Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram lista á mun fleiri stöðum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en áður, eða í 15 sveitarfélögum. Forystumenn flokksins í sveitastjórnarmálum komu saman í Grindavík um helgina til að leggja línurnar fyrir átökin sem eru framundan.
Efstu menn og konur á listum VG hvaðanæva af að landinu kom saman um helgina til að stilla saman strengi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða eftir 50 daga. Niðurstaðan er sú að flokkurinn ætlar í kosningabaráttu sinnu í sveitarfélögum um landið að leggja áherslu á atvinnu-, velferðar-, umhverfis- og lýðræðismál.
Dagurinn í dag markaði upphaf kosningabaráttu Vinstri grænna, en óttast oddvitinn í Reykjavík ekkert að baráttan í Reykjavík drukkni í umræðu um rannsóknarskýrsluna og öllu sem henni mun fylgja næstu vikur?
„Nei, í rauninni ekki. Ég finn fyrir miklum áhuga fólks á samfélaginu almennt. Auðvitað er nálgunin kannski aðeins öðruvísi en hún hefur verið. Fólk vill láta til sín taka og er orðið meðvitaðra um það að það verður að hafa áhrif í samfélaginu. Við getum ekki falið einhverjum öðrum að sjá um það," Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og oddviti VG í Reykjavík.
Hvaða skilaboð er það fólk að senda sem segist ætla að kjósa Besta flokkinn í skoðanakönnunum. „Ég veit það ekki. Það eru náttúrulega ákveðnir kjörnir fulltrúar sem hafa hagað sér með þeim hætti að það er full ástæða til að gera grín af því," segir Sóley.
Innlent