viðureignir þessara tveggja liða en aðeins um 80 manns voru mættir í stúkuna þegar leikurinn var flautaður á. Áhorfendum átti þó eftir að fjölga umtalsvert. Framarar mættu heldur betur grimmir til leiks og alveg ljóst að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en lokamínúturnar fyrir hlé voru nokkuð sveiflukenndar. Þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks hafði Valur tveggja marka forystu 7-9. Þá náðu heimamenn frábærum kafla og komust yfir 11-9, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Það skilaði sér í því að Hlíðarendapiltar leiddu með einu marki í hálfleik 12-13. Hörkubarátta, báðir markverðirnir að finna sig nokkuð vel og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Jafnræðið hélt svo áfram í seinni hálfleiknum en þegar hann var tæplega hálfnaður náðu Framarar fjögurra marka forystu 22-18. Mótspyrnan virtist koma Völsurum í opna skjöldu og var sóknarleikur þeirra langt frá því nægilega góður. Framarar voru komnir í lykilstöðu en gerðu klaufaleg mistök sem hleyptu gestunum inn í þetta á ný. Valsmenn jöfnuðu 26-26 þegar tæp mínúta var eftir. Guðjóni Drengssyni brást bogalistin í síðustu sókn Fram og það sama gerði Baldvin Þorsteinsson með lokaskoti leiksins þegar tíminn var að renna út. Liðin skiptu stigunum því á milli sín í hörkuleik. Framarar munu greinilega berjast til síðasta blóðdropa, spiluðu góða vörn en á móti var varnarleikur Vals langt frá sínu besta. Fram - Valur 26-26 (12-13) Mörk Fram (skot): Einar Eiðsson 9/5 (9/5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (6), Guðjón Drengsson 4 (6), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Hákon Stefánsson 3 (5), Magnús Stefánsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 0 (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Magnús 2, Einar, Halldór, Hákon)Fiskuð víti: 5 (Halldór 3, Haraldur, Hákon)Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (9/2), Elvar Friðriksson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (7), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Sigurður Eggertsson 0 (1), Atli Már Báruson 0 (3).Varin skot: Hlynur Morthens 16Hraðaupphlaup: 5 (Ingvar 2, Arnór 2, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Arnór, Orri)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30 Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30
Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða