Pólitísk misbeiting eða fagmennska við stöðuveitingu? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 31. ágúst 2010 06:00 Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru. Íbúðalánasjóður er lykil fjármálastofnun í okkar samfélagi með 800 milljarða eignir og tugmilljarða veltu á ári. Sjóðurinn er í miklum vanda, vegna erfiðrar skuldastöðu heimila, en einnig vegna taps á kaupum sjóðsins á skuldabréfum af hinum föllnu viðskiptabönkum. Áætlað er að við skattborgarar þurfum því að leggja sjóðnum til a.m.k. 20 milljarða á næstu árum. Þetta er arfleifð núverandi stjórnenda sjóðsins og fráfarandi framkvæmdastjóra, Guðmundur Bjarnasonar, framsóknarráðherra með Samvinnuskólapróf, sem fékk starfið á pólitísku silfurfati frá þáverandi framsóknar-félagsmálaráðherra. Bankareynsla hans var úr tveimur útibúum Samvinnubankans á landsbyggðinni, um 15 árum áður. Hann valdi sér seinna aðstoðarframkvæmdastjóra sem hefur BS-próf í viðskiptafræði og hafði innanhússreynslu í starfsmanna og rekstrarmálum. Þann aðstoðarframkvæmdastjóra vildu þrír framsóknar- og sjálfstæðismenn í stjórn Íbúðalánasjóðs gera að eftirmanni Guðmundar, en í stjórn sjóðsins sitja auk þeirra annar sjálfstæðismaður og einn samfylkingarmaður. Allir voru þeir skipaðir af framsóknar-félagsmálaráðherra í desember 2006. Sú undarlega staða er því uppi að þeir flokkar sem hafa meirihlutafylgi á Alþingi eiga einn fulltrúa í fimm manna stjórn. Núverandi félagsmálaráðherra ber hins vegar alla pólitíska ábyrgð á Íbúðalánasjóði og því væri eðlilegt að skipunartími stjórnar ÍLS fylgdi hans starfstíma.Byggði niðurstaða stjórnar ÍLS á faglegu mati?Þegar staða framkvæmdastjóra ÍLS var auglýst sóttu 26 manns um, þar af margir með meiri menntun og fjölþættari starfsreynslu, en áðurnefndur aðstoðarframkvæmdastjóri. Er ekki að furða þótt ekki næðist sátt allra í stjórninni um að taka aðstoðarframkvæmdastjórann möglunarlaust fram yfir þá alla. Hinn naumi meirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna treysti sér enda ekki til að láta atkvæði ganga um málið og vildi freista þess að ljúka málinu í fullri samstöðu allra stjórnarmanna. Slíkt er ekki óeðlilegt, þegar haft er í huga hversu veikt umboð meirihluta stjórnarinnar er.Ráðherra, sem eins og áður sagði ber á sjóðnum alla ábyrgð, lagði loks til að valið yrði falið valnefnd úrvals fólks, sem hafið væri yfir efa um annað en fagleg vinnubrögð. Stjórnin samþykkti þá tillögu mótatkvæðalaust. Þessi tillaga hefði mátt koma fyrr, en hún er í anda þess sem ég vil sjá við opinberar embættaveitingar, svipað og nú hefur loksins verið gert bindandi við ráðningar dómara og sama aðferð var notuð við nýlega ráðningu seðlabankastjóra. Í tillögum sem nú liggja hjá forsætisráðherra er einmitt gert ráð fyrir að valnefndir eins og sú sem Árni Páll hefur nú skipað, hafi með höndum matsferli og jafnvel ákvörðunarvald við ráðningar æðstu stjórnenda opinberra stofnana.Hamfarir ritstjóra MorgunblaðsinsAð ritstjóri Morgunblaðsins fari hamförum gegn félagsmálaráðherra yfir öllu þessu er ótrúlegt. Maðurinn sem á sinni vakt lét ráða sem hæstaréttardómara bæði besta vin sinn og náfrænda og seinna son sinn héraðsdómara, þvert á tillögur hæfnismatsnefnda um störfin þrjú. Hann endaði svo sinn pólitíska feril með því að raða pólitískum aðstoðarmönnum sínum í sendiherraembætti og láta skipa sjálfan sig seðlabankastjóra, með eftirminnilegum afleiðingum fyrir íslenska skattgreiðendur. Afleiðingum, sem vel er lýst í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Listann yfir mannaráðningar, þar sem pólitísk sjónarmið réðu, á hans stjórnmálaferli, gæti ég haft mun lengri. Ein persónuleg dæmisaga í viðbót þó: Fyrir margt löngu sá ég auglýsta (millistjórnenda) stöðu sem heyrði undir Davíð Oddsson. Ég bað sameiginlegan kunningja okkar um að spyrja Davíð, hvort einhver „væri í stöðunni" eins og stundum er með slíkar stöður sem auglýstar eru í stjórnarráðinu. Svarið sem mér var borið frá þáverandi forsætisráðherra var: „Ég myndi aldrei láta auglýsa stöðu, nema ég væri búinn að valda hana fyrirfram." Svo mörg voru þau orð.Frá þessu pólitíska skömmtunarkerfi við opinberar embættaveitingar verðum við að komast, valnefnd félagsmálaráðherra er spor í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru. Íbúðalánasjóður er lykil fjármálastofnun í okkar samfélagi með 800 milljarða eignir og tugmilljarða veltu á ári. Sjóðurinn er í miklum vanda, vegna erfiðrar skuldastöðu heimila, en einnig vegna taps á kaupum sjóðsins á skuldabréfum af hinum föllnu viðskiptabönkum. Áætlað er að við skattborgarar þurfum því að leggja sjóðnum til a.m.k. 20 milljarða á næstu árum. Þetta er arfleifð núverandi stjórnenda sjóðsins og fráfarandi framkvæmdastjóra, Guðmundur Bjarnasonar, framsóknarráðherra með Samvinnuskólapróf, sem fékk starfið á pólitísku silfurfati frá þáverandi framsóknar-félagsmálaráðherra. Bankareynsla hans var úr tveimur útibúum Samvinnubankans á landsbyggðinni, um 15 árum áður. Hann valdi sér seinna aðstoðarframkvæmdastjóra sem hefur BS-próf í viðskiptafræði og hafði innanhússreynslu í starfsmanna og rekstrarmálum. Þann aðstoðarframkvæmdastjóra vildu þrír framsóknar- og sjálfstæðismenn í stjórn Íbúðalánasjóðs gera að eftirmanni Guðmundar, en í stjórn sjóðsins sitja auk þeirra annar sjálfstæðismaður og einn samfylkingarmaður. Allir voru þeir skipaðir af framsóknar-félagsmálaráðherra í desember 2006. Sú undarlega staða er því uppi að þeir flokkar sem hafa meirihlutafylgi á Alþingi eiga einn fulltrúa í fimm manna stjórn. Núverandi félagsmálaráðherra ber hins vegar alla pólitíska ábyrgð á Íbúðalánasjóði og því væri eðlilegt að skipunartími stjórnar ÍLS fylgdi hans starfstíma.Byggði niðurstaða stjórnar ÍLS á faglegu mati?Þegar staða framkvæmdastjóra ÍLS var auglýst sóttu 26 manns um, þar af margir með meiri menntun og fjölþættari starfsreynslu, en áðurnefndur aðstoðarframkvæmdastjóri. Er ekki að furða þótt ekki næðist sátt allra í stjórninni um að taka aðstoðarframkvæmdastjórann möglunarlaust fram yfir þá alla. Hinn naumi meirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna treysti sér enda ekki til að láta atkvæði ganga um málið og vildi freista þess að ljúka málinu í fullri samstöðu allra stjórnarmanna. Slíkt er ekki óeðlilegt, þegar haft er í huga hversu veikt umboð meirihluta stjórnarinnar er.Ráðherra, sem eins og áður sagði ber á sjóðnum alla ábyrgð, lagði loks til að valið yrði falið valnefnd úrvals fólks, sem hafið væri yfir efa um annað en fagleg vinnubrögð. Stjórnin samþykkti þá tillögu mótatkvæðalaust. Þessi tillaga hefði mátt koma fyrr, en hún er í anda þess sem ég vil sjá við opinberar embættaveitingar, svipað og nú hefur loksins verið gert bindandi við ráðningar dómara og sama aðferð var notuð við nýlega ráðningu seðlabankastjóra. Í tillögum sem nú liggja hjá forsætisráðherra er einmitt gert ráð fyrir að valnefndir eins og sú sem Árni Páll hefur nú skipað, hafi með höndum matsferli og jafnvel ákvörðunarvald við ráðningar æðstu stjórnenda opinberra stofnana.Hamfarir ritstjóra MorgunblaðsinsAð ritstjóri Morgunblaðsins fari hamförum gegn félagsmálaráðherra yfir öllu þessu er ótrúlegt. Maðurinn sem á sinni vakt lét ráða sem hæstaréttardómara bæði besta vin sinn og náfrænda og seinna son sinn héraðsdómara, þvert á tillögur hæfnismatsnefnda um störfin þrjú. Hann endaði svo sinn pólitíska feril með því að raða pólitískum aðstoðarmönnum sínum í sendiherraembætti og láta skipa sjálfan sig seðlabankastjóra, með eftirminnilegum afleiðingum fyrir íslenska skattgreiðendur. Afleiðingum, sem vel er lýst í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Listann yfir mannaráðningar, þar sem pólitísk sjónarmið réðu, á hans stjórnmálaferli, gæti ég haft mun lengri. Ein persónuleg dæmisaga í viðbót þó: Fyrir margt löngu sá ég auglýsta (millistjórnenda) stöðu sem heyrði undir Davíð Oddsson. Ég bað sameiginlegan kunningja okkar um að spyrja Davíð, hvort einhver „væri í stöðunni" eins og stundum er með slíkar stöður sem auglýstar eru í stjórnarráðinu. Svarið sem mér var borið frá þáverandi forsætisráðherra var: „Ég myndi aldrei láta auglýsa stöðu, nema ég væri búinn að valda hana fyrirfram." Svo mörg voru þau orð.Frá þessu pólitíska skömmtunarkerfi við opinberar embættaveitingar verðum við að komast, valnefnd félagsmálaráðherra er spor í þá átt.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun