Helgi Helgason: Aukið íbúalýðræði 8. maí 2010 05:45 Frjálslyndir í Kópavogi hafa gengið frá framboðslista fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Fyrstu þrjú sætin eru þannig skipuð: 1. sæti skipar Helgi Helgason stjórnmálafræðingur, 2. sæti skipar Ásta Hafberg varaformaður Frjálslynda flokksins og 3. sæti Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Listinn var kynntur á fundi á sumardaginn fyrsta. Ég lýsti því yfir á fundinum að ég myndi ekki taka sæti í stjórnum einkafyrirtækja eða fjármálastofnana verði ég kjörinn bæjarfulltrúi. Það var líka mjög ánægjulegt að efstu menn listans voru sammála um að setja það á oddinn sem baráttumál framboðsins að innleiða íbúalýðræði. Tillögur framboðsins eru mjög skýrar í því efni, ólíkt annarra framboða. Frjálslyndir vilja innleiða það í bæjarmálasamþykkt Kópavogs að 25% kjósenda geti krafist kosninga um umhverfis- og skipulagsmál. Með þessu móti hefðu íbúar á Nónhæð, í Lundi í Fossvogi eða á Kársnesinu getað varist þeirri valdníðslu sem núverandi meirihluti hefur viðhaft í skipulagsmálum á þessum svæðum. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að umhverfis- og skipulagsmál í bænum verði endurskoðuð frá grunni með það að markmiði að íbúar hafi meira um sitt nánasta umhverfi að segja. Allar skipulagshugmyndir núverandi meirihluta á Kársnesinu vill flokkurinn henda og skipuleggja upp á nýtt með íbúum svæðisins þar sem þeirra rödd og hugmyndir ráða för. Frjálslyndir munu hafa endaskipti á forgangsröðun þegar hagræðing er annarsvegar. Nýlega ákvað bæjarstóri að eldriborgarar fengju ekki lengur frítt í sund í Kópavogi. Meirihlutinn taldi sig spara 7 milljónir með þessu. Við segjum að þetta sé vitlaus forgangsröðun. Bæjarstjórinn í Kópavogi hefði getað skorið sín laun niður úr 1,7 milljón á mánuði í 1,2 milljónir á mánuði. Þar með hefðu eldriborgarar fengið áfram frítt í sund og góð heilsa eldriborgara, máttarstólpa þjóðfélagsins, er sparnaður fyrir ríki og bæjarfélög. Helgi Helgason 1. sæti F-lista, Frjálslynda flokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Frjálslyndir í Kópavogi hafa gengið frá framboðslista fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Fyrstu þrjú sætin eru þannig skipuð: 1. sæti skipar Helgi Helgason stjórnmálafræðingur, 2. sæti skipar Ásta Hafberg varaformaður Frjálslynda flokksins og 3. sæti Kolbrún Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Listinn var kynntur á fundi á sumardaginn fyrsta. Ég lýsti því yfir á fundinum að ég myndi ekki taka sæti í stjórnum einkafyrirtækja eða fjármálastofnana verði ég kjörinn bæjarfulltrúi. Það var líka mjög ánægjulegt að efstu menn listans voru sammála um að setja það á oddinn sem baráttumál framboðsins að innleiða íbúalýðræði. Tillögur framboðsins eru mjög skýrar í því efni, ólíkt annarra framboða. Frjálslyndir vilja innleiða það í bæjarmálasamþykkt Kópavogs að 25% kjósenda geti krafist kosninga um umhverfis- og skipulagsmál. Með þessu móti hefðu íbúar á Nónhæð, í Lundi í Fossvogi eða á Kársnesinu getað varist þeirri valdníðslu sem núverandi meirihluti hefur viðhaft í skipulagsmálum á þessum svæðum. Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því að umhverfis- og skipulagsmál í bænum verði endurskoðuð frá grunni með það að markmiði að íbúar hafi meira um sitt nánasta umhverfi að segja. Allar skipulagshugmyndir núverandi meirihluta á Kársnesinu vill flokkurinn henda og skipuleggja upp á nýtt með íbúum svæðisins þar sem þeirra rödd og hugmyndir ráða för. Frjálslyndir munu hafa endaskipti á forgangsröðun þegar hagræðing er annarsvegar. Nýlega ákvað bæjarstóri að eldriborgarar fengju ekki lengur frítt í sund í Kópavogi. Meirihlutinn taldi sig spara 7 milljónir með þessu. Við segjum að þetta sé vitlaus forgangsröðun. Bæjarstjórinn í Kópavogi hefði getað skorið sín laun niður úr 1,7 milljón á mánuði í 1,2 milljónir á mánuði. Þar með hefðu eldriborgarar fengið áfram frítt í sund og góð heilsa eldriborgara, máttarstólpa þjóðfélagsins, er sparnaður fyrir ríki og bæjarfélög. Helgi Helgason 1. sæti F-lista, Frjálslynda flokksins í Kópavogi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar