Velska söngkonan Charlotte Church hefur trúlofast barnsföður sínum, rugbyleikmanninum Gavin Henson. Parið hefur verið saman frá árinu 2005 og á saman tvö börn.
„Þegar ég kom út úr sturtunni einn morguninn beið mín þyrla úti í garði. Hún flaug með okkur til Cornwall þar sem við snæddum hádegisverð og eftir matinn fórum við í göngutúr meðfram ströndinni. Skyndilega fór hann að verða hálf væminn, sem er mjög ólíkt honum, og það var þá sem hann fór niður á hnén og bað mín," útskýrir söngkonan, en þau hafa verið trúlofuð í laumi frá því í febrúar.