Niðurstöður þingmannanefndar fyrirferðarmestar 2. september 2010 05:45 Víst er að þingmenn munu hafa nóg fyrir stafni næstu tvær vikur. Þeirra bíða umræður um fjölda mála, en þyngst munu vega niðurstöður þingmannanefndar Atla Gíslasonar um skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Fréttablaðið/gva Fréttaskýring: Hvaða mál verður helst tekist á um á Alþingi næstu tvær vikur? Búist er við því að niðurstöður þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis verði fyrirferðarmesta umræðuefnið á tveggja vikna septemberþingi sem kemur saman í dag. Von er á fyrstu niðurstöðum nefndarinnar í næstu viku og í kjölfarið er áætlað að fram fari nokkurra daga umræða um efni hennar og hugsanlegar lagabreytingar sem nefndin leggur til. Septemberþinginu er að öðru leyti aðallega ætlað að taka fyrir og afgreiða eldri mál sem ekki komust á dagskrá á vor- og sumarþingum. Meðal þess sem rætt verður er lagabálkur dómsmálaráðherra um flóttamenn og útlendinga, en allsherjarnefnd hefur um nokkurt skeið haft þrjú frumvörp um bætta réttarstöðu þessara hópa til umfjöllunar. Þá stendur til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu, sameiningar ráðuneyta og tilfærslur verkefna þeirra á milli, sem og frumvarp til skipulagslaga sem ítrekað hefur verið lagt fram af umhverfisráðherrum undanfarinna ára. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra fjölmiðlalaga hefur verið afgreitt úr menntamálanefnd þingsins og kemur því til umræðu á septemberþinginu. Ekki er hins vegar víst að takist að afgreiða þau sem lög fyrr en á næsta þingi, sem sett verður í október. Tvö stór frumvörp hafa verið til umræðu í viðskiptanefnd í sumar. Annað snýr að breytingum á lögum um tryggingasjóð innstæðueigenda og hitt er endurskoðun á samkeppnislögum, sem veitir Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en áður til að taka á samþjöppun á markaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið mjög skiptar skoðanir um bæði frumvörpin í nefndinni. Fólk er á öndverðum meiði um það hvort rétt sé að veita Samkeppniseftirlitinu aukin völd til að grípa inn í á hinum frjálsa markaði, og þótt frumvarpið um innstæðutryggingasjóðinn sé ekki fullkomið eru margir á því að það feli í sér nægar umbætur til að það eigi að verða að lögum sem fyrst. Aðrir vilja bíða tillagna þar um frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Því er alls ekki víst að þessi tvö mál komi til kasta septemberþingsins. Hugsanlegt er að þingsályktunartillaga fulltrúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði lögð fram á nýjan leik. Hún var lögð fram á sumarþinginu en ekki mælt fyrir henni. Önnur mál, svo sem breytingar á lögum um erlendar fjárfestingar, breytingar á skattkerfinu og tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, bíða næsta þings. stigur@frettabladid.is Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
Fréttaskýring: Hvaða mál verður helst tekist á um á Alþingi næstu tvær vikur? Búist er við því að niðurstöður þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis verði fyrirferðarmesta umræðuefnið á tveggja vikna septemberþingi sem kemur saman í dag. Von er á fyrstu niðurstöðum nefndarinnar í næstu viku og í kjölfarið er áætlað að fram fari nokkurra daga umræða um efni hennar og hugsanlegar lagabreytingar sem nefndin leggur til. Septemberþinginu er að öðru leyti aðallega ætlað að taka fyrir og afgreiða eldri mál sem ekki komust á dagskrá á vor- og sumarþingum. Meðal þess sem rætt verður er lagabálkur dómsmálaráðherra um flóttamenn og útlendinga, en allsherjarnefnd hefur um nokkurt skeið haft þrjú frumvörp um bætta réttarstöðu þessara hópa til umfjöllunar. Þá stendur til að afgreiða frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu, sameiningar ráðuneyta og tilfærslur verkefna þeirra á milli, sem og frumvarp til skipulagslaga sem ítrekað hefur verið lagt fram af umhverfisráðherrum undanfarinna ára. Frumvarp menntamálaráðherra til nýrra fjölmiðlalaga hefur verið afgreitt úr menntamálanefnd þingsins og kemur því til umræðu á septemberþinginu. Ekki er hins vegar víst að takist að afgreiða þau sem lög fyrr en á næsta þingi, sem sett verður í október. Tvö stór frumvörp hafa verið til umræðu í viðskiptanefnd í sumar. Annað snýr að breytingum á lögum um tryggingasjóð innstæðueigenda og hitt er endurskoðun á samkeppnislögum, sem veitir Samkeppniseftirlitinu mun víðtækari heimildir en áður til að taka á samþjöppun á markaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa verið mjög skiptar skoðanir um bæði frumvörpin í nefndinni. Fólk er á öndverðum meiði um það hvort rétt sé að veita Samkeppniseftirlitinu aukin völd til að grípa inn í á hinum frjálsa markaði, og þótt frumvarpið um innstæðutryggingasjóðinn sé ekki fullkomið eru margir á því að það feli í sér nægar umbætur til að það eigi að verða að lögum sem fyrst. Aðrir vilja bíða tillagna þar um frá þingmannanefnd um rannsóknarskýrsluna. Því er alls ekki víst að þessi tvö mál komi til kasta septemberþingsins. Hugsanlegt er að þingsályktunartillaga fulltrúa allra flokka nema Samfylkingar um að draga skuli til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði lögð fram á nýjan leik. Hún var lögð fram á sumarþinginu en ekki mælt fyrir henni. Önnur mál, svo sem breytingar á lögum um erlendar fjárfestingar, breytingar á skattkerfinu og tillaga Árna Þórs Sigurðssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju, bíða næsta þings. stigur@frettabladid.is
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira