Bankastjóri tjáir sig ekki um uppsagnir 25. ágúst 2010 06:15 Breytingar í bankanum Steinþór Pálsson (lengst til hægri) innsiglar söluna á eignarhaldsfélaginu Vestia til Framtakssjóðs Íslands. Með honum á myndinni eru Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri og Ágúst Einarsson, stjórnarformaður Framtakssjóðsins. Fréttablaðið/GVA Stjórnendur Landsbankans eru að ljúka við stefnumótun og verða niðurstöður hennar kynntar í lok mánaðar. Endanleg útfærsla verður kynnt í október. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki fara ítarlega út í vinnuna, sem staðið hefur yfir frá því hann tók við starfinu í byrjun júní. „Ég hef átt fund með öllu starfsfólki bankans. Það hefur verið beðið um að leggja lið og segja sína meiningu. Þetta hafa verið mjög góðir fundir. Út úr stefnumótuninni koma ákveðnar áherslur. Þær eru orðnar það ljósar að við teljum rétt að koma fram með breytingar á skipulaginu,“ segir hann. Útfærslan nær niður á einstaka deildir bankans. Heimildir Fréttablaðsins herma að fækkað verði í starfsliði bankans. Það vill Steinþór ekki staðfesta. „Ég get ekki farið nánar út í það. En það verða einhverjar breytingar. Ef það væru engar breytingar væri eitthvað skrýtið að gerast,“ segir hann og bætir við að ekki eigi að lesa of mikið í þróun mála. Í umsögn bankaráðs Landsbankans um ráðningu Steinþórs frá í maí kemur fram að hann hafi mikla reynslu af breytingastjórnun og stefnumótun og hafi kraft og þor til að leiða bankann þangað sem hann eigi heima.- jab Fréttir Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Stjórnendur Landsbankans eru að ljúka við stefnumótun og verða niðurstöður hennar kynntar í lok mánaðar. Endanleg útfærsla verður kynnt í október. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, vill ekki fara ítarlega út í vinnuna, sem staðið hefur yfir frá því hann tók við starfinu í byrjun júní. „Ég hef átt fund með öllu starfsfólki bankans. Það hefur verið beðið um að leggja lið og segja sína meiningu. Þetta hafa verið mjög góðir fundir. Út úr stefnumótuninni koma ákveðnar áherslur. Þær eru orðnar það ljósar að við teljum rétt að koma fram með breytingar á skipulaginu,“ segir hann. Útfærslan nær niður á einstaka deildir bankans. Heimildir Fréttablaðsins herma að fækkað verði í starfsliði bankans. Það vill Steinþór ekki staðfesta. „Ég get ekki farið nánar út í það. En það verða einhverjar breytingar. Ef það væru engar breytingar væri eitthvað skrýtið að gerast,“ segir hann og bætir við að ekki eigi að lesa of mikið í þróun mála. Í umsögn bankaráðs Landsbankans um ráðningu Steinþórs frá í maí kemur fram að hann hafi mikla reynslu af breytingastjórnun og stefnumótun og hafi kraft og þor til að leiða bankann þangað sem hann eigi heima.- jab
Fréttir Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira