Lífið

Systur með tónleika

Hólmfríður og Rannveig Sig Sigurðardóttur koma fram í Salnum í kvöld.
Hólmfríður og Rannveig Sig Sigurðardóttur koma fram í Salnum í kvöld.

Píanóleikarinn Hólmfríður Sigurðardóttir og systir hennar Rannveig Sif halda tónleika í Tíbrárröð Salarins í kvöld.

Þar flytja þær lög eftir tónskáldin Hans Pfitzner, Reynaldo Hahn, Gabriel Fauré og Manuel de Falla. Rannveig er söngkona sem hefur búið erlendis í rúm tuttugu ár. Hún hefur starfað í fimmtán ár með ýmsum barokktónlistarhópum í Evrópu og þekktum stjórnendum.

Auk þess hefur hún sungið í Brasilíu og kennt þar barokksöng á tónlistarhátíð í Juis de Fora í Brasilíu. Hún hefur einnig sungið inn á nokkra þungarokksdiska og söng Sofðu unga ástin mín á einum þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.