Favre var grátlega nálægt því að komast í Super Bowl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. janúar 2010 09:30 Favre sýndi hetjulega frammistöðu í nótt en það dugði ekki til. Það verða Indianapolis Colts og New Orleans Saints sem mætast í Super Bowl í ár en undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar fóru fram í gær. Colts lagði NY Jets, 30-17, en Saints lagði Minnesota Vikings, 31-28, í ævintýralegum leik sem þurfti að framlengja. Hinn fertugi Brett Favre var ótrúlega nálægt því að komast í Super Bowl með Minnesota Vikings. Lið hans var að spila talsvert betur en New Orleans Saints en gerði sig ítrekað seka um skelfileg mistök er færðu Saints boltann á silfurfati. Þau mistök nýtti Saints sér til þess að klára leikinn. Þurfti þó framlengingu til en Favre og félagar fóru afar illa að ráði sínu í lokasókn venjulegs leiktíma. Er liðið var að komast í ákjósanlega vallarmarksstöðu kastaði Favre boltanum í hendur andstæðinganna sem tryggði sér þar með framlengingu. Má segja að Vikings hafi nánast gert allt sem liðið gat til þess að tapa leiknum. Liðið var sjálfu sér verst þó svo það hafi lengstum spilað vel. Frammistaða Favre í nótt var hetjuleg svo ekki sé meira sagt. Þessi fertugi leikmaður sýndi af sér ótrúlega hörku er hann hristi af sér barsmíðar varnarmanna Saints sem gerðu sig seka um ljótan leik hvað eftir annað. Lömdu Favre harkalega og ólöglega er hann var búinn að sleppa boltanum. Ástandið var orðið svo slæmt að það þurfti að hjálpa honum af velli um tíma og hann haltraði sig í gegnum allan síðari hálfleikinn. Augljóslega sárþjáður og konan hans var nánast með tárin í augunum í stúkunni á meðan. Átti afar erfitt með að horfa upp á misþyrminguna. Barsmíðarnar héldu áfram í síðari hálfleik en Favre einfaldlega neitaði að gefast upp. Því miður fyrir hann þá dugði það ekki til og Öskubuskusagan fékk því ekki viðeigandi endi. Hefði Favre farið með liðið alla leið hefði það verið ein stærsta saga bandarískrar íþróttasögu. Árangurinn engu að síður stórkostlegur. Peyton Manning og félagar í Colts lentu í talsverðum vandræðum með spútniklið Jets. New York-liðið leiddi í leikhléi, 17-13, en Colts tók völdin í síðari hálfleik sem það vann 17-0. Erlendar Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Sjá meira
Það verða Indianapolis Colts og New Orleans Saints sem mætast í Super Bowl í ár en undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar fóru fram í gær. Colts lagði NY Jets, 30-17, en Saints lagði Minnesota Vikings, 31-28, í ævintýralegum leik sem þurfti að framlengja. Hinn fertugi Brett Favre var ótrúlega nálægt því að komast í Super Bowl með Minnesota Vikings. Lið hans var að spila talsvert betur en New Orleans Saints en gerði sig ítrekað seka um skelfileg mistök er færðu Saints boltann á silfurfati. Þau mistök nýtti Saints sér til þess að klára leikinn. Þurfti þó framlengingu til en Favre og félagar fóru afar illa að ráði sínu í lokasókn venjulegs leiktíma. Er liðið var að komast í ákjósanlega vallarmarksstöðu kastaði Favre boltanum í hendur andstæðinganna sem tryggði sér þar með framlengingu. Má segja að Vikings hafi nánast gert allt sem liðið gat til þess að tapa leiknum. Liðið var sjálfu sér verst þó svo það hafi lengstum spilað vel. Frammistaða Favre í nótt var hetjuleg svo ekki sé meira sagt. Þessi fertugi leikmaður sýndi af sér ótrúlega hörku er hann hristi af sér barsmíðar varnarmanna Saints sem gerðu sig seka um ljótan leik hvað eftir annað. Lömdu Favre harkalega og ólöglega er hann var búinn að sleppa boltanum. Ástandið var orðið svo slæmt að það þurfti að hjálpa honum af velli um tíma og hann haltraði sig í gegnum allan síðari hálfleikinn. Augljóslega sárþjáður og konan hans var nánast með tárin í augunum í stúkunni á meðan. Átti afar erfitt með að horfa upp á misþyrminguna. Barsmíðarnar héldu áfram í síðari hálfleik en Favre einfaldlega neitaði að gefast upp. Því miður fyrir hann þá dugði það ekki til og Öskubuskusagan fékk því ekki viðeigandi endi. Hefði Favre farið með liðið alla leið hefði það verið ein stærsta saga bandarískrar íþróttasögu. Árangurinn engu að síður stórkostlegur. Peyton Manning og félagar í Colts lentu í talsverðum vandræðum með spútniklið Jets. New York-liðið leiddi í leikhléi, 17-13, en Colts tók völdin í síðari hálfleik sem það vann 17-0.
Erlendar Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Sjá meira