Oddur Gretarsson átti enn einn stórleikinn fyrir Akureyri í kvöld. Hann skoraði tólf af 36 mörkum liðsins sem fékk aðeins á sig 21 mark gegn Stjörnunni. Liðið er þar með aftur komið í annað sæti N-1 deildarinnar.
Oddur viðurkenndi að sigurinn hefði verið alveg jafn auðveldur og tölurnar gáfu til kynna. „Já, þetta var það. Ég bjóst ekki við þeim svona slökum. Þeir töpuðu stórt gegn HK og ég hélt að þeir komu sterkari til baka. Það vantaði reyndar sterka menn hjá þeim en svona fór þetta. Við keyrðum bara hraðaupphlaupin á þá og svo fór sem fór."
"Við vorum lengi í gang, svona korter. En þegar við spilum þessa vörn getum við unnið öll lið. Þegar við skiptum um vörn small þetta í kvöld og við náðum hraðaupphlaupunum. Þá sigldum við fram úr þeim."
„Leikurinn róaðist í seinni hálfleik og var eins og létt æfing daginn fyrir leik. Það fengu allir að spila og það stóðu sig allir frábærlega. Bergvin og Geir voru góðir og Hafþór líka."
"Við vorum bara að staðfesta að við eigum heima í tveimur efstu sætunum. Það er bara þannig," sagði vígreifur Oddur.
Oddur: Eins og létt æfing
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




