Grallararnir í Jackass með Johnny Knoxville í fararbroddi áttu aðsóknarmestu myndina vestanhafs um síðustu helgi. Jackass 3D halaði inn fimmtíu milljónum dollara í aðsóknartekjur og skákaði þar The Social Network sem hafði setið á toppnum í nokkurn tíma.
Hún féll niður í þriðja sætið. Í öðru sæti yfir vinsælustu myndirnar var Red með Bruce Willis, Helen Mirren, John Malkovich og Morgan Freeman í aðalhlutverkum. Næst á eftir henni kom gamanmyndin Secretariat með Katherine Heigl í aðalhlutverki.