Gillzenegger byrjaður á þriðju bókinni 29. apríl 2010 13:00 Egill Einarsson er byrjaður á þriðju bókinni sinni um mannasiði. Bókin kemur út um næstu jól og verður í ætt við fyrri bækur rithöfundarins. Fréttablaðið/GVA Egill Einarsson, oftast kallaður Gillz, Þykki eða Störe, er að komast í hóp afkastamestu rithöfunda landsins. Hann er nefnilega byrjaður á þriðju bókinni sinni. Síðasta bók Egils, Mannasiðabókin, seldist í bílförmum um síðustu jól og komst meðal annars í efstu sæti metsölulista Eymundsson. Egill segir það hafa legið beint við að gefa út þriðju bókina en bókaútgáfan hófst með útgáfu Biblíu fallega fólksins. „Ég settist bara niður í Mónakó, fékk mér latté, horfði á snekkjurnar og skrifaði innganginn," segir Egill sem var hins vegar staddur í Kaupmannahöfn þegar Fréttablaðið náði tali af honum en eins og komið hefur fram keppti kraftajötunninn á pókermóti í smáríkinu ásamt tvíeykinu Sveppa og Audda. Ekki var útséð með hvenær þeir kappar kæmust heim því allt flug til og frá Íslandi lá niðri vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Egill hefur, eins og alltaf, fulla trú á verkefninu og telur næsta víst að þriðja bókin verði sú besta í röðinni. „Ég er metsöluhöfundur og þessi bók á eftir að seljast miklu betur en sú síðasta. Sem var þó metsölubók," segir Egill sem telur það hafa legið nokkuð ljóst fyrir að tvær bækur myndu ekki nægja til að bæta íslenska karlkynið. „Nei, þrjátíu til fjörutíu ættu að vera nóg. Ég ætla allavega að halda áfram að skrifa því ég hef svo gaman af þessu og á meðan mér finnst þetta skemmtilegt þá verða bækurnar líka skemmtilegar. En ég hætti um leið og þetta verður leiðinlegt." Egill hefur lengi verið talsmaður þess að raka sig að neðan. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að rakstur í kringum kynfærin auki líkur á svokallaðri HPV-veiru eða vörtuveiru. Egill segist ekki kannast við slíka veiru og hyggst ekki láta af rakstrinum og áróðri fyrir ágæti hans. „Ég hef gert þetta í tólf ár og hef aldrei fengið kynfæravörtur og leyfi mér að fullyrða að ég muni aldrei fá þær," segir Egill, brattur að venju. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira
Egill Einarsson, oftast kallaður Gillz, Þykki eða Störe, er að komast í hóp afkastamestu rithöfunda landsins. Hann er nefnilega byrjaður á þriðju bókinni sinni. Síðasta bók Egils, Mannasiðabókin, seldist í bílförmum um síðustu jól og komst meðal annars í efstu sæti metsölulista Eymundsson. Egill segir það hafa legið beint við að gefa út þriðju bókina en bókaútgáfan hófst með útgáfu Biblíu fallega fólksins. „Ég settist bara niður í Mónakó, fékk mér latté, horfði á snekkjurnar og skrifaði innganginn," segir Egill sem var hins vegar staddur í Kaupmannahöfn þegar Fréttablaðið náði tali af honum en eins og komið hefur fram keppti kraftajötunninn á pókermóti í smáríkinu ásamt tvíeykinu Sveppa og Audda. Ekki var útséð með hvenær þeir kappar kæmust heim því allt flug til og frá Íslandi lá niðri vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Egill hefur, eins og alltaf, fulla trú á verkefninu og telur næsta víst að þriðja bókin verði sú besta í röðinni. „Ég er metsöluhöfundur og þessi bók á eftir að seljast miklu betur en sú síðasta. Sem var þó metsölubók," segir Egill sem telur það hafa legið nokkuð ljóst fyrir að tvær bækur myndu ekki nægja til að bæta íslenska karlkynið. „Nei, þrjátíu til fjörutíu ættu að vera nóg. Ég ætla allavega að halda áfram að skrifa því ég hef svo gaman af þessu og á meðan mér finnst þetta skemmtilegt þá verða bækurnar líka skemmtilegar. En ég hætti um leið og þetta verður leiðinlegt." Egill hefur lengi verið talsmaður þess að raka sig að neðan. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að rakstur í kringum kynfærin auki líkur á svokallaðri HPV-veiru eða vörtuveiru. Egill segist ekki kannast við slíka veiru og hyggst ekki láta af rakstrinum og áróðri fyrir ágæti hans. „Ég hef gert þetta í tólf ár og hef aldrei fengið kynfæravörtur og leyfi mér að fullyrða að ég muni aldrei fá þær," segir Egill, brattur að venju. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ „Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Sjá meira