Fjölbreytt atvinnulíf þarf evru Árni Páll Árnason skrifar 1. júlí 2010 07:30 Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju? Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjölbreyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver. Sumir nefna nú „sveigjanleika" krónunnar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá „sveigjanleiki" er annað orð fyrir kjaraskerðingu. „Sveigjanleikinn" hefur valdið því að kaupmáttur hefur lækkað um 35% og gengistryggðar skuldir um meira en 100%. Lofgjörðin um sveigjanleikann er líkust því að menn lýsi ánægju með húsbruna, vegna þess að hann hækki nú hitastig í nágrenninu og hafi því jákvæð áhrif á loftslagið en horfi fram hjá eyðileggingunni og eignatjóninu sem bruninn veldur. Þegar horft er áratugi til baka dylst engum að tjónið af krónunni er margfalt á við ávinninginn. Krónan þvingar okkur til einhæfari lausna í atvinnumálum. Sveiflur hennar valda því að enginn erlendur fjárfestir treystir sér til að fjárfesta í almennum atvinnurekstri. Einu fjárfestingarkostirnir eru því fjárfesting erlendra auðhringa í stóriðju, því sá rekstur er svo umfangsmikill og stórkarlalegur að stóriðjufyrirtækin byggja í reynd sitt eigið hagkerfi, sem er óháð krónunni. Sveiflur krónunnar valda ómældu tjóni á minni atvinnurekstri. Samkeppnisgreinar kvöldust undan innistæðulausu hágengi krónunnar. Í fersku minni er hvernig vaxtarbroddar hugverkageirans þurftu að flýja land frá 2003-2008. Vöxtur Marels, Össurar og annarra slíkra fyrirtækja fór fram erlendis. Við misstum úr landi vel launuð, græn hátæknistörf vegna krónunnar. Nú þurfum við að byggja til framtíðar. Við viljum fjölbreytt og krefjandi störf í hátæknigreinum og smáiðnaði sem standa undir háum launagreiðslum til metnaðarfulls ungs fólks. Til þess þarf stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og lága verðbólgu. Krónan mun ekki skapa slíkar aðstæður. Hún er ávísun á fábreytta atvinnuhætti og hún veldur því að betur launuð störf flytjast úr landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um aðild að ESB tekst oftast að sleppa því að ræða það sem mestu skiptir. Af hverju eru vextir á Íslandi miklu hærri en í nágrannalöndunum, til mikils tjóns fyrir almenning og fyrirtæki? Af hverju þurfum við að búa við verðtryggingu? Af hverju leiðumst við út í ævintýri á borð við gengistryggð lán til að forðast hátt vaxtastig? Af hverju er erlend fjárfesting bundin við álver og aðra stóriðju? Svarið er íslenska krónan. Hún er orsök skuldavanda heimilanna. Sveiflur hennar valda háu vaxtastigi og gera það að verkum að enginn vill veita óverðtryggð krónulán. Það er krónan sem heldur frá landinu fjölbreyttri fjárfestingu og þvingar okkur til einhæfra kosta í atvinnuuppbyggingu. Það er krónan sem kallar á endalaus álver. Sumir nefna nú „sveigjanleika" krónunnar sem kost í efnahagsstjórninni. Sá „sveigjanleiki" er annað orð fyrir kjaraskerðingu. „Sveigjanleikinn" hefur valdið því að kaupmáttur hefur lækkað um 35% og gengistryggðar skuldir um meira en 100%. Lofgjörðin um sveigjanleikann er líkust því að menn lýsi ánægju með húsbruna, vegna þess að hann hækki nú hitastig í nágrenninu og hafi því jákvæð áhrif á loftslagið en horfi fram hjá eyðileggingunni og eignatjóninu sem bruninn veldur. Þegar horft er áratugi til baka dylst engum að tjónið af krónunni er margfalt á við ávinninginn. Krónan þvingar okkur til einhæfari lausna í atvinnumálum. Sveiflur hennar valda því að enginn erlendur fjárfestir treystir sér til að fjárfesta í almennum atvinnurekstri. Einu fjárfestingarkostirnir eru því fjárfesting erlendra auðhringa í stóriðju, því sá rekstur er svo umfangsmikill og stórkarlalegur að stóriðjufyrirtækin byggja í reynd sitt eigið hagkerfi, sem er óháð krónunni. Sveiflur krónunnar valda ómældu tjóni á minni atvinnurekstri. Samkeppnisgreinar kvöldust undan innistæðulausu hágengi krónunnar. Í fersku minni er hvernig vaxtarbroddar hugverkageirans þurftu að flýja land frá 2003-2008. Vöxtur Marels, Össurar og annarra slíkra fyrirtækja fór fram erlendis. Við misstum úr landi vel launuð, græn hátæknistörf vegna krónunnar. Nú þurfum við að byggja til framtíðar. Við viljum fjölbreytt og krefjandi störf í hátæknigreinum og smáiðnaði sem standa undir háum launagreiðslum til metnaðarfulls ungs fólks. Til þess þarf stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og lága verðbólgu. Krónan mun ekki skapa slíkar aðstæður. Hún er ávísun á fábreytta atvinnuhætti og hún veldur því að betur launuð störf flytjast úr landi.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar