Endurskoðum fyrirkomulag opinberra ráðninga 3. september 2010 06:00 Opinberar ráðningar hafa verið mikið til umræðu upp á síðkastið og í einstaka tilvikum hafa orðið harðar deilur um verklag og fyrirkomulag slíkra ráðninga. Reynslan af núverandi lagaumhverfi er almennt góð en jafnframt blasa við ákveðnir gallar sem í sumum tilvikum geta haft slæm áhrif á hina endanlegu niðurstöðu ráðningarferlis. Það er því tímabært að endurskoða þær reglur sem um þessi mál gilda, án þess að fórna með nokkrum hætti þeirri fagmennsku sem skapast hefur. Ókostir nafnbirtingarFlestir þekkja til reglunnar um birtingu nafna umsækjenda að loknum umsóknarfresti. Tilgangur þeirrar reglu er að gera opinbert að um starfið sækir fjöldi fólks og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að ráða í stöðuna án þess að skoðaðir séu fleiri en einn einstaklingur. Ég hef hins vegar í mínu starfi séð mýmörg dæmi um að mjög frambærilegir og jafnvel frambærilegustu umsækjendur hafa dregið umsóknir sínar til baka vegna þessarar ófrávíkjanlegu reglu.Ef við lítum á málið frá sjónarhóli væntanlegra umsækjenda er fullkomlega eðlilegt og skiljanlegt að vilja ekki láta birta nafn sitt í tengslum við umsókn um starf. Slík nafnabirting getur hugsanlega leitt til uppsagnar eða framgangsstöðvunar í núverandi starfi. Sömuleiðis er ekki óalgengt að einstaklingar, sem eru komnir á þann stað að vilja skipta um starf, sæki um fleiri en eitt starf. Í hugum margra er það lítillækkandi að þurfa hugsanlega að láta birta nafn sitt á mörgum umsóknum án þess að hljóta nokkurt starf. Sumir telja að slíkt skaði jafnvel framtíðarmöguleika þeirra á starfi og framgangi.Reglan um nafnabirtingu hefur því orðið til að útiloka stóran hóp hæfra umsækjenda frá því að eiga möguleika á opinberu starfi. Trúnaður og andmælarétturÞegar unnið er eftir ráðningarferli er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ráðningarferli er í eðli sínu höfnunarferli. Með því er átt við að í flestum skrefum ferlisins er verið að leita að því hvort að einhverjar frábendingar sé að finna í upplýsingum um umsækjenda enda markmið ferlisins að þegar upp er staðið standi einn umsækjandi eftir er hlýtur starfið. Um þetta geta áhugasamir lesið ágæta samantekt Gylfa Dalmann í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (1. tbl, 2006).Eitt af því sem stuðst er við í mati á umsækjendum eru meðmæli eða umsagnir aðila sem þekkja til umsækjenda úr vinnu. Oftast er um að ræða næstu yfirmenn eða samstarfsfélaga. Vegna upplýsingaskyldu og laga um opinbera stjórnsýslu getur umsagnaraðili búist við að umsögn hans verði hluti af opinberu máli og að það sem hann segir um umsækjandann verði borið á borð fyrir hann til kynningar. Það eru ekki flókin sannindi að frekar koma fram upplýsingar sem geta verið neikvæðar fyrir umsækjandann þegar fólk ræðir sín á milli í trúnaði, en þegar rætt er við umsagnaraðila án trúnaðar er umsögnin ekki eins hreinskilin.Það að ekki megi lofa umsagnaraðila trúnaði á rætur að rekja til þess að í lögum segir að umsækjandi skuli hafa kost á að beita andmælarétti vegna upplýsinga sem geti haft mikil áhrif á niðurstöðu hans máls. Þetta ákvæði á sennilega aðeins að ná til þess þegar verið er að meta staðreyndir. Hins vegar er eðli umsagna slíkt að verið er að leita eftir skoðun einstaklings á öðrum einstaklingi. Skoðun einhvers á öðrum getur í eðli sínu ekki verið röng og því óþarft að bera hana undir annan aðila. HámarkslaunareglurNýlega bættist nýr þröskuldur í gátt umsækjenda - nefnilega reglur um hámarkslaun starfsfólks í opinberri þjónustu. Sem betur fer er það samt þannig að til er fólk sem af hugsjón tekur að sér ýmis störf fyrir okkur og sættir sig við verulega skerðingu á sínum kjörum - en við getum ekki treyst á það til lengdar. Í starfi okkar höfum við séð fjöldamörg dæmi um einstaklinga sem vel hafa átt heima í hópi umsækjenda um opinbert starf og hefðu hugsanlega verið valdir til starfa, en þegar þeir voru upplýstir um kaup og kjör hvarf allur áhugi þeirra á starfinu. Til að Ísland geti verið samkeppnishæft til framtíðar er nauðsynlegt að endurskoða þetta opinbera þak á laun stjórnenda og annars starfsfólks.Opinber þjónusta gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi. Því skiptir miklu að við opinberar ráðningar sé stuðst við þær aðferðir sem líklegastar eru til að skila samfélaginu og okkur sem í því búum sem bestri niðurstöðu. Mikið hefur unnist í þeim efnum á síðustu árum og stjórnsýsla og vinnubrögð við ráðningar einkennist almennt af fagmennsku og skilvirkni. Í ljósi reynslunnar er þó tímabært að kanna hvort ekki sé rétt að endurskoða ofangreinda þætti og koma þessum málum í enn betri farveg öllum landsmönnum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Opinberar ráðningar hafa verið mikið til umræðu upp á síðkastið og í einstaka tilvikum hafa orðið harðar deilur um verklag og fyrirkomulag slíkra ráðninga. Reynslan af núverandi lagaumhverfi er almennt góð en jafnframt blasa við ákveðnir gallar sem í sumum tilvikum geta haft slæm áhrif á hina endanlegu niðurstöðu ráðningarferlis. Það er því tímabært að endurskoða þær reglur sem um þessi mál gilda, án þess að fórna með nokkrum hætti þeirri fagmennsku sem skapast hefur. Ókostir nafnbirtingarFlestir þekkja til reglunnar um birtingu nafna umsækjenda að loknum umsóknarfresti. Tilgangur þeirrar reglu er að gera opinbert að um starfið sækir fjöldi fólks og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að ráða í stöðuna án þess að skoðaðir séu fleiri en einn einstaklingur. Ég hef hins vegar í mínu starfi séð mýmörg dæmi um að mjög frambærilegir og jafnvel frambærilegustu umsækjendur hafa dregið umsóknir sínar til baka vegna þessarar ófrávíkjanlegu reglu.Ef við lítum á málið frá sjónarhóli væntanlegra umsækjenda er fullkomlega eðlilegt og skiljanlegt að vilja ekki láta birta nafn sitt í tengslum við umsókn um starf. Slík nafnabirting getur hugsanlega leitt til uppsagnar eða framgangsstöðvunar í núverandi starfi. Sömuleiðis er ekki óalgengt að einstaklingar, sem eru komnir á þann stað að vilja skipta um starf, sæki um fleiri en eitt starf. Í hugum margra er það lítillækkandi að þurfa hugsanlega að láta birta nafn sitt á mörgum umsóknum án þess að hljóta nokkurt starf. Sumir telja að slíkt skaði jafnvel framtíðarmöguleika þeirra á starfi og framgangi.Reglan um nafnabirtingu hefur því orðið til að útiloka stóran hóp hæfra umsækjenda frá því að eiga möguleika á opinberu starfi. Trúnaður og andmælarétturÞegar unnið er eftir ráðningarferli er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ráðningarferli er í eðli sínu höfnunarferli. Með því er átt við að í flestum skrefum ferlisins er verið að leita að því hvort að einhverjar frábendingar sé að finna í upplýsingum um umsækjenda enda markmið ferlisins að þegar upp er staðið standi einn umsækjandi eftir er hlýtur starfið. Um þetta geta áhugasamir lesið ágæta samantekt Gylfa Dalmann í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (1. tbl, 2006).Eitt af því sem stuðst er við í mati á umsækjendum eru meðmæli eða umsagnir aðila sem þekkja til umsækjenda úr vinnu. Oftast er um að ræða næstu yfirmenn eða samstarfsfélaga. Vegna upplýsingaskyldu og laga um opinbera stjórnsýslu getur umsagnaraðili búist við að umsögn hans verði hluti af opinberu máli og að það sem hann segir um umsækjandann verði borið á borð fyrir hann til kynningar. Það eru ekki flókin sannindi að frekar koma fram upplýsingar sem geta verið neikvæðar fyrir umsækjandann þegar fólk ræðir sín á milli í trúnaði, en þegar rætt er við umsagnaraðila án trúnaðar er umsögnin ekki eins hreinskilin.Það að ekki megi lofa umsagnaraðila trúnaði á rætur að rekja til þess að í lögum segir að umsækjandi skuli hafa kost á að beita andmælarétti vegna upplýsinga sem geti haft mikil áhrif á niðurstöðu hans máls. Þetta ákvæði á sennilega aðeins að ná til þess þegar verið er að meta staðreyndir. Hins vegar er eðli umsagna slíkt að verið er að leita eftir skoðun einstaklings á öðrum einstaklingi. Skoðun einhvers á öðrum getur í eðli sínu ekki verið röng og því óþarft að bera hana undir annan aðila. HámarkslaunareglurNýlega bættist nýr þröskuldur í gátt umsækjenda - nefnilega reglur um hámarkslaun starfsfólks í opinberri þjónustu. Sem betur fer er það samt þannig að til er fólk sem af hugsjón tekur að sér ýmis störf fyrir okkur og sættir sig við verulega skerðingu á sínum kjörum - en við getum ekki treyst á það til lengdar. Í starfi okkar höfum við séð fjöldamörg dæmi um einstaklinga sem vel hafa átt heima í hópi umsækjenda um opinbert starf og hefðu hugsanlega verið valdir til starfa, en þegar þeir voru upplýstir um kaup og kjör hvarf allur áhugi þeirra á starfinu. Til að Ísland geti verið samkeppnishæft til framtíðar er nauðsynlegt að endurskoða þetta opinbera þak á laun stjórnenda og annars starfsfólks.Opinber þjónusta gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi. Því skiptir miklu að við opinberar ráðningar sé stuðst við þær aðferðir sem líklegastar eru til að skila samfélaginu og okkur sem í því búum sem bestri niðurstöðu. Mikið hefur unnist í þeim efnum á síðustu árum og stjórnsýsla og vinnubrögð við ráðningar einkennist almennt af fagmennsku og skilvirkni. Í ljósi reynslunnar er þó tímabært að kanna hvort ekki sé rétt að endurskoða ofangreinda þætti og koma þessum málum í enn betri farveg öllum landsmönnum til hagsbóta.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun