Tuttugu rauðhærð börn í Berndsen-myndbandi 14. apríl 2010 11:00 Viðamikil leit fór fram að rauðhærðu fólki til að taka þátt í verkefninu. Berndsen heldur áfram að senda frá sér flott myndbönd. Í því nýjasta verður ekki þverfótað fyrir rauðhærðu fólki. Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen sendi frá sér nýtt myndband á dögunum við lag sitt Young Boy. Myndbandið á sér stað í heimi þar sem allir eru rauðhærðir og flugsyndir og fer Davíð með hlutverk sundhetju sem er dáð og dýrkuð. Á meðal þeirra rauðhærðu leynist þó einn ljóshærður drengur sem að auki er ósyndur og vatnshræddur og því hálf utangátta. Leikstjóri myndbandsins er Helgi Jóhannsson, sá sami og leikstýrði myndbandinu við lagið Supertime. Viðamikil leit fór fram að rauðhærðu fólki til að taka þátt í verkefninu, en tæplega tuttugu rauðhærð börn leika í myndbandinu auk Davíðs sjálfs. Hugmyndin að myndbandinu þróaðist út frá gömlum draumi Berndsen um að ganga á vatni. „Það var mjög absúrd að vera í þessum stóra hópi rauðhærðra og það ríkti mikil samkennd á meðal okkar á tökustað. Ætli þetta verði ekki í eina skiptið sem ég upplifi annað eins á lífsleiðinni. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki og margir hafa komið til mín og lýst yfir stuðningi við rauðhærða, en við höfum oft þurft að sæta aðkasti vegna háralitarins," segir Davíð. Hugmyndina að myndbandinu vann hann í samstarfi við leikstjórann og segir Davíð að hún hafi þróast út frá gömlum draumi um að ganga á vatni líkt og hann gerir í myndbandinu. Hann segir vatnsgönguna hafa verið erfiðari en hann hafði gert sér í hugarlund en segist ánægður með útkomuna. Þrátt fyrir að leika sundhetju í myndbandinu viðurkennir Davíð að hann sé heldur slakur sundmaður sjálfur. „Ég er hræðilegur sundmaður, kann bara bringusund og smá baksund. En það er aukaatriði þegar maður getur gengið á vatni," segir hann og hlær. Aðspurður segist hann hafa mjög gaman af því að gera tónlistarmyndbönd og er þegar farinn að huga að fjórða myndbandinu. „Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Þetta er eiginlega jafn gaman og að gera tónlistina sjálfa auk þess sem þetta er góð leið til að vekja athygli fólks á hljómsveitinni," segir hann að lokum.Myndbandið má nálgast á vefsíðunni Youtube.com. sara@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Berndsen heldur áfram að senda frá sér flott myndbönd. Í því nýjasta verður ekki þverfótað fyrir rauðhærðu fólki. Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen sendi frá sér nýtt myndband á dögunum við lag sitt Young Boy. Myndbandið á sér stað í heimi þar sem allir eru rauðhærðir og flugsyndir og fer Davíð með hlutverk sundhetju sem er dáð og dýrkuð. Á meðal þeirra rauðhærðu leynist þó einn ljóshærður drengur sem að auki er ósyndur og vatnshræddur og því hálf utangátta. Leikstjóri myndbandsins er Helgi Jóhannsson, sá sami og leikstýrði myndbandinu við lagið Supertime. Viðamikil leit fór fram að rauðhærðu fólki til að taka þátt í verkefninu, en tæplega tuttugu rauðhærð börn leika í myndbandinu auk Davíðs sjálfs. Hugmyndin að myndbandinu þróaðist út frá gömlum draumi Berndsen um að ganga á vatni. „Það var mjög absúrd að vera í þessum stóra hópi rauðhærðra og það ríkti mikil samkennd á meðal okkar á tökustað. Ætli þetta verði ekki í eina skiptið sem ég upplifi annað eins á lífsleiðinni. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki og margir hafa komið til mín og lýst yfir stuðningi við rauðhærða, en við höfum oft þurft að sæta aðkasti vegna háralitarins," segir Davíð. Hugmyndina að myndbandinu vann hann í samstarfi við leikstjórann og segir Davíð að hún hafi þróast út frá gömlum draumi um að ganga á vatni líkt og hann gerir í myndbandinu. Hann segir vatnsgönguna hafa verið erfiðari en hann hafði gert sér í hugarlund en segist ánægður með útkomuna. Þrátt fyrir að leika sundhetju í myndbandinu viðurkennir Davíð að hann sé heldur slakur sundmaður sjálfur. „Ég er hræðilegur sundmaður, kann bara bringusund og smá baksund. En það er aukaatriði þegar maður getur gengið á vatni," segir hann og hlær. Aðspurður segist hann hafa mjög gaman af því að gera tónlistarmyndbönd og er þegar farinn að huga að fjórða myndbandinu. „Ég hef ótrúlega gaman af þessu. Þetta er eiginlega jafn gaman og að gera tónlistina sjálfa auk þess sem þetta er góð leið til að vekja athygli fólks á hljómsveitinni," segir hann að lokum.Myndbandið má nálgast á vefsíðunni Youtube.com. sara@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira