
Viðskipti innlent
Hlutabréf Össurar hreyfðust ein í dag

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 0,61 prósent í Kauphöllinni i dag. Það hækkaði hins vegar 0,71 prósent á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn á sama tíma. Önnur breyting var ekki á hlutabréfamarkaði í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,15 prósent og endaði hún í 836 stigum.