Kosningar 2010

Vilhjálmur kveður borgarstjórn
Borgarstjórn Reykjavíkur kom saman til fundar klukkan tvö í dag en þetta er síðasti fundur fráfarandi borgarstjórnar. Sex borgarfulltrúar voru ýmist ekki meðal frambjóðenda í kosningunum á laugardaginn eða náðu ekki kjöri. Þar á meðal er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri. Hann sóttist ekki eftir endurkjöri en hann hefur átt sæti í borgarstjórn síðastliðinn 28 ár.

„Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu.

Meirihlutaviðræður langt komnar í Kópavogi
Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, lista Kópavogsbúa og Næsta besta flokksins í Kópavogi eru langt á veg komnar. Fulltrúar flokkanna funduðu í gær og búist er við áframhaldandi fundarhöldum í dag.

Almenningur fær að taka þátt í leynifundum
Næstu daga munu borgarfulltrúar og félagar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hittast á röð leynifunda og ræða um myndun nýs meirihluta í Reykjavík. Almenningi gefst kostur á að koma sínum sjónarmiðum að í gegnum netið.

Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn
Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að

Skylt að taka sæti í bæjarstjórn
Alls óvíst er hvort Sigrún Björk Jakobsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri, geti ákveðið að hafna sæti í bæjarstjórn í ljósi mikils fylgistaps eins og hún hefur sagst ætla að gera. Samkvæmt lögum um sveitastjórnarkosningar er þeim sem býður sig fram til sveitastjórnar skylt að taka kjöri að loknum kosningum.

Fjölmargir Kópavogsbúar strikuðu yfir nöfn Gunnars og Ármanns
Fjölmargir sjálfstæðismenn í Kópavogi strikuðu yfir nöfn Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra, og Ármanns Kr. Ólafssonar, oddvita flokksins í bænum, í kosningunum á laugardaginn, samkvæmt upplýsingum frá

Sigrún Björk hættir í stjórnmálum
Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur ákveðið í ljósi mikils fylgistaps Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum að víkja sem oddviti flokksins í bæjarfélaginu. Hún ætlar ekki taka sæti í bæjarstjórn á nýju kjörtímabili. Næsti maður á lista sjálfstæðismanna er Ólafur Jónsson.

Dagur og Óttarr settu saman stundaskrá
„Við vorum að setja niður stundaskrá fyrir vikuna," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar en hann og Óttarr Proppé, nýr borgarfulltrúi Besta flokksins, hittust á fundi í morgun þar sem lögð voru drög að viðræðum Besta flokksins og Samfylkingarinnar um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Meirihlutaviðræður í Kópavogi ganga vel
Meirihlutaviðræður í Kópavogi ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi bæjarstjórastólinn.

Hafnarfjörður: Hefja formlegar viðræður í dag
Vinstri grænir í Hafnarfirði ætla að hefja formlegar viðræður við Samfylkinguna um myndun nýs meirihluta. Flokkarnir funda ætla að funda í kvöld.

Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða
„Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins.

Ölfus: A-listi og Framsókn ræða saman
A-listi, klofningsframboð sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Ölfusi, og Framsóknarflokkur, hófu í morgun viðræður um myndun nýs meirihluta. Sjálfstæðisflokkur var áður með hreinan meirihluta í Ölfusi, fjóra bæjarfulltrúa af sjö, en flokkurinn klofnaði í aðdraganda kosninganna þegar oddvita listans, Ólafi Áka Ragnarssyni, var sagt upp starfi bæjarstjóra.

Funda um fyrirkomulag viðræðnanna
Forysta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík ákveður á fundi í dag hvernig staðið verður að áframhaldandi viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í borginni.

Ræða meirihlutamyndun í Grindavík
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ræða nú saman um myndun nýs meirihluta í Grindavík. Bryndís Gunnlaugsdóttir, oddviti framsóknarmanna, segir að stefnumál framsóknar- og sjálfstæðismanna fari vel saman og á sérstaklega í skólamálum og málefnum fatlaðra. Því hafi verið eðlilegt að líta til Sjálfstæðisflokksins varandi meirihlutasamstarf.

Oddviti Samfylkingar: „Ég er mjög bjartsýn“
„Það hafa ekki komið upp nein ágreiningsmál enn þá," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi í samtali við Vísi.is. Viðræður milli Samfylkingar, Næst besta flokknum, Lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna munu halda áfram í dag um hugsanlegt meirihlutasamstarf. Það yrði í fyrsta skiptið í tuttugu ár sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fara ekki með völd í bænum, ef flokkarnir ná að mynda meirihluta.

Ísafjörður: Framsókn vill auglýsa embætti bæjarstjóra
Framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ setja það sem skilyrði fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi með sjálfstæðismönnum að starf bæjarstjóra verði auglýst, að sögn Albertínu Elíasdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokkanna hittust í gær til að ræða framhaldið og er ákveðið að þeir hittist aftur síðdegis í dag.

Stefnir í nýjan meirihluta í Fjarðabyggð
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í Fjarðabyggð hafa hafið formlegar viðræður um meirihlutasamstarf í þessu fjölmennasta sveitarfélagi Austurlands. Fulltrúar flokkanna hófu þreifingar um samstarf þegar í gærmorgun og er ákveðið að þeir fundi í dag, að sögn Jens Garðars Helgasonar, oddvita D-listans.

Einar Örn heldur sig til hlés
Einar Örn Benediktsson, annar maður á lista Besta flokksins og verðandi borgarfulltrúi, tekur ekki þátt í viðræðum um að mynda meirihluta í Reykjavik.

Vill að Dagur víki
Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í Reykjavík, víki í ljósi slæmra úrslita í kosningunum um helgina. Karl segir að úrslitin séu þau langverstu í sögu Samfylkingarinnar.

Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku
Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja.

Dagur og Jón funda um samstarf í dag
Samfylkingin og Besti flokkurinn hófu í gær viðræður um myndun meirihluta um stjórn Reykjavíkur. Fulltrúar flokkanna munu hittast aftur í dag. Besti flokkurinn hafði í gærkvöldi ekkert formlegt samband haft við Sjálfstæðisflokkinn og engir fundir voru fyrirhugaðir á milli þeirra.

Allir flokkarnir tapa fylgi
Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni.

Vilja alla flokka í meirihlutasamstarf
Fulltrúar þeirra þriggja flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittust á óformlegum fundum í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að Vinstri græn hafi stungið upp á að komið yrði á fót stjórn allra flokkanna.

Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi.

Kannanirnar ofmátu fylgi Besta flokksins
Skoðanakönnun Capacent Gallup sem birt var í Ríkissjónvarpinu á föstudag komst næst úrslitum sveitarstjórnarkosninganna í Reykjavík af þeim könnunum sem birtar voru opinberlega dagana fyrir kosningarnar.

Erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann
„Á miðvikudaginn bjóst ég við að þetta færi svona. Þá datt af mér stressið og ég beið rólegur eftir kjördegi. Ég bjóst hins vegar ekki við þessu í janúar þegar ég ákvað að fara í þriðja sætið. Þá ætluðum við að vinna stórsigur og ná þeim gamla inn.“ Þetta segir Oddur Helgi Halldórsson, forvígismaður L-listans sem fékk meirihluta bæjarfulltrúa á Akureyri, sex af ellefu.

M-listinn fékk mann
Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hélt meirihluta sínum og bætti við sig manni og er nú með fimm menn í bæjarstjórn. M-listi fólksins í bænum náði Ragnýju Þóru Guðjohnsen inn í bæjarstjórn en hún hefur verið varabæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í tvö kjörtímabil. Samfylkingin náði einum manni inn en Framsókn engum.

Ánægður í ljósi atlögu ráðherra VG
Sjálfstæðisflokkurinn heldur hreinum meirihluta og sjö bæjarfulltrúum af ellefu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar eftir kosningarnar á laugardag. „Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu í ljósi þeirrar hörðu atlögu sem við urðum fyrir á síðustu vikum,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna.

Langflestar útstrikanir hjá Sjálfstæðisflokknum
Alls strikuðu 4471 kjósandi út nöfn á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eða breyttu sætaskipan. Það voru alls 6915 breytingar gerðar á kjörseðlum í kosningunum í gær. Þannig að rúmlega 64 prósent breyttra kjörseðla tilheyra Sjálfstæðisflokknum.